Vikan - 17.11.1938, Side 19
Nr. 1, 1938
VIKAN
19
Undraefnið nýja Tip Top
óviðjafnanlegt í alla þvotta —
sérstaklega œtlað fyrir viðkvœmt
tau, rúmföt og nœrfatnað.
70 aura stór pakki í búðunum.
á skynseminni, og nú varð hún að súpa
af því seiðinu. Hún vissi gjörla, að hún
elskaði Jim ofar öllu í þessum heimi — og
hún mátti ekki hugsa um hann. Þegar lið-
inn var mánuður, án þess að hún sæi hann,
eða hefði nokkrar spurnir fyrir um hann,
hóf hún að gera ráðstafanir til að hafa
upp á honum. Hún vissi ekki um heimilis-
fang hans, en kunningjar hennar, Kitty og
Charles Livingstone, höfðu á sínum tíma
kynnt þau. Og við að spyrja sig áfram,
með stökustu varfærni, komst hún að raun
um, að Jim mundi hafa farið í verzlunar-
erindum til Parísar og byggi sennilega á
Hótel d’Alsace í Rue des Beaux Arts.
#
Það var dag einn í aprílmánuði, er Jim
sat að kaffidrykkju á gangstéttar-veit-
ingastað einum í París, að ungur mað-
ur, með teiknimyndamöppu undir hend-
inn, vindur sér að honum og spyr, hvort
hann vilji ekki kaupa af sér andlitsteikn-
ingar, eina eða fleiri. Kvaðst hann vera
ungur listamaður við nám. Blaðar hann
siðan teikningunum fyrir Jim. Flestar voru
þær af ungum stúlkum. Jím leit framandi
yfir myndirnar, unz hann greip eina út úr
staflanum og tók að virða hana fyrir sér.
Var það sem honum sýndist? Gat það ver-
ið? Nei, auðvitað var það bara svipmót
og ekkert annað. Eða var það Patrica?
— Hver er þessi stúlka? Hvenær teikn-
uðuð þér hana? spurði hann teiknarann.
Teiknarinn leit á myndina og velti vöng-
um.
— Þessi stúlka? Við skulum sjá. Jú,
nú man ég það. Hún er ensk. Hún kom
til mín hérna um daginn og óskaði eftir
að fá vinnu sem fyrirmynd. Hún var í
peningavandræðum. En ég er fátækur og
gat ekki ráðið hana upp á fast kaup. Hún
sagði mér mikla sorgarsögu um það,
hvemig hún hefði látið af góðri stöðu í
London til að verða listakona í París. En
það er dýrt að afla sér menntunar hjá
góðum kennurum hér í París. Ég gaf henni
heimilisfang nokkurra kunningja minna,
sem hafa látið hana sitja fyrir því, sem
þeir þurfa á fyrirmyndum að halda. En
það er versta vinna að „sitja fyrir“, og
ég get verið hræddur um að hún þoli það
ekki.
Jim greip heljartaki í handlegginn á
teiknaranum og spurði áfergjulega.
— Getið þér sagt mér hvar hún býr?
Listamaðurinn tók fram brúna vasabók
og fletti henni fram og aftur. — Jú, hér
er heimilisfang hennar.
Jim skrifaði upp heimilisfangið, stakk
hundrað franka seðli að listamanninum,
spratt á fætur og gaf leiguvagni merki
um að sækja sig.
— Ungfrú Bentley? Já, það er á fjórðu
hæð til vinstri — gjörið þér svo vel. Jim
undraði, hve Patrica bjó í góðu húsi. Það
kom ekki vel heim við það, sem listamað-
urinn sagði um efnahag hennar og kring-
umstæður allar.
Hann skundaði upp á fjórðu hæð, og í
því hann ætlaði að hringja á dyrnar til
vinstri tók hann eftir því, að hurðin var
1 hálfa gátt. Og er hann studdi við hurð-
ina opnaðist hún hávaðalaust og sá hann
þá hvar Patrica stóð út við stóran glugga,
framan við mikið teikniborð og sneri baki
að dyrunum. Litla stund stóð hann og
virti hana fyrir sér, hverhig hún dró pens-
ilinn og sveigði hann til auðsveipni við
hvítan pappírinn á teikniborðinu, sem hún
stóð við. Hún var svo niðursokkin í vinn-
una, að honum kom í hug að læðast út og
drepa á dyr til að gera henni ekki eins
bylt við. En í því hann var að læðast út úr
dyrunum kallaði hún til hans, án þess að
líta við:
— Kondu inn Jim — og lokaðu hurð-
inni, góði. Ég lét standa opið, svo þú gæt-
ir gengið beint inn.
Hann roðnaði. Eiginlega vissi hann ekki,
hvort heldur hann átti að reiðast þessum
móttökum, eða gleðjast yfir þeim. Hvað
vissi hún um það, hvort honum væri þægð
í að koma? Hafði þessi „listamaður" logið
að honum. Hann hafði búist við að fyrir-
hitta hana í ýtrustu neyð og umkomu-
leysi — ef til vill grátandi. En þegar hann
lokaði hurðinni, snéri hún sér á stólnum
og leit á hann — og hann gat ekki betur
séð en hún væri eins og hún átti að sér.
Hann hafði það einhvernveginn á tilfinn-
ingunni að hún væri að skopast að hon-
um. Og það var ekki um að villast. Hún
hló —en eitthvað á dálítið annan hátt en
þegar þau sáust síðast. Það voru augun.
Svo fleygði hún frá sér penslinum og hljóp
á móts við hann, — og hann tók hana í
faðm sér og kyssti hana — einu sinni,
tvisvar, þrisvar og svo nokkrum sinnum
enn.
— Patrica! Ég skil hvorki upp né niður
í öllu þessu. Fyrir stundarkorni fékk ég
fyrst vitneskju um, að þú værir hér í
París. Það var einhver ungur hstamaður,
sem gaf mér upp heimilisfang þitt og lét
þess getið, að þú hefðir misst stöðu þína
í London og hefðir nú ofan af þér með
því að „sitja fyrir“ hjá málurum. Og svo
ertu hér-------------
— Já, og þú líka! greip Patrica fram í
fyrir honum og leiddi hann við hönd sér
að sófanum í horninu. Þar settust þau.
— Ég þar af játa þér svo margt. 1
fyrsta lagi: Vegna hvers heldurðu að ég
sé komin hingað til Parísar?
— Til að nema málaralist — það var
mér sagt-------------
— Nema málaralist! Það er bara fyrir-
sláttur. Ég hefi aldrei verið nein listakona
og verð það heldur aldrei. Ég kom hingað
til að hitta þig — en ég vissi ekki hvort
þú vildir sjá mig, og þess vegna fékk ég
kunningja minn til að teikna mig og sýna
þér myndina. Hann hefir setið um þig og
haft auga með þér. Segðu mér nú eins og
er: Ertu reiður við mig?
Hún leit á hann, alvarleg — og Jim
þrýsti henni að sér, fastar og fastar.
— Já, víst er ég reiður við þig, sagði