Vikan - 17.11.1938, Qupperneq 9

Vikan - 17.11.1938, Qupperneq 9
Nr. 1, 1938 VIKAN 9 Bókmenntir Tómas Guðmundsson * skrifar um þrjár nýjar bækur. Benedikt Gröndal: Úrvalsljóð. Isafoldarprentsmiðja h.f. 1938. P Y RIR nokkrum árum hóf Eggert P. * Briem að gefa út úrvalsljóð íslenzkra þjóðskálda í vandaðri útgáfu. Seinna tók Isafoldarprentsmiðja við, þar sem E. P. Briem hætti og hefir síðan haldið útgáfu þessari áfram. Hafa ljóðasöfn þessi að vonum náð miklum vinsældum, þar sem hvert tveggja er, að þau hafa verið hin snyrtilegustu að ytra útliti, og þá ekki síð- ur haft inni að halda ljóð sumra þeirra skálda íslenzkra, sem staðið hafa hjarta þjóðarinnar næst. Að þessu sinni hefir Benedikt Svein- bjarnarson Gröndal orðið fyrir valinu og er það að vísu skiljanlegt, þegar á það er litið, að hann var um langt skeið mikils- virkur rithöfundur og ljóðskáld og mjög dáður fyrir kveðskap sinn af mörgum sam- tíðarmanna sinna, en ljóðasafn hans mun hinsvegar uppselt fyrir alllöngu og engin líkindi til, að það verði oftar gefið út í heild. Hinu verður þó varla neitað, að Ijóð Gröndals standa mjög að baki ljóðum þeirra skálda, sem áður hafa verið gefin út í ritsafni þessu, og er meira að segja vafasamt, hvort nokkuð af þeim á sæti meðal þess, sem sanngjarnt væri að taka með í úrval íslenzkra ljóða. Sannleikurinn er sá, að við lestur þessara kvæða verð- ur manni ennþá einu sinni ljóst, hversu smekkleysið var sumum þjóðskáldum okk- ar á nítjándu öld alveg ótrúlega eiginlegt, og fyrst meðvitundin um það, að vera sam- landar Bjarna Thorarensen, Jónasar Hall- grímssonar og Gríms Thomsen, gat ekki blásið menntuðum gáfumönnum, eins og Gröndal og fleiri samtíðarskáldum hans í brjóst meiri metnaði gagnvart þeirri list, sem þeir fundu köllun hjá sér til að rækja, þá verður alþýðu manna varla álasað fyrir það, þó hún hafi tekið leirburði þeirra með meiri aðdáun heldur en gagnrýni. Nú er það hinsvegar svo, að þó fá eða engin af kvæðum Gröndals séu samboðin gáfum hans og gefi harla fátæklegan vitn- isburð um það, sem hann sjálfsagt hefði getað afkastað ef listvitund hans hefði verið að sama skapi heilsteypt sem list- hneigð hans var rík, þá er samt af öðr- um ástæðum maklegt að þessi Ijóð hans séu gefin út. í fyrsta lagi má víða finna í kvæðum hans mjög einlægan og ófalsk- an tón, eins og t. d. í kvæðum þeim, sem hann yrkir af mestri viðkvæmni og sárs- auka um liðna tíð, minningar um foreldra sína og fyrstu bernzku. Um sum önnur ljóð hans má segja, að þau séu persónu- gerfingar hins ójarðbundnasta frá tímabili hins rómantíska hugarflugs, og má þar til nefna kvæði eins og Gígjuna, Hugrún o. fl. Og síðast en ekki sízt mun dálæti þjóðarinnar á gáfum Gröndals og sér- kennilegri skapgerð og aðdáun hennar á öðrum verkum hans, endast nógu lengi til þess, að íslenzkir lesendur fagni því enn um langt skeið, að eiga kost á að geyma ljóð hans meðal þeirra bóka, er þeir hafa tekið tryggð við. Þorsteinn Gíslason skáld, er var vinur Gröndals og honum handgenginn, hefir valið kvæðin og sjálfsagt gert það af sam- úð og skilningi. Persónulega sakna ég eins kvæðis úr bókinni, en það eru stúdenta- vísur Gröndals, Salve mi bone f o n s. Þykist ég vita, að þeim hafi verið sleppt vegna þess, að megin þeirra er á öðrum málum en íslenzku. En vísur þess- ar eru svo ágætar í sinni röð, að þær munu áreiðanlega um langan aldur varð- veita nafn Gröndals, að minnsta kosti í hjörtum íslenzkra stúdenta. Sigurður Einarsson: Líðandi stund. Bókaútgáfa Heimskringlu 1938. r I BÖK þessari hefir Sigurður Einars- * son safnað saman þeim ritgerðum og greinum