Vikan


Vikan - 09.03.1939, Blaðsíða 3

Vikan - 09.03.1939, Blaðsíða 3
Nr. 10, 1939 VIKAM 3 2 VÆTTIR AW SÍID. Þessi grein Haraldar Guðnasonar sýnir ljóslega, hverjir samgönguerfiðleikar voru í nærsveitum Reykjavíkur fyrir 35 árum síðan. I greininni segir frá tveimur mönnum, sem sendir voru á vertíðinni frá Stokkseyri hingað til Reykjavíkur eftir beitusíld. — Hver mundi ímynda sér nú, að það væri fimm sólarhringa verk fyrir tvo full-kaska karlmenn að selfæra tvær vættir af síld milli Reykjavíkur og Stokkseyrar. Um aldamótin síðustu fer hin æfa- gamla veiðiaðferð með handfærum að hverfa úr sögunni, en lóðin ryðja sér til rúms. I beitu voru notuð hrogn, en sjálfsagt þótti að hafa síld að nokkru. 1 verstöðvunum sunnanlands var jafnan lítið af síld fyrirliggjandi, en skipin mörg. Varð því oft tilfinnanlegur skortur beitu- síldar, er líða tók á vertíðina. Var þá venjulega gripið til þess ráðs, að sækja síldina til Reykjavíkur. Fór sá flutningur fram með ýmsum hætti og heldur frum- stæðum. Nokkur keppni var meðal for- manna um að vera sem fyrstir að afla sér varabirgða, ef 'síldin yrði lítt eða ekki fáanleg, er á vertíðina liði. Það mun hafa verið á vertíðinni 1904, að hinn mikli sjósóknari og aflamaður, Benedikt í Iragerði á Stokkseyri, þóttist sjá fram á þurrð beitusíldar. Verður það að ráði, að hann sendir tvo háseta sína, þá Jón Vigfússon á Heiði á Rangárvöllum og Guðjón Jónsson, Syðra- Seli í Hrunamannahreppi, til Reykjavíkur, og skyldu þeir sækja tvær vættir af síld. Fara þeir gangandi með sléða í eftir- dragi, er þeir skyldu flytja á síldina. Veður var ágætt, hæg norðanátt með dálitlu frosti, heiður himinn. Færi var hið ákjósanlegasta, glæra svell yfir allt lág- lendi, en klakaklambur á vegum. Verða þeir nokkuð síðbúnir frá Stokkseyri og fara þann dag að Kolviðarhóli og gista þar. — Daginn eftir fara þeir félagar til Reykja- víkur. Sama veður hélzt og færi hið bezta. Ekki vannst þeim tími til að fara neitt áleiðis austur. Síldina áttu þeir að kaupa í Nordalsíshúsi. Um kvöldið hittu þeir ís- hússtjórann, Jóhannes Nordal. — Árla næsta morguns er svo haldið af stað frá Reykjavík. Bjuggu þeir um síldina í köss- um og sveipuðu síðan boldangi um þá. Átti þessi útbúnaður að verja þessa dýr- mætu vöru skemmdum, hvað sem tautaði. 1 byrjun gekk allt eins og í sögu. Sleðinn var léttur í drætti á ísklambrinu. Hlassið var nokkuð á þriðja hundrað pund, því auk síldarinnar höfðu þeir meðferðis nokk- um farangur, föt, nesti og fleira. Er þeir koma inn fyrir Þvottalaugar, tók að syrta í lofti og innan skamms brast á krapahríð af austri. Fór nú heldur en ekki að fara af góða færið. I veginn komu brátt eyður, þvi þar sem ísingin var þynnst hlán- aði hún von bráðar. Varð þá að tosa erðinu yfir möl og grjót. Veðrið hélzt við sama, austan slydda með allmiklum vindi. Sóttist ferðin ærið seint, ýmist um hrökkvandi malarklungur eða velþvegna ísbletti. Er þeir loksins náðu að Geithálsi voru þeir uppgefnir orðnir. Á Geithálsi voru fyrir þrír Flóamenn á austurleið. Þeir drógu sleðann með þeim félögum á móts við Lækjarbotna, en þar skildi með þeim, því þeir þurftu áfram leiðar sinnar. Var þá dráttarfæri með öllu ófært og veður hið versta. Voru þeir nú staddir í hinum mestu vandræðum, yfir- komnir af þreytu og engin úrræði til að koma sleðanum áleiðis. Vissu þeir nú ekki hvað til bragðs skyldi taka. En í þessum svifum bar að mann vestan veginn með lausan hest í taumi. Léttir þá mjög yfir þeim félögum, því þeir hugðu, að vafalaust myndi sá góði maður láta sleðann