Vikan


Vikan - 09.03.1939, Qupperneq 16

Vikan - 09.03.1939, Qupperneq 16
16 VIKAN Nr. 10, 1939 sér þetta — og á sunnudögum eru gefnir hádegisverðir í bústöðum rómversk- kaþólskra aðstoðarpresta. István veit allt þetta. Hann skiptir um trúarbrögð og þjóðerni á hverjum degi. Hann á tíu mis- munandi skjöl í vasanum, sem gera hon- um kleift að fá hjálp allsstaðar frá. Hann vinnur við og við: sem aðstoðarmaður á leiksviði eða fyrirmynd í teikniskóla. En ofan á allt þetta er István ákaflega lag-. legur maður og hefir þunglyndisleg, dökk augu. Honum finnst hann líka vera fædd- ur listamaður. Hann kynnist Barabás á ungverska veit- ingahúsinu í Rue Francois Miron, þar sem hann kemur til að slá útflytjendurna um nokkra franka. István kemur strax auga á heldri manninn í Barabás -— því að dug- legur verkmaður, sem hefir föst laun, er talinn með heldri mönnunum í ungversku nýlendunni — og sezt umsvifalaust hjá honum, segir honum kryddaðar sögur af hinum útflytjendunum, sem hann er ný- búinn að slá, og lýsir æfisögu sinni í fáum velvöldum orðum. Það kynlega er, að Barabás, hinn tortryggni, kæni bóndi, trúir honum. Hann gerir það. Hann kennir í brjósti um hinn óhamingjusama, en samt glaða, unga mann, og þegar István spyr hann feimnislega, hvort hann megi ein- hvemtíma heimsækja Barabásfjölskyld- una, því að honum þyki svo vænt um að hafa kynnzt svona ástúðlegum manni og sig langi svo til að njóta gleðinnar hjá f jölskyldunni — þá er Barabás öllum lok- ið og hann býður honum að borða hjá sér annað kvöld. Anna lætur István ekki gabba sig. Síðan ákveður hún, sér til sárrar fullnægju, að hún hafi strax séð, að István væri mont- inn strákur, sem hefði slæma lyndiseink- unn. István reynir auðvitað strax að koma sér í mjúkinn hjá henni. Anna er ekki lag- leg, en hún er seytján ára gömul. Seytján ára — það er undarlegur aldur. Hann hefir sín ágæti, hann hefir sína galla, og samt er hann yfirleitt ómótstæðilegur og yndis- legur. Hörund Önnu er silkimjúkt og ferskt, þó að það sé stundum með smá- bólum. Hreyfingar hennar eru óákveðnar og klaufalegar, en þær hafa hinn klunna- lega yndisþokka eins og hreyfingar bjarn- dýrsunga. Á hinu uppbretta nefi hennar eru áberandi freknur, en munnurinn er fallegur. Brúnu augun hennar eru trygg og eftirtektarsöm, þó að þau vanti stund- um leiftur skilningsins. Þannig er Anna. Eftir nokkur ár munu andlitsdrættir henn- ar verða fínlegri, en István geðjast að henni eins og hún er. Það er aldrei nóg af konum fyrir strák, sem er utanlands, og jafnvel eins útfarinn óþokki og István er, á bágt með að finna félaga eftir sínum geðþótta: meira eða minna kvenlega stúlku, sem hefir sín föstu laun. Anna fyrirlítur Isván og gerir sér engar tálvonir um hann, og samt finnst henni mikið til um hin fallegu orð og smjaður, sem hún hefir aldrei heyrt áður. Enginn hefir enn fundið stúlkuna í Önnu, hina vaknandi, ungu konu, hina einmana, ungu sál, sem þráir umhyggju. István segir: Þú ert falleg, og bætir við: Ég elska þig. Þá verða stúlkur skyndilega varar við, að þær eru orðnar konur. Og þannig er það líka, að hin sorgleg- asta ást í heiminum hefst — því að er nokkur ást sorglegri en sú, sem maður skammast sín fyrir? 9. KAPÍTULI. Bardichinov frændi hefir nú mikið að gera. I Frakklandi er aldrei atvinnuleysi. Verkamenn streyma stöðugt til Parísar frá Austur- og Suður-Evrópu. Jani kemur við og við í ungversku, ítölsku, tékknesku og grísku veitingahúsin og útbýtir spjöld- um, þar sem Bardichinov auglýsir á mörg- nm tungumálum ódýra frönskukennslu. Hinir nýkomnu verkamenn búast við að fá vinnu fljótar, ef þeir kunna málið, svo að gamli maðurinn heldur uppi föstum námskeiðum. Anna heimsækir hann aðra hverja viku til að taka til hjá honum, því að þar er allt á ringulreið, því að hann er pipar- sveinn, og hún fer með skyrturnar hans heim til sín til að gera við þær. Hún fer auðvitað til hans á þeim tímum, þegar hann er