sínum frá síðustu árum, sem hann hefir sérstaklega kosið að halda til haga. Hafa ýmsar þeirra áður komið á prenti í tímaritum og blöðum, sumar verið fluttar í útvarp og enn eru aðrar, sem mönnum hefir ekki gefist kostur á að kynnast fyrr en nú. Það er löngu vitað að Sigurður Einars- son hefir marga þá hæfileika til að bera, sem eru nauðsynlegir hverjum þeim, sem vill temja sér þá vandasömu list að skrifa ritgerðir (essays). Hér á Jandi hefir þetta listform verið lítt rækt og enda vafasamt hversu vel það liggur fyrir gáfnafari okkar. Að minnsta kosti er það svo, að fáum íslendingum er í blóð borin tilfinn- ing fyrir því, að gefa viðræðum sínum list- rænan svip, en hæfileikinn til þess er í eðli sínu nákominn þeim eiginleikum, sem gera menn að góðum essayistum. Til þeirra eiginleika heyra ekki aðeins almennar gáfur, heldur fyrst og fremst sú djörf- ung, sem blæs mönnum í brjóst möguleik- anum til þess að hugsa um viðfangsefnin á nýjan og óvæntan hátt, ásamt nægilegri hugkvæmni til að láta sér takast það, og þeirri málsnilld, er skilar lesandanum hverri hugsun í þeim búningi, sem fer henni bezt. — Eins og vænta mátti fjalla þessar rit- gerðir Sigurðar um mörg og ólík efni, þó flestar þeirra snúist um stefnur í bók- menntum, listum og þjóðfélagsmálum. Höfundurinn telur ekki eftir sér að hafa sínar skoðanir á þeim málum öllum og má vel vera að hann telji þær höfuðatriðið. En hvort sem svo er eða ekki, þá er víða um þær fjallað af svo ríkri listhneigð og tilþrifamikilli mælsku, að einnig þeir, sem ekki hirða um að bæta neinu við sannfær- ingu sína í þeim efnum, ættu að geta not- ið nokkurs við lestur bókarinnar. Guðmundur Daníelsson: Gegnum lystigarðinn. Isafoldarprentsmiðja h.f. 1938. UÐMUNDUR Daníelsson ætlar að verða afkastamikill rithöfundur, því þetta er þriðja skáldsagan, sem frá hans hendi kemur á tiltölulega stuttum tíma. Hafa sögur hans eignast álitlegan lesenda- hóp, enda er Guðmundur þegar orðinn eft- irtektarverður rithöfundur. Saga þessi, Gegnum lystigarðinn, sem hefir að höfuðviðfangsefni baráttu ungs manns fyrir köllun sinni, unz hann að lokum verður, ef svo mætti segja, viðskila við sjálfan sig, hefir mörg einkenni góðr- ar skáldsögu. Höfundurinn hefir næmt auga fyrir gletni lífsins, en hann er held- ur ekki óskyggn á harmleik hversdags- legra atburða. Stíll hans er einnig mjög at- hyglisverður; hann er myndríkur og lit- sterkur, óvíða hversdagslegur, en um hitt má deila, hvaðan frumleiki hans sé sprott- inn. Því verður ekki leynt, að allvíða í sög- unni verður manni á að hugsa á þá leið, að þetta hefði Halldór Kiljan Laxness getað sagt, — og kannske sagt það betur. Nú er það raunar svo, að það er ungum höf- undi engin dauðasynd að verða fyrir sterk- um áhrifum frá öðrum höfundi, eða jafn- vel taka hann sér til fyrirmyndar, og það er að minnsta kosti algerlega þýðingar- laust að ætla sér að þröngva öðrum til að „verða sér úti um“ persónulegan stíl, ef honum þóknast ekki að taka það upp hjá sjálfum sér, en hitt verður að teljast sann- gjörn krafa að maður með gáfum Guð- mundar Daníelssonar, hafi þá menningu í sér, að hann sneiði hjá því sem er óvið- feldnast. En því verður ekki neitað, að á stöku stað í sögunni rekur maður sig á ógeðfeld orðatiltæki og lýsingar, sem manni verður á að ættfæra, en sem sagan hefði grætt á að losna við. En hvað sem því líður er bók þessi með þeim einkennum að hún verður áreiðan- lega mikið lesin. Og höfundur hennar býr yfir svo ótvíræðum hæfileikum, að full á- stæða er að vænta góðra verka frá hans hendi.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.