Vikan - 17.11.1938, Qupperneq 6
6
VIKAN
Nr. 1, 1938
Bernskuminningar
P
er
Albi
Þessa grein hefir forsætisráðherra Svía,
Per Albin Hansson skrifað og rekur
þar minningar sínar frá þrengingum
bernskuáranna, erfiðleikum þeirra,
æfintýrum þeirra og gleði. —
l KKI hef ég í hyggju að
að leggja hér neinn skerf
til minningabókmenntanna. Ég er
ekki einn þeirra, sem bókfæra allt,
sem á daga þeirra drífur, og ég
geng þess ekki dulinn, að minnið
getur brostið og gengið á snið við
sannleikann. Er árin líða, fölna
myndir minninganna, og þá á mað-
ur á hættu, að frásögnin líkis um
of því, sem maður mundi þá helzt óska
sér hana — og um leið færist hún fjær
því, sem hún raunverulega var.
Ég er fæddur 28. okt. 1885 í Kulla-
dal, sem lá í jaðri hinnar blómlegu sveit-
ar og búsældarlega byggðarlags Fosie,
um hálfrar stundar gang frá Málmey.
Þar leigðu foreldrar mínir eina stofu
og eldhús, sólarmegin í litlu húsi, fyrir
5 krónur á mánuði. En skömmu eftir
að ég var í heiminn borinn fluttu þau
í norðurenda hússins, er sneri frá þjóð-
brautinni. Þar höfðu þau sameiginlegt
anddyri og forstofu með Carlström
kaupmanni, og nágranni okkar var
Larsson slátrari.
Ég nefni báða þessa menn alveg sér-
staklega vegna þess, að hjá Larsson
slátrara innvann ég mér við snúninga
fyrstu aurana, sem ég eignaðist, — og
Carlström kaupmaður seldi þá öl. Það
leiddi til þess að ýmsir „áðu“ þar og
dvöldu oft lengur en þeir ætluðu, er þeir
voru að fara kaupstaðarferð til Málm-
eyjar. Dró eigi sjaldan til áfloga og ill-
inda inni í búðinni og utan við húsið
milli ölkeikra sveitamanna og æsku-
fólks á staðnum. Voru þar fremstir í
flokki og næst verstir „synir smiðsins“,
eins og þeir voru jafnan nefndir —
ófyrileitnir áflogaseggir. Með þjóðveg-
Per Albin með handvagninn sinn. Ritstjóri,
verzlunarstjóri, gjaldkeri og sendisveinn. —
En hvað maður var nú viss í sinni sök!
Það var lífið sjálft!
inum þvældust Zigeunar fram
og aftur. Við krakkarnir nefnd-
um þá ræningja og vorum
hrædd við þá.
Við og við skaut hér upp um-
renningum byggðarlagsins, eins
og „Feitu-Guddu“, „Klúta-
Kalla“ og „Hrússhorninu". —
Feita-Gudda hafði orð á sér
fyrir galdra og meinsæringar.
„Klúta-Kalli“ og „Hrússhornið” söfn-
uðu og seldu tuskur og voru hálfgerðir
vesalingar, sem við krakkarnir leyfðum
okkur að gera gys að. Þannig komst
ég ungur í kynni við hitt og þetta
spaugilegt og miður gott. Þetta var
minn heimur — og á sumrin trítlaði ég
um berfættur, en á veturna gekk ég á
tréskóm.
Faðir minn var múrari og hafði jafn-
an atvinnu í Málmey. Hann fór að heim-
an árla morguns og kom ekki heim fyrr
en seint á kvöldin. Eiginlega vissum við
krakkamir ekkert af honum nema um
helgar og svo á vetuma, þegar hann
var atvinnulaus og hafði ekkert fyrir
stofni, nema ígripavinnu á höppum og
glöppum.
Faðir minn var vinnumaður í æsku,
en eftir að hann kvæntist, tók hann að
nema steinsmíði. Foreldrar mínir reistu
fyrst bú í Vellinge, og á hverjum mánu-
dagsmorgni fór faðir minn fótgangandi
alla leið til Málmeyjar og kom aftur
heim seint á laugardagskvöldum.
Vinnudagur móð-
ur minnar var oft
langur og erfiður,
og þegar ég hugsa
aftur í tímann,
furðar mig iðulega
Per Albin stendur
fast og öruggt í fæt-
uma, eins og sönnu
karlmenni og góðum
flokksforingja sómir.