Vikan


Vikan - 09.03.1939, Page 5

Vikan - 09.03.1939, Page 5
Nr,- 10, 1939 VIKAN 5 IIDilR IEIKARAR. Nýja öldin. SJÖUNDA GREIN. r leiklistarlegu tilliti endaði 19. öldin ekki sérlega glæsilega. Sýningar íslenzkra leikrita voru fátíðar og það kostaði hörð typtunarorð manna eins og Einars H. Kvarans og Jóns Ólafssonar ritstjóra, til að þoka dönsku söngleikjunum út af leik- sviðinu. Það tókst þó ekki til fullnustu. Af átján hégómlegum smáleikjum eftir Erik Bögh, sem klikkt var út með hér á leiksviðinu, sá réttur helmingur dagsins ljós á nýju öldinni. Það var alveg ótrúlegt, hve fólk þreyttist seint á Trínu í stofu- fangelsi, sem þau Stefanía Guðmundsdóttir og Kristján Ó. Þorgrímsson léku um það bil 50 sinnum. Vitaskuld var það frábær leikur þessarra tveggja leikenda og ann- arra í svipuðum leikritum, sem hélt líf- inu í þessum sýningum, en maður verður að harma það, að jafn ágætum kröftum skyldi eytt á svo hégómleg viðfangsefni. Það var ekki fyrr en kvikmyndahúsin komu til sögunnar, að smekkur áhorfenda breyttist til muna, og menn heimtuðu krumfengnara gaman á leiksviðinu. Tók varla betra við, því þá hélt ,,fars- inn“ innreið sína á leiksviðið og hafði þó boðað komu sína þangað með Frænku Charley’s á síðasta tug 19. aldar. En gamla öldin hafði skilað nýju öld- inni nokkrum góðum leikritum, sem svo mikið lífsmark var með, að þau þoldu alda- hvörfin. Vér höfum haft sérstaka ástæðu til að setja á oss hinar tíðu sýningar Úti- legumanna eða Skugga-Sveins og Nýárs- næturinnar, en það voru einnig klassískir gamanleikir, eins og Imyndunarveikin og Jeppi á Fjalli, sem lifðu aldahvörfin af — að ógleymdu Æfintýri á gönguför, sem var alveg ódrepandi, hvernig sem farið var með það. Það hefði nú ekki horft vænlega fyrir leiklistinni á nýju öldinni, ef hún hefði ekki haft úr öðru að spila en arfinum frá gömlu öldinni, alveg að ólöstuðum leikrit- um þeim, sem nefnd voru og öðrum fleiri, sem minna bar á. En það vill svo til, að ekki voru mörg ár liðin af öldinni, þegar fram koma að nýju íslenzk leikrit. Með þeim hefst blómaskeið leiklistarinnar hér og það stendur yfir svo lengi sem íslenzku leiksýningarnar eru í meiri hluta saman- lagðra sýningarkvelda, eða þangað til laust eftir heimsstyrjöldina. Þá verður hvorttveggja, að erlendu leikritin breiða úr sér á kostnað innlendra leikrita, og margir mætustu leikarar eldri kynslóðar- innar eru um það bil að hætta að leika eða hættir. Af þessum leikurum bar langsam- lega mest á Stefaníu Guðmundsdóttur, eins og áður segir, og Jens B. Waage. Jens B. Waage verður talinn merkis- beri íslenzkrar leiklistar á nýju öldinni og stendur hann þar við hlið frú Stefaníu. Jens B. Waage sem Galdra-Loftur. Meðleikari er Emelía Indriðadóttir sem Dísa. Koma hans til landsins á póstskipinu „Lauru“ í samfylgd danskra leikara 14. júní 1893, er með táknrænum svip. Dönsku leikararnir vígðu hér leikhús með brauki og bramli, þar sem hinn ungi íslendingur er þögull áhorfandi. Eftir leiksýningarnar eru áhrifin frá dönsku gestunum reykur einn. En á árunum fram til aldamóta mót- ast einbeittur vilji hins unga menntamanns til að hafa áhrif á íslenzka leiklist. Og þar sem Jens B. Waage var einmitt gædd- ur sjaldgæfum leikhæfileikum samfara glæsimennsku í framkomu og góðum gáf- um, þá tókst honum að hafa mikil og góð áhrif á leiklistarlífið hér. Á hans dögum stendur blómaskeið leiklistarinnar með sýningum leikrita Jóhanns Sigurjónsson- ar, Guðmundar