Vikan


Vikan - 09.03.1939, Qupperneq 10

Vikan - 09.03.1939, Qupperneq 10
10 VIKAN Nr. 10, 1939 þorir ekki að fara heim með barnið sitt. Er það ekki? — Við skulum taka hana að okkur — og augu Friðrikku leiftruðu. Og Teodór, sem langaði til að eiga hann strax og hann sá hann, þóttist gera það bara fyrir hana. — Jæja, komdu, flækingurinn þinn, og þú skalt verða heiðarlegur köttur! Teodór kallaði á bíl og þegar hann hafði komið pökkunum og kettlingnum fyrir, settist hann við hliðina á Friðrikku og sagði: — Hvað eigum við að kalla hann? — Mér finnst „Napoleon“ vera eitthvert virðulegasta kattarnafn, sem ég þekki. Og þú ætlar einmitt að gera hann virðulegan, svo að . . . sagði Friðrikka hlæjandi. Hún hafði dálítinn hjartslátt, þegar bíll- inn nam staðar fyrir utan húsið, sem Teó- dór bjó í. Hún hafði komið þangað oft áður og drukkið þar te — legið í keng uppi í legubekknum á meðan Teodór var að lesa fyrir hana kafla úr skáldsögum sínum, eða sétið úti á litlu svölunum á sumarkvöld- um og horft á bakgarðana. En nú var allt öðruvísi. Teodór opnaði dyrnar, tók hana upp og bar hana inn í herbergið, og hún sagði hlæj- andi: — Teddi, hvað hefir venjulegur rithöf- undur að gera með svona stóra íbúð? Og Teodór hreytti út úr sér: — Getið þér ekki einu sinni verið dá- lítið frumlegar, frú Rikka. Annars minnir mig, að ég hafi heyrt þessa athugasemd áður! Stuttu síðar stóð „Napoleon" fyrir fram- an arininn og lapti mjólk af undirskál, en Teodór og Friðrikka sátu hlið við hlið á legubekknum og horfðu í gegnum glugg- ann á stjörnurnar og tunglið. Það fór dásamlegur tími í hönd. Teodór og Friðrikku þótti alltaf vænt um, þegar fólk rakst inn til þeirra. Það var svo gam- an að gizka á, hver væri nú að koma. Þangað komu Finnur málari, Grímur, sem var fátækastur allra skálda, Fríða, sem hafði bókabúð á horninu, og að lok- um Sveinn, sem hafði ágæta stöðu í bank- anum. Hann var sá eini, sem aldrei kom óvænt. — Nú kemur hin virðulega höfuð- skepna, sagði Friðrikka hlæjandi, þegar bjallan hringdi eitt kvöldið. Sveini hafði verið boðið til kvöldverðar. Og Teodór skellihló, þegar Friðrikka var að setja blómin, sem Sveinn kom með, í vasa. Teodór og Friðrikka fóru fram í eldhús til að taka til matinn, en þegar þau komu inn aftur, var Fríða komin. — Sveinn er búinn að skrifta, sagði hún glaðlega til að dylja vandræði sín, af því að hún mætti enn einu sinni í kvöld- verð. — Hann á vinkonu. — Ég ætla að koma með hana hingað einhvemtíma. Sveinn reyndi að vera eðli- legur. — Ég var að segja Fríðu, að hún þekkti ekkert nema stífuð skyrtubrjóst, svo að hún tryði ekki, að til væru aðrar eins manneskjur og þið í heiminum. — Það er illa gert af þér, Sveinn, sagði Friðrikka hlæjandi, — að vera að vekja vonir hjá stúlkunni, og svo verður hún fyrir vonbrigðum, þegar hún kemst að því, að við erum aðeins------ — Aðeins venjulegt fólk. Teodór botn- aði setninguna fyrir hana. — Ég vona, að hún sé ekki skáldkona, sagði Friðrikka, því að ef hún er það, þá grípur hún alltaf fram í fyrir manni. — Það er hún ekki, sagði Sveinn hlæj- andi, og hún hefir ekki nema einu sinni séð lifandi skáld í samkvæmi. Hún sagði, að það væri alveg eins og að vera í dýra- garði. Friðrikka hló. — Stúlkan er fyndin, Sveinn, — komdu með hana. Ég skal vera almennileg við hana. Vilt þú syngja fyrir hana, Teddi? Þegar þau höfðu lokið snæðingi, komu Finnur og Grímur, og þau fóru að drekka kaffi fyrir framan arininn. Finnur andvarpaði. — Þið emð reglulegir burgeisar! Svona líka stórir kubbar! Við hin verðum að láta okkur nægja kassafjalir! Það fór hrollur um Friðrikku. Orð Finns höfðu minnt hana á, að þau höfðu ekki fengið peninga í lengri tíma og hún var atvinnulaus. Kubbana voru þau ekki enn búin að borga, heldur ekki reikninginn frá matvöruverzluninni eða húsaleiguna. — Hvað á þetta nú að þýða? hrópaði Grímur. — Þakherbergja-skáldum