Vikan


Vikan - 09.03.1939, Blaðsíða 17

Vikan - 09.03.1939, Blaðsíða 17
Nr. 10, 1939 VIKAN 17 d y orina Lee lá á legubekknum í hinu dimma svefnherbergi sínu, klædd í ljósbláan slopp og talaði við sjálfa sig. — Ég hefi verið þér góð kona í öll þessi ár, Henry — og svo ferðu svona með mig! Ég vildi, að þú gætir séð, hvað þú ert hlægilegur! Þögn. — Horfðu á sjálfan þig! Þú heldur þó ekki, að þetta litla stelpugrey dáist að þér vegna æsku þinnar og fegurðar? Nei og aftur nei! Það eru peningarnir þínir, og — hún fálmaði með litlu, hvítu höndun- um út í loftið. — Ó, Henry, þá mátt ekki yfirgefa mig vegna þessarrar stelpu! Hugs- aðu þig um — ég bið þig um það. Henry — hver, sem hann var — virtist ekkert heyra. Og þá opnuðust dyrnar.--------Það var ekki Henry, heldur grönn, dökkhærð, ung stúlka með stór, brún augu og áhyggju- full á svip, sem kom inn. Lorina settist upp. — Nú er ég búin að hvíla mig, elskan mín. Og ég held, að ég kunni hlutverkið mitt. — Það er gott, mamma mín, sagði Madeleine og brosti. Nú verðurðu að hafa fataskipti, því að miðdegisverðurinn er að verða tilbúinn. Lorina renndi sér niður úr legubekkn- um og fór að laga sig til fyrir framan spegilinn. — Þú verður nú að viðurkenna það, að ég held mér vel, Maddie! sagði hún síðan. — Já, mamma, sagði dóttirin þolinmóð. — Það er ekki lengra síðan en í gær, að Greville sagði, að hann tryði því ekki, að þið Gordon væruð börnin mín. Lorina talaði eins rólega og eðhlega um fegurð sína og hún væri að tala um loð- kápu eða hatt. — Mér þykir svo vænt um, að þið skul- uð bæði koma í kvöld. Það verða allir með í kvöld, hélt Lorina áfram, á meðan Made- leine var að taka til fötin hennar. — Ég held, að ég fari í svarta kjólinn minn, elskan mín. Hann er alveg sérstak- lega heppilegur við þetta tækifæri. Ef leik- urinn heppnast, þá klæðir þessi kjóll mig vel, og ef hann heppnast ekki, þá er ég í einskonar sorgarbúningi. Er það ekki vel til fundið? Maddie hjálpaði móður sinni að klæða sig, síðan fór hún til að hafa sjálf fata- skipti og lét móður sína vera eftir fyrir framan spegilinn. Gordon, bróðir hennar, kom út úr her- bergi sínu. — Mamma er að æfa sig á brosinu, sem hún ætlar að hrífa áhorfendurna með í kvöld, sagði Maddie. Gordon yppti öxlum og hvarf inn í bað- herbergið. Börn Lorinu Lee kvöldust — og héldu því ekki alltaf leyndu — af þessu opin- bera lífi móður sinnar. 1 einkahfi sínu hét Lorina Lee Mrs. Lucky Stubbs, en það voru fáir, sem vissu það. Opinberlega var hún fegurðardrottning leikhúsanna — alltaf ung, alltaf ljómandi. Hún brosti til almennings í tízkublöðun- um. Hún sást í alvarlegum samræðum við yfirlæknana á barnasjúkrahúsunum eða standa bogin yfir einhverjum sjúklingn- um. Fyrir utan leiksviðið hafði Lorina Lee mestan áhuga á börnum, og það er óhætt að segja henni það til lofs, að hún var allt- af reiðubúin til að hjálpa eða styrkja. Þegar hún var viðstödd opnun barna- heimilis og hélt eina af sínum stóru ræð- um, vitnaði hún ávallt til barna sinna. Á síðari árum var hún hætt að tala um þau sem „litlu börnin sín“. Hún hafði aðeins einu sinni gleymt því, þá var Madeleine 18, en Gordon 20 ára gamall. En hún hafði fljótlega bætt úr því með því að brosa blíðlega og segja, að hún gæti aldrei áttað sig á því, að þau væru orðin fullorðin. — Fyrir mér eru þau alltaf litlu börn- in mín, og það geta mæður skilið. Þegar Madeleine og Gordon lásu þetta í blöðunum, urðu þau bálreið, en létu samt ekki bera á því til að særa ekki móður sína. Að öllu öðru leyti var hún alveg sér- stök móðir. Þegar þau reyndu að mót- mæla þessum auglýsingum, svaraði hún undrandi: — Hvað kemur ykkur þetta við, börn- in mín. Þið skuluð ekkert vera að lesa það. — Það er nú einu sinni þetta, sem fólk vill lesa! 1 kvöld átti að vera frumsýning á gam- anleik: „Fertug kona“. Madeleine hafði verið að velta því fyrir sér, hvort móðir

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.