aftan í lausa klárinn, enda var honum það meinfangalaust. Og varla myndi nokkur maður hafa skap til að rétta þeim ekki hjálparhönd í þessum ömurlegu kringumstæðum. Frétta þeir nú, hvaðan maður sá er, og kveðst hann vera úr Ölfusinu. Tjáir Jón honum vandræði þeirra félaga og biður hann að lána þeim hestinn fyrir sleðann austur á Kambabrún. Tók ferðamaðurinn lítt undir það, en lét þess þó kost, ef þeir vildu greiða 5 krónur fyrir. Þótti þeim þetta ókjör hin mestu og lítilmannlegt áformið, að hafa kröggur þeirra að fé- þúfu, því eftir þessa tíma verðlagi var þetta nokkuð dýrt. — Þykkist Jón nokkuð við, er maðurinn sýnir slíkan þursaskap og kvað hann þá fara mega sína leið, og gerði hann það, að því er virtist án allra umþenkinga. Var nú brostin á stórhríð af austri með fannkyngi miklu, frost var ekki mjög mikið. Var nú útlitið ærið skugga- legt. Ekki var Ölfusingurinn fyrr farinn, en þeir iðruðust mjög að hafa ekki tekið boði hans, þó óaðgengilegt væri. Þótti þeim nú sem allt væri betra, en vera þama staddir úti á víðavangi í öskubyl, með sleðafjanda þenna, er þeir máttu hvergi þoka, sökum ófærðar og veðurs. Þeir voru nú staddir í miðju Svinahrauni, og draga nú sleðann með miklum erfiðismunum að næstu vörðu og binda hann þar. Nú ber það til tíðinda, að Guðjón verður all-veik- ur. Segir hann, að hann megi sig hvergi hræra. Biður hann Jón að freista að leita byggða, en skilja sig eftir, og láta skeika að sköpuðu. Jón kveðst aldrei skyldi yfir- gefa hann þarna fárveikan, því það yrði hans bráður bandi. Fyrr skyldu þeir báðir úti verða, en að sig henti slíkt. Taldi Jón helzt til ráða að bíða, ef Guðjóni batnaði það, að hann treystist að ganga til bæja, ella grafa þá í fönn. Setjast þeir nú við vörðuna, og láta þeir fyrirberast þar langa stund. Fer nú heldur að brá af Guðjóni. Hefir hann sennilega veikzt af ofþreytu. Var hann þó hraustmenni hið mesta. Treystist hann nú til að ganga ofurlítið. — Tekur Jón þá poka tvo af sleðanum, er þeir geymdu í ýmsan farangur og halda svo af stað austur veginn. Var með naum- indum, að þeir fengu haldið honum. Hvíldu þeir sig við hverja vörðu. Ferðin sóttist því ærið seint, veðrið beint í fangið, blind- hríð, myrkur. Loks náðu þeir að Kolviðarhóli. Það var um miðnætti. Var þá Sigurður gestgjafi, hinn alkunni bjargvættur nauðstaddra ferðamanna, albúinn að leita þeirra. Hafði hann spurnir af, hvenær þeir fóru úr bæn- um og var orðinn nokkuð uggandi um þá. I birtingu næsta dags fara þeir ferða- langarnir frá Hólnum niður í Svínahraun að sækja sleðann. Lánaði Sigurður þeim hest, mikinn stólpa grip. Fyrir hestlánið skyldu þeir greiða 80 aura. í hrauninu hitta þeir mann, er kemur vestan veginn. Hafði hann tvo hesta. Hann kvaðst vera frá Arnarbæli í Ölfusi, vinnu- maður Ólafs prests Magnússonar, en ætt- aður úr Austur-Skaftafellssýslu. Jón spyr nú mann þenna, hvort hann vilji svo vel gera, að vera þeim félögum samferða aust- ur á Kambabrún og lána þeim annan hest- inn fyrir sleðann. Var það velkomið, svo fremi þeir væru komnir að Kolviðarhóli, er hann legði af stað þaðan. Þótti þeim nú vel skipast þeirra mál, og hraða sér sem þeir mega. Það stóðst á endum, að mað- urinn er að fara frá Hólnum þegar þeir Jón og Guðjón koma þangað með sleðann. Mun hann þó hafa dokað við nokkuð. — Er nú komin asahláka, austan óveður. Þegar austur á Kambabrún kemur, segir maðurinn þeim, að nú skuh þeir fara með sér heim að Arnarbæli og gista þar. Taka þeir því boði feginsamlega. Koma

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.