hefir aldrei liðið betur en einmitt núna. Þegar þau vom farin, sneri Friðrikka sér að Teodór. — Ég varð allt í einu svo hrædd í kvöld, en það er kannske vitleysa. Ég fæ kannske atvinnu eftir einn eða tvo daga, eða þú peninga, og------- — Ef þeir verða ekki minni en síðast, þá getum við kannske farið á bíó, sagði Teodór dauflega. Daginn eftir skildi Teodór kaffibollann sinn eftir hálfan og gekk hægt niður tröpp- umar. Það var öðruvísi nú en áður, þegar þau kepptust um að komast fyrst að póst- kassanum og finna peningabréfið. Friðrikka tók af borðinu, settist niður við vinnu sína, en það var erfitt að teikna fallegar stúlkur út í bláinn. Á því, hvernig Teodór setti nýja örk í ritvélina, vissi hún, að hann var að byrja á nýrri sögu. Bara að þau hefðu ekki talað eins og þau gerðu í gærkveldi! Og allir reikning- arnir hræddu hana, og hún var líka hrædd um Teodór og sjálfa sig, sem beið þess, að síminn hringdi------- Hún leit í morgunblaðið, flýtti sér að komast á öftustu síðu og fór hægt yfir auglýsingarnar um atvinnu. Teodór hafði ekki hugmynd um, að hún hafði gert þetta í margar vikur í þeirri von, að hún ræk- ist á auglýsingar eins og: — Útbreiddasta tímarit Ameríku óskar eftir smásögum eins og Teodór Fraser skrifar. Eða: — Við þurfum tízkuteikningar eftir Friðrikku Nicholson. Asni! Hún gat ekki verið almennileg. Auðvitað mundu þau ekkert fá að gera. En allt í einu rakst hún á auglýsingu eina. — Heyrðu Teddi, sagði hún hlæjandi. Ung ameríkönsk hjón — vinnukona og bílstjóri — geta fengið atvinnu uppi í sveit. Umsókn með nákvæmum upplýsingum sendist til Saunders, Connectitu. — Þetta gæti verið handa okkur, sagði Teddi hlæjandi. — Slúður! Það er fyrir okkur! sagði Friðrikka. Við skulum sækja um það. Teodór glápti á hana og eldroðnaði. — Aldrei á æfi minni hefi ég heyrt neitt hlægilegra! hrópaði hann reiðilega og þaut út úr dyrunum. — Þetta sama kvöld tók Friðrikka upp kjötdós og það var þeirra síðasti biti. — Bjallan hringdi tvisvar, en hvorugu þeirra datt í hug að fara til dyra. Friðrikku var um og ó. Skyldi það vera Grímur, sem var niðri, sársvangur eða aumingja Fríða, sem seldi alltaf svo fáar bækur. Teodór leit allt í einu upp og sagði: — Þetta er kannske ekki svo vitlaust, sem þú varst að tala um. Ég á við, að það gæti orðið gaman. Ættum við að reyna? Við skulum taka okkur dulnefni — mig langar ekkert til að vera bílstjóri undir mínu nafni. Friðrikka kinkaði kolli. Viku síðar héldu þau skilnaðarveizlu. Sveinn hafði tekið íbúð þeirra á leigu og þau settu þá fáu hluti, sem þau höfðu með sér niður í tösku. Það var sótt karfa handa „Napoleon", sem var orðinn svo stór. Þau fengu strax stöðuna. Teodór horfði hnugginn á peningana sína. — Þetta verður nóg fyrir farseðlunum og til að lifa á næstu viku. Friðrikka hló og veifaði tveimur seðl- um framan í hann. — Nú byrjum við nýtt líf, Teodór! — Engir reikningar, engin húsaleiga, ekkert! Þessir komu frá óþekktum velgerðar- mönnum. Nú getum við haldið veizlu. Það var ljómandi veizla. Sveinn kom með rósir, sem hann festi á Friðrikku um leið og hann hvíslaði: — Það verður hryllilegt, þegar þið eruð farin. Ég get ekki sagt, að mér sé beint vel við þessa vini ykkar, sem taka ykkur frá okkur. Grímur kom með fjólur. — Þú átt ekki skilið að fá þær, sagði hann glaðlega, en hérna eru þær. Hvar á ég nú að borða, þegar þið eruð farin? En Fríða sagði um leið og hún fékk Frið- rikku bókapakka. — En hvað þið eigið gott að geta leik- ið ykkur í allt sumar. Þegar Teodór var að hjálpa Friðrikku í eldhúsinu, hvíslaði hún að honum: — Við getum ekki sagt þeim sannleik- ann, Teodór! Nokkrum tímum síðar sátu þau í lest- inni með köttinn og ritvélina. — Ég vona bara, að ég gleymi því ekki, að ég heiti Jóna, og þú Bárður, og að við höfum ættarnafnið Fotheringay. Friðrikka

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.