Vikan


Vikan - 09.03.1939, Qupperneq 15

Vikan - 09.03.1939, Qupperneq 15
Nr. 10, 1939 VIKAN 15 A vegum vonleysingjanna. Jolán Földes: I>að, sem komið er af sögunni: Barabás loðskinnaskraddari flytur búferlum frá Budapest til Parísar og hafnar með fjöl- skyldu sína, konu og þrjú börn í Veiðikattar- stræti. Fyrsta fólkið, sem þessir nýju Parísar- búar kynnast, eru tveir útlendir flóttamenn, þeir Liiv og Bardichinov. Er annar Rússi, en hinn Júgoslavi. Þeir eru bamgóðir og rabbsamir karl- ar, er öilum vilja vel. 1 lok annars ársins i útlegðinni grípur Bara- básfjölskylduna heimþrá. Samt hefir þeim aldrei vegnað eins vel. Hjónin vinna bæði og eru meira að segja farin að leggja í sparisjóðinn. En svo verður frú Barabás veik. Hún leggst á sjúkrahús og er skorin upp. Barabás, Bardichinov og Liiv sitja á veitinga- húsinu á kvöldin og tala saman. Eitt kvöldið bætist griskur flóttamaður í hópinn, Papadakis að nafni. Síðar bætast tveir menn enn í hópinn, annar er Vassja, sem öllum hjálpar, og Anna verður ástfangin af, hinn er Fedor. Vassja smitar alla af starfsgleði. ’•— Anna þrá- biður pabba sinn og Bardichinov um að lofa sér að læra eitthvað. Vassja verður fyrir bílslysi og deyr. Fólkið í veitingahúsinu hópast að herbergi Fedors, sem er orðinn sturlaður og æpir í sífellu. Enginn getur gefið neinar upplýsingar um Vassja nema Jani. Þegar búið er að jarða Vassja, flytja allir úr veitingahúsinu. Barabásfjölskyldan flytur í íbúð í Veiðikattarstræti. — Við dauða Vassja urðu Anna og Jani fullorðin á einni nóttu, en ekki á sama hátt. Þau rífast alltaf, er þau talast við. Anna vinnur alltaf á saumastofunni, — nú er hún útlærð. Hún er orðin fullgild saumakona og stendur sig vel í stöðunni, þegar hún hefir lært leyndarmálið, sem er falið í einskisverðri kurteisi. Hún veit, hvernig hún getur gert öllum til hæfis, án þess þó að athuga það nokkuð nánar. For- stöðukonan segir, að .hún sé mjög smekk- vís. — Bardichinov frændi heldur, að það sé allt sér að þakka og ræður henni til að læra klæðskerasaum, og einhver segir, að það væri ekki vitlaust að læra tízku- teikningu. Alvarez hrópar upp yfir sig af ánægju, þegar hann kemst að því, að hann geti orðið einhverjum að gagni, og hann tekur Önnu í tíma af ofsalegri hrifningu. Þetta verður til þess, að vináttan kólnar milli Alvarez og Bardichinovs í nokkra mánuði, en Anna er orðin svo fullorðin, að hún veit, hvernig hún á að hafa þá báða ánægða. — Allt það, sem þú hefir sagt mér um keisaratímann, er ákaflega skemmtilegt, Bardichinov frændi. — Það væri ekki til neins að fara í teiknitíma, ef þú kenndir mér ekki listsögu. Það er undirstaða alls. Og við Alvarez segir hún: — Þér vitið, monsieur Alvarez, að kenn- ingar eru einskisvirði án framkvæmda. Bardichinov frændi hefir verið að skýra fyrir mér, hvað viðreisnartímabilið hafi verið auðugt og dásamlegt og einnig þýð- ingu rússnesku zarshirðarinnar, en það er ómögulegt að skilja það nema með teikn- ingum og myndum. Anna er orðin innundir sig og talar á tveim tungum. Það væri líka hægt að segja, að hún væri orðin fullorðin og hygg- in. Það eru aðeins við og við smáskærur á sunnudögum, þegar báðir vilja fara með henni á söfnin í einu. Anna kemst líka hjá þessum erfiðleikum. Hún smjaðrar fyrir þeim, þangað til þeir halda, að hún hafi mest gaman af að fara með þeim báðum saman. Og Anna er laus við gleði og áhyggjur. Það kæmi að engu gagni, ef seytján ára gömul stúlka væri að tala um þess háttar. Það myndi enginn trúa henni. Anna segir það ekki. Stundum finnur hún, að augu móður hennar hvíla á henni, en hún sér ekki angistina í þeim. Jani verður heldur ekki var við hana. Og samt hefir Jani verið eftirlæti móður sinriar, þó að hún hafi aldrei vitað það. Jani er líkastur henni, andlega og líkamlega. Jani er blíð- astur af börnunum, þó að hin bæði séu stúlkur. Einu sinni var sú tíðin, að Jani kom hlaupandi til móður sinnar með allar sínar áhyggjur. Frú Barabás man vel eftir hinni