Vikan


Vikan - 09.03.1939, Blaðsíða 6

Vikan - 09.03.1939, Blaðsíða 6
6 VIKAN Nr. 10, 1939 Slöngur í — sem œfinlega Suður-Afríku koma öllum á óvart. A. G. THOMSON segir í eftirfarandi grein sögur af ýmsum slöngutegundum. — Grein hans er ekki vísindalegs eðlis, heldur rakin atvik úr hversdagslífi S.-Afríkubúa Asumrin eru næturnar í Suður-Afríku oft heit- ar og óþægilegar. Þá flytur fólk stundum rúmin sín út á svalir, og það er auðvitað ákaflega þægilegt að geta sofið úti, en það hefir líka samt sem áður sín óþægindi. Bóndi einn svaf heita sumar- nótt úti á svölum . sínum og vaknaði allt í einu við hátt hvæs, rétt við eyrað á sér. Bóndinn ætlaði aldrei að geta fundið eld- spýtumar sínar, en þegar hann loksins fann þær, skalf hann Þegar hann gat kveikt, sá. hann stóra „kraga- slöngu“, sem lá ofan á sænginni. svo mikið, að hann ætlaði ekki að geta kveikt. Að lokum tókst honum samt að kveikja, og þá sá hann stóra „kragaslöngu“, sem lá yfir sænginni og myndaði sig til að höggva hann í andlitið. En slangan blindaðist af ljósinu, því að hún hitti ekki, heldur rann hún út úr rúminu og áfram út í garðinn, en þar drap bónd- inn hana. „Kragaslanga" er hollenzka nafnið á hinni algengari Cobra- tegund í Afríku. Nafnið er dreg- ið af því, að þessi slanga hefir engan blett í hnakkanum eins og gleraugnaslangan, heldur hring utan um hálsinn. Hún er hættu- legri heldur en gleraugnaslang- an, þar sem hún getur spýtt eitr- inu í metersf jarlægð og þannig blindað fómardýrið, áður en hún heggur í það eiturtönnun- um. Hin afríkanska Cobran er kolsvört, lifir aðallega í eyði- mörkinni og er nú sjaldgæf. — Egyptaland gaf dýrasafni há- skólans í Kaupm.höfn fallega slöngu þeirrar tegundar í tilefni allsherjar þings Rauða Kross- ins, sem haldið var í Kaup- Haus á „kragaslöngu", sem er skaðvæn eiturslanga. mannahöfn fyrir þremur ár- um. Tveir veiðimenn lentu í óþægilegu æfintýri í Trans- 4 t

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.