Vikan


Vikan - 09.03.1939, Síða 4

Vikan - 09.03.1939, Síða 4
4 VIKAN Nr. 10, 1939 Vi k a n Útgefandi: VIKAN H.F. RITSTJÓRN OG AFGREIÐSLA: Austurstræti 12. Sími 5004. RITSTJÓRI OG ABYRGÐARM.: Sigurður Benediktsson. Sími heima 3715. FRAMKVÆMDARSTJÓRI: Einar Kristjánsson. Sími 4292. Áskrif targjald : kr. 1,50 á mánuði. 1 lausasölu 40 aurar. STEINDÓRSPRENT H.F. ■/ þeir nú að Arnarbæli um miðnætti og eru þar í bezta yfirlæti um nóttina. Næsta dag helzt enn sama óveður. En þeir ferðalangarnir lögðu þó árla af stað. Er þeir spurðu vinnumann prests, hvað kostaði öll hjálpin, er hann hafði svo fús- lega látið þeim í té, kvað hann slíkt ekki orða vert og ekkert kosta. Varð svo að vera, er hann vildi. Þeir síldarmenn halda nú beint yfir að Kaldaðarnesi. Drógu þeir sleðann á ís og rann mikill vatnsflaumur ofaná hon- um. Var glerhált, en þeir mannbroddalaus- ir. Stafprik höfðu þeir þó. Var því allt annað en þægilegt fyrir þá, að komast leiðar sinnar. Á Ölfusá var allt að hné- vatn, ofan á ísnum. Rann vatnið nærri yfir síldarkassana á sleðanum. Voru þeir mjög uggandi um, að síldin myndi gereyðileggj- ast. Vakir voru víða á ísnum og illt að varast þær; þó slömpuðust þeir heilu og höldnu yfir ána. Verst af öllu þótti þeim hálkan. Var nærri óstætt á ísnum. Að áliðnum degi koma þeir að Kaldaðar- nesi. Þar bjó þá Sigurður sýslumaður Þórðarson. Hittu þeir fjósakarl úti. Þeir spyrja hann, hvort þar muni fást mann- broddar lánaðir. Karl tók þeim styggilega, og segist ekkert vita um mannbrodda. Þá náðu þeir tali af ráðsmanninum. Vorú engir mannbroddar til, en eina skeifu fengu þeir. Halda þeir nú enn út á ísinn ,,járnaðir“ á öðrum fæti. Er þeir höfðu farið alllang- an spöl frá Kaldaðarnesi, sjá þeir hvar maður kemur ríðandi austan veginn með tvo hesta. Giskuðu þeir á, að maður sá ætlaði niður á Eyrarbakka. Virtist þeim sem maður þess vildi hitta þá, og reynd- ist svo vera. Kom nú í ljós, að þetta er stúlka. Var hún úr Hraungerðishreppi, á leið til Eyrarbakka, þeirra erinda að sækja föður sinn, er þar stundaði róðra. Spyr hún þá, hvað þeir álíti um áveituskurð- ina á Breiðumýri, hvort þeir muni ekki slæmir yfirferðar. Þeir kváðu svo vera, og gerðu ekki minna úr en hæfilegt var, því þeir vildu gjarna njóta samfylgdar stúlk- unnar eða kannske öllu heldur hestsins, er hún hafði í taumi. Varð það úr, að þeir fengu léðan hestinn fyrir sleðann. Verða þeir stúlkunni samferða niður undir Eyr- arbakka og þar skyldi með þeim. Áttu þeir þá eftir fjórðungs göngu til Stokkseyrar. G. K. Chesterton. Vln oq. VjOtn. Hann Nói stundaði strútarækt, og stórt var hans bú og gott; hann borðaði eggin með breiðri sleif úr bikar, sem víst tók pott; og fílasúpa og forði af hval, hans fiski, bar rausn hans vott, en smátt var það móts við mjöð og vín, sem meðferðis hafði hann brott. Og tíðum Nói við kveldverð kvað við kerlingarhróið sitt: Mér er fjandans sama um flóðið allt ef það fer ekki í vínið mitt. Og vatnið fossaði um glugga Guðs frá grunni að efsta kvist, og stjörnurnar fengu steypibað, er streymdi um þær flóðið byrst, og Himnarnir sjö þeir helltu úr sér í Helvíti dauðaþyrst, og Nói dró annað augað í pung og æpti: Nú skúrar fyrst. I kafi mara nú Mundiufjöll, sem meri í djúpum pytt, en vatnið má fló’ yfir fjöllin öll, ef það fer ekki í vínið mitt. En Nói syndgaði, og síðar vér, er sumblið í öfgar fór, unz sendur, til þess að typta oss, var Templari svartur og stór. Fyrir löngu er runnið af Ludvig C., og í Lyru er tæpt um bjór, á borði Mortens er blátært vatn og Bensi er hættur við þjór. Því bræði Drottins með bölvun vatns hans börn hefir aftur hitt, en það mega koma þúsund flóð ef þau þynna ekki vínið mitt. Magnús Ásgeirsson þýddi og íslenzkaði.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.