fallegu, kjarklausu rödd hans: — Mamma mín, ég get ekki reimað skóna mína . . . Það er hnútur á reiminni . . . Vertu ekki vond við mig, mamma mín . . . ég meiddi mig í hnéð og það blæðir úr því . . . Nú er þetta liðið. Það er ekki eins með Önnu og Klárí. Klárí er alveg eins og pabbi hennar. Það er þess vegna, sem hún er eftirlætið hans. Hún hefir alltaf verið óstýrilát. Hún hefir alltaf hjálpað sér sjálf. Hún hefir aldrei kært sig um nein blíðu- atlot. Og Anna hefir alltaf verið svo und- arlega róleg. Hún hefir aldrei beðið um kossa eða ástaratlot, en augu hennar hafa leiftrað, þegar henni hafa verið sýnd þau. Jani var alltaf gefinn fyrir blíðuatlot, hann kom oft og þrýsti sér upp að móður sinni eins og kettlingur. Nú eru þau hvert öðru ókunnara móður sinni. Frú Barabás mætti samt vera ánægð, eins og allt leikur í lyndi. Maður hennar er góður maður og hefir góð laun. Það lítur út fyrir, að tvö af börnunum muni komast vel áfram í heiminum. Þriðja barn- ið leggur stund á iðn og því gengur vel. Nýja íbúðin er henni til mikillar ánægju. Henni þykir skemmtilegt að vinna í henni. Samt er lífið kalt og einmanalegt. Bara- bás er góður maður, það er aðeins það, að hann er öðru vísi en hún, — hann er karl- maður. Áhyggjur hans eru áhyggjur karl- mannsins. Sérhver móðir gæti verið hreyk- in af slíkum börnum. En það er eitt að. Þau eru að fjarlægjast hana, líf þeirra leiðir þau í aðra átt, svo að hún getur ekki séð inn í sálir þeirra. Þau eru góð börn. Þau eru börn, sem gera eitthvað . . . Einu afskipti móður þeirra af tilveru þeirra er þegar Jani hand- leggsbrotnar, og skólalæknirinn sendir hann heim í sjúkrabílnum, — eða þegar Klárí fær mislinga og segir ekki frá því, að hún sé veik, alls -ekkert, fyrr en hún hnígur niður af stólnum með yfir f jörutíu stiga hita. Þetta er ekkert mikið, ekkert til að gera veður út af. Eftir þrjár vikur eru börnin búin að gleyma því. En þegar sjúkrabíllinn stanzaði á Quai St. Michel við hið mjóa Veiðikattarstræti, og Jani var borinn út úr honum, — þegar Klárí lá allt í einu á gólfinu, eins og dauð væri . . . Þetta eru viðburðir, sem taka á taugarn- ar og láta brúna hárið grána. Frú Bara- bás heldur, að allt mundi vera öðruvísi og betra, ef þau væru heima í Ungverjalandi. Ef til vill skjátlast henni. Böm eru böm, hvar sem þau eru. Og það land er ekki til í heiminum, þar sem móðir er ekki alein einn dag. En frú Barabás hallar sér stund- um út úr glugganum, horfir yfir hina gulu Signu, á hina kollóttu turna Notre Dame og langar heim. Anna les í einhverri bók um klæðskerasaum. Ef hún ávarpar Jani, svarar hann, að hann sé að leysa vatnið upp í frumefni sín. Klárí þylur messa voce: N’y touchez pas, il est brisé . . . Gyula ræðir við mennina á veitingahúsinu. — Heimurinn er auður og tómur. Síðan fer smátt og smátt að fjölga í heiminum. Það er István, sem kallar Önnu aftur til lífsins, þó að hann viti það ekki, og Anna myndi ekki trúa því, þó að henni væri sagt það. Hver István er ? Þess hefir verið getið, að Ungverjunum í París megi skipta í þrjá flokka. Þriðji flokkurinn var flokkur slæp- ingjanna, auðnuleysingjanna, letingjanna, braskaranna. István telst til þessa flokks. Hann vann í banka heima, en hvernig sem það nú var, þá virtist vinnan ekki hæfa honum. Hann hafði ef til vill gert eitthvað, sem ekki var alls kostar rétt. Nú býr hann í París. Þar hefir hann búið síðastliðin þrjú ár. Honum er vel kunnugt um, að mótmælenda kirkjan veitir smástyrki á mánudögum, að guðfræðingar gefa ókeyp- is máltíð á þriðjudögum. Á miðvikudög- um gefur Rotschildskrifstofan hverjum, sem hafa vill fimm til tíu franka. Á fimmtudögum er hægt að fá kvöldverð hjá jurtaætunum, maður þarf aðeins að hlusta fyrst á fyrirlestur. Á föstudögum gefur Móse-félagið peninga. Á laugardögum gefa frímúrarar gjafaböggla — reyndar er þetta aðeins fyrir pólitíska flóttamenn, en með dálítilli lagni getur hver og einn notfært

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.