Kambans og fyrri leikrita Einars H. Kvarans. Það féll í hans hlut- skipti að hafa forustuna þar. Gæti áhrifa eins manns á verkefnavalið á þessu blóma- skeiði leiklistarinnar meir en annarra, þá voru þau komin frá Jens B. Waage. Jens B. Waage lék hér í fyrsta skipti 23. des. 1900, Kurt í Heimkomunni, fyrsta sjónleiknum eftir Sudermann, sem hér er sýndur, fyrir áhrif frá Bjami frá Vogi. Má sýningin merk kallast, þar sem þá er stigið fyrsta sporið út af þeirri braut að velja verkefnin eftir danskri fyrirmynd og helzt af dönskum toga. Var hlutverkið all- stórt, en stóð í skugga hlutverks Roberts Heinecke, sem leikið var af Jóni Jónssyni (Aðils) sagnfræðingi frá Ráðagerði. Hafði Jón byrjað að leika árið áður og var tal- inn með efnilegustu leikendum bæjarins, en hann lék ekki nema það ár og hin næstu þrjú. Nú var það svo, að skoðanir manna um leikhæfileika Jens B. Waage vom mjög skiptar fyrst framan af. Dómar blaðanna um leik hans snúast iðulegast í tvö horn. Verður þess ekki dulizt, að annars vegar kennir kala til leikarans, en hins vegar er ekki dregið úr lofinu. Greinileg mynd verð- ur því ekki fengin af leikaranum eftir blaðaskrifum þeirra tíma. En hitt er alveg víst, að upp yfir hinn tvöfalda skilning á leiklistargáfum Jens B. Waage rís leikar- inn sjálfur eins og hann kom oss fyrir sjón- ir á leiksviðinu hin síðari árin, sem hon- um auðnaðist að starfa þar: glæsilegur og prúðmannlegur, djarfur merkisberi ungrar listar. Fyrsta sigur sinn á leiksviðinu vann Jens B. Waage með leik sínum í hlutverki Karls Heinrichs í Alt-Heidelberg, þar sem hann lék á móti frú Guðrúnu Indriðadóttur. Það hlutverk var eins og skrifað fyrir þann leikara, sem nefndur hefir verið „gentle- maðurinn á íslenzka leiksviðinu“. En það var skammt stórra högga á milli, þvi John Storm og Sherlock Holmes í samnefndum leikritum voru næstu sigrar hans. Eftir það stóð Jens B. Waage föstum fótum á leiksviðinu og í fremstu röð. íslenzku leikritin urðu samt mælikvarði á leikhæfileika hans eins og annara leik- ara. Árið 1907 lék hann Álfakonginn í Ný- ársnóttinni og árið eftir Skugga-Svein. I hinu rómantíska umhverfi Nýársnæturinn- ar lék hann Álfakonginn með ágætum, en tókst miður hin raunhæfa lýsing á hálf- tröllinu Sveini, konungi íslenzkra öræfa. Það liggur nærri að ætla, að Jens B. Waage hefði tekizt að skapa ógleymanlega persónu úr „konungi fjallanna“, Fjalla-Eyvindi, því þar var nægilega sterk rómantísk baksýn, sem ekki er að finna hjá Skugga-Sveini. Fjalla-Eyvind lék þó annar leikari, þegar leikurinn kom fram, en við seinni sýning- ar leiksins lék Jens B. Waage eitthvert vanþakklátasta hlutverkið, Arngrím holds- veika. Um þetta hlutverk sagði Bjarni frá Vogi 1911, að því væri alveg ofaukið, en 1915, þegar Jens B. Waage lék það, var því ekki ofaukið frekar en Jóni bónda í sama leik. Á erlendum leiksviðum, dönskum að minnsta kosti, er þetta hlutverk leikið svo sem það væri einhver hlálegur „botnlangi" — raus Arngríms holdsveika um „sverð- fiskinn, sem gekk með Eintal sálarinnar undir handleggnum", um „fuglana úr ald- ingarðinum Eden“ og um Gethsemane jurt- ina er skilið og leikið sem meiningarlaust grín. Ekkert var nú f jær skilningi Jens B. Waage á þessu hlutverki. Leikur hans lýsti þjáningum olnbogabarns þjóðlífsins — lýsti náttúrugáfuðum auðnuleysingja, sem kominn er á vergang og heldur sér uppi Framh. á bls. 21.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.