Vikan - 17.11.1938, Síða 22

Vikan - 17.11.1938, Síða 22
22 VIKAN Nr. 1, 1938 Orð í tíma töluð. A RNI PÁLSSON prófessor er hinn orðslyngasti maður, eins og kunnugt er, og afar snjall að koma fyrir sig orði í viðræðu. Fara hér á eftir nokkrar vel orð- aðar setningar, sem hann hefir sagt við ýms tækifæri. * Eysteinn Jónsson núverandi fjármála- ráðherra og Árni Pálsson buðu sig eitt sinn fram til alþingiskosninga hvor á móti öðr- um í kjördæmi fyrir austan. Fóru þeir í kosningaleiðangur austur, deildu þar á kosningafundum, með mestu prúðmennsku þó, og héldu síðan heim aftur. Skömmu seinna hittust þeir á götu fyrir framan Hótel Borg, og horfðu hvor fram hjá öðrum. Víkur Árni sér þá að Eysteini og segir: — Heyrðu Eysteinn! Hvað ertu annars gamall ? — Ég er 29 ára, svaraði Eysteinn. — Ja, iss, ekki var ég orðinn svona rangeygður á þínum aldri, sagði Árni. * Eitt sinn var Guðni Jónsson magister, og fleiri, við skál heima hjá Áma Pálssyni. Þegar fór að svífa á gestina tók Guðni að lesa upp eftir sig þýðingar á ljóðum þýzka skáldsins Heine. Er hann hafði lokið lestrinum, sagði hann: — Það er ég viss um, að Heine hefir ekki tapað á þessu. — Og þú ekki grætt, Guðni minn, sagði Árni. Árna varð einu sinni tíðrætt um drykkjuskap almennt, við kunningja sinn úti á götu. Fórust honum þannig orð: — Maður á ekki að drekka. Það er flótti, flótti frá lífinu. En svo tók hann sig á og bætti við: — En maður bjargar sér nú oft á flótta. Eysteinn Jónsson, Árni Pálsson og fleiri greindu á um þjóðmál. Þá sagði Árni: — Ég get fyrirgefið Eysteini mínum mikið fyrir það hve vel hann er að sér í Sturlungu. Eins og sumir má- ske muna, hélt Sig- fús Sigurhjartarson einu sinni þrumandi fyrirlestur í útvarp- ið um drykkjuskap opinberra sýslunar- manna og nefnJi m. a. bókaverði. Hallgrímur Hall- grímsson bókavörð- ur hlustaði á fyrir- lesturinn, og er hon- um var lokið gat Hallgr. ekki orða bundist, en sagði: — Það er alveg rétt, sem hann segir. 3KÍAB0KIK samin af bestu BÓKAVEBSLUNIN MÍMIP, 1938 ípróttafrömuðum Norðmanna. Ómissandi hand- bók fyrir alla, er íf>róttir stunda Bókaverslunin Mímir h.f. Mér er alveg raun að því, hvað hann Benedikt drekkur. Vín er dutlungafullur drykkur. Sumar tegundir batna á löngum sjóferðum. Aðr- ar verða ,,sjóveikar“ á löngum ferðalög- um með skipum og járnbrautum og þarfn- ast margra mánaða hvíld á eftir til að ná sér. Enn aðrar tegundir fá ýmsa „til- fallandi" sjúkdóma, sem hinir sérfróðu menn kunna ekki að rekja orsakir til. # I bænum Pueblo í Colorado eru lög, sem banna að rækta eða hafa fífla inni í bæn- um. Sá sem óhlýðnast þessu verður að borga sekt. * Mjög stórt amerískt mjólkurfélag borg- aði fyrir nokkrum árum að því er virðist hlægilegt verð, þ. e. 106,000 dollara — hér um bil 440,000 krónur fyrir 6 mánaða gamlan tarf. En raunar kom í ljós, að þetta voru reyfarakaup, því þó að tarf- urinn yrði ekki eldri en 3 ára, komu út af honum kýr, sem voru 70,000 dollara virði, og höfðu svo mikið auglýsingagildi fyrir félagið að nam mörgum þúsundum dollara. Þegar tarfurinn féll frá, fékk fé- lagið 50,000 dollara tryggingargjald. # 1 bænum Colombia í Suður-Californíu er konum bannað að vera á hestbaki á götunum. Tökum góðar íslenzkar smásögur og stuttar ritgerðir til birtingar. Snúið yður til ritstjóra blaðs- ins, Austurstræti 12. V IK A N Sig. Ólason & E. Sigurgeirsson Málaflutningsskrifstofa Austurstræti 3. Sími 1712. Hallgrímskver (Péturssonar) fæst nú aftur hjá bók- sölum í vönduðu bandi. Bók, sem hvert heimili þarf að eignast.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.