ekki að kenna. En einu sinni rekst hún sér til mikillar undrunar á konu í herberginu hans. — Komdu bara inn, Anna! hrópar Bar- dichinov, þegar hún ætlar að fara út aftur. — Ég hefi fengið ágætan nágranna. Lofaðu mér að kynna ykkur. Anna sér, að tvær, stórar hækjur liggja við hhð konunnar og hún getur aðeins staðið upp með því að styðja sig við þær. — Þér megið um fram allt ekki . . . flýtir Anna sér að segja, og konan sezt og brosir þakklátlega. — Catherina Aldhufond, segir hún og kynnir sig sjálf. — Ég fluttist hingað fyrir tveim dögum og kynntist monsieur Bar- dichinov í dag. Hann var svo elskulegur að bjóða mér að drekka te með sér. — En þú verður að búa til teið, Anna, segir Bardichinov hlæjandi. — Það getur enginn gert hér nema þú. Þegar Barabásfjölskyldan hafði flutzt í Veiðikattarstræti, hafði hún gefið Bardich- inov gamla prímusinn sinn. I nýju íbúðinni var almennilegt eldhús. — En ef ég hefði nú ekki komið? segir Anna stríðnislega. — Ég vissi, að þú myndir koma. Þú varst búin að lofa því. Anna hellir vatni á ketilinn og kveikir á prímusnum. — Er madaman einnig Rússi? spyr hún kurteislega. Konan hristir höfuðið: — Nei, —■ ég er Finni. — Þannig er það í dag, kæra mademois- elle Aldhufond! segir Bardichinov. — En fyrir stríðið, þegar allt lék í lyndi, átti ég því láni að fagna, eins og þér, að vera tal- inn til hins mikla rússneska þjóðfélags. Cathrina Aldhufond brosir. — Ég get ekki sagt, að ég hafi í því sambandi átt miklu láni að fagna. Stjórn zarsins sendi mig til Síberíu. — Til Síberíu? Anna verður forvitin, og hún færir sig nær. Þangað til nú hefir Síbería aðeins verið orð, undarlegt og rómantískt orð, sem maður les í bókum, í rússnesku bók- unum hans Bardichinovs frænda. Og nú var hér manneskja, sem hafði verið þar, — manneskja, sem hafði verið í útlegð í Síberíu. — Já! Cathrina kinkar kolli. — Það var árið 1912, þegar ég var 18 ára gömul og nýlega orðin stúdent. Ég var þar á meðan stríðið stóð yfir. Ég var fyrst látin laus, þegar kommúnistarnir komust til valda. Anna lítur ósjálfrátt á hækjurnar og síðan á fæturna, sem eru stirðir og hlægi- legir. Kannské höfðu þeir frosið í Síberíu . . . eða . . . Mademoiselle Aldhufond tekur eftir augnaráðinu og svarar því rólega og eðli- lega. — Nei, þetta kemur fótum mínum ekk- ert við. Ég hefi verið bækluð síðan ég var barn. Ég fékk barnalömun. Anna spyr ekki að því, sem hana langar til að spyrja að. Hvað getur þessi bækl- aða kona hafa gert af sér, svo að zarinn skyldi senda hana til Síberíu? Bardichinov spyr heldur einskis. Hann segir aðeins: — Auðvitað pólitískur glæpur. — Auðvitað! segir Chatrina og kinkar kolli. — Ég var kommúnisti. Þegar ég kom heim úr útlegðinni, var mér tekið opnum örmum í Finnlandi. En svo breyttist ástandið þar líka . . . Það er aðeins mán- uður síðan ég slapp út úr fangelsinu. Ef satt skal segja, var ég látin laus skilorðs- bundið, en ég vildi ekki bíða, þangað til fresturinn væri útrunninn, svo að ég flýði. Hvernig getur bækluð kona flúið ? Anna veltir þessu fyrir sér, en Bardichinov hrist- ir höfuðið með meðaumkun. Hvíta hafur- skeggið hans hristist. — Útlegð, fangelsi . . . Mér þykir þetta ákaflega leiðinlegt, kæra mademoiselle . . . Hin kæra mademoiselle bandar frá sér höndinni. Hreyfingin ber vott um mikið sjálfstraust. — Ó-já, æfi mín hefir verið heil skáld- saga. Anna reynir að dylja lítið bros um leið og hún réttir henni ketilinn. Hún hefir ekki hitt einn einasta mann í París, sem segir ekki, að æfi sín hafi verið heil skáldsaga. Cathrina segir með ákafa æfisögu sína, allt frá fæðingu fram á þennan dag. Bardichinov hlustar kurteislega á hana um leið og hann hellir í bollana. Þegar þau hafa drukkið fimm bolla, hefir Cathrina lokið sögu sinni, og hún stendur upp. Anna sprettur upp. — Má ég fylgja yður til herbergis yðar ? — Nei, nei, góða mín! Það er alveg óþarfi.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.