Vikan


Vikan - 16.03.1939, Blaðsíða 3

Vikan - 16.03.1939, Blaðsíða 3
Nr. 11, 1939 VIKAN 3 EF þeir kœmu! Eftir Sigurð Einarsson dósent. r— 9 3 G stend suður við Kennaraskóla. 9 Það er snemma dags, yndislegt veður, kyrrt og svalt og hrím á jörð. — Flugvél hefur sig til lofts og sveimar í hring yfir bænum, stefnir síðan til norð- austurs og hverfur. Um leið og flugvélin hverfur beinizt athygli mín aftur til þess- arar jarðar. Rétt við hlið mér standa tveir af borgurum þessa bæjar, sem einnig hafa verið að dást að flugvélinni, þessari ynd- islegu furðusmíð mannsandans, ásamt flugkænsku Agnars Kofoed-Hansen. Þeir eru nokkuð mikið lægri í loftinu en ég — sá eldri er á að gizka átta ára, sá yngri fimm. En þar sem ég horfi á flugið sljó- um augum hins fullorðna manns, sem gleymir framtíðinni fyrir stundaráhrifum, skynja þeir það í víddum allra sinna möguleika, og með ábyrgðartilfixmingu þess, sem á allt lífið framundan. Við að hlusta á viðræður þessara litlu snáða verður mér það Ijóst, að ég stend hér frammi fyrir herforingjaráði minnsta og varnarlausasta ríkis í veröldinni. Það er sá eldri, sem er að gefa hinum yngri fyrirskipanir: „Ef Japanir koma hingað og ætla að drepa landið, þá sendum við þessa flug- vél og hina flugvélina og sviffluguna á móti þeim. Þá skulu þeir bara sjá!“ Hinn kinkar kolli til samþykkis. En mér til mikillar skelfingar skilst mér, að af einskærri tilviljun hafi ég hér komizt að eina hernaðarleyndarmáh íslands. Áætl- unin er þegar tilbúin: Allan flugflotann á móti Japönum, ef þeir koma! Síðan ekki meira um það. Barnahjal munu menn segja. Og vissu- lega er það rétt. En nú víkur því svo kynduglega við, að um viss málefni rekur mig aldrei minni til að ég hafi heyrt skