Vikan - 09.03.1939, Side 7
Nr. 10, 1939
VIKAN
7
Myndin er af þorpi á landamærum Zululands. 1 svona kofa voru 16 Zulubúar drepnir á einni
nóttu af eiturslöngu.
vaal, þar sem þeir sváfu úti. Um miðja
nótt fann annar maðurinn, að eitthvað
kalt rann niður eftir fætinum á honum
undir teppinu. Með hræðsluópi sparkaði
hann teppinu af sér og spratt upp.
Félagi hans stökk líka á fætur, og þeir
athuguðu vandlega sængurfötin, en fundu
ekkert.
Vinur hans fór að hlægja og sagði, að
þetta hlyti að vera draumur, og síðan lögðu
þeir sig aftur til svefns. En þeir voru ekki
fyrr sofnaðir heldur en hinn veiðimaður-
inn rauk upp með andfælum við það, að
eitthvað fór yfir andlit hans. Hann æpti
upp yfir sig um leið og hann vafði tepp-
inu utan um slöngu og kastaði því í burtu.
Þeir ruku því næst báðir upp til handa
og fóta og fundu áður en langt um leið
stóra ,,kragaslöngu“, sem þeir drápu.
Þó að það úi ekki og grúi af slöngum í
Suður-Afríku, getur alltaf komið fyrir, að
maður rekist á þær í görðum og á engj-
um. Meira að segja eru þær inni í húsum
og uppi í rúmum. Þetta kemur til allrar
hamingju ekki oft fyrir. Menn, sem hafa
alla sína æfi búið á suður-afríkönsku slétt-
unum eru ótrúlega rólegir og sýna frábært
snarræði við þessi tækifæri, en samt er enn
aðdáunarverðari kjarkurinn, sem konur
hafa sýnt undir svipuðum kringumstæð-
um. Það er furða, hvað þessar eiturslöng-
ur valda sjaldan dauða.
Bóndakona í Suðvestur-Afríku vaknaði
eina nótt við það, að eitthvað þungt datt
niður í rúmið hennar. Hún kallaði undir
eins á dóttur sína, sagði henni að kveikja
og fleygði rúmfötunum á gólfið. Slangan
hafði vafið sig utan um teppið, og áður
en hún gat losað sig, marði dóttirin haus-
inn á henni með skónum sínum.
Það er hægt að ímynda sér þá skelfingu,
sem greip móður eina, þegar hún sá slöngu
í rúmi bams síns. Hún var að klæða sig
og sneri sér brosandi að htla drengnum
sínum, sem var að masa við sjálfan sig.
En ánægja móðurinnar breyttist fljótlega
í skelfingu, þegar hún sá litlu hendurnar
halda utan um brúna slöngu,
Hræðsluóp móðurinnar hræddi barnið,
svo að það sleppti
slöngunni og fór að
gráta, og dýrið fór
fram úr rúminu og
hvarf. Þegar farið
var að athuga þetta
nánar, kom í ljós, að
undir rúminu var gat
á gólfinu, og þarf
ekki að efa, að fljót-
lega var gert við það.
Hugrökk, gömul
kona, sem drap
einu sinni slöngu
með kústskafti,
segir, að einn
dag hafi hún
setið úti í garði
og lesið, þá hafi
dóttursonur sinn
komið og sagt, að
hann hafi séð stóra
slöngu hverfa inn í
eldhúsið. — Það var
strax kallað á þjón-
ustufólkið og leitað í
öllu húsinu, en árang-
urslaust. Litli dreng-
urinn var húðskamm-
aður fyrir að láta
ímyndunina hlaupa
með sig í gönur og
setja húsið á annan
1 einu trénu yfir mjólkurkönnunni hékk slanga.
endann út af ekki nokkrum sköpuðum
hlut.
Þrem dögum síðar missti vinnustúlkan
lyklana sína upp fyrir tvær stórar krukk-
ur, sem stóðu í einni búrhillunni. Hún ætl-
aði að ná í þá, en heyrði þá reiðilegt hvæs
koma úr horninu. Stúlkan hoppaði upp og
um leið skauzt slangan fram fyrir. Ópin
í stúlkunni höfðu borizt til eyrna heim-
ilisfólksins, sem kom þjótandi inn, og þá
fannst slangan, litla drengnum til mikillar
ánægju, og var fljótlega drepin.
Hér er kannske rétt að geta þess, að
slöngu-sögurnar eiga það sameiginlegt með
fiski-sögunum, að dýrin eru alltaf óvenju-
lega stór, — svo að maður noti ekki sterk-
ari orð. Litlar slöngur virðast ekki frekar
vera til en litlir fiskar. En þessi slanga,
sem við vorum að tala um, var mæld og
var 2 m. og 28. cm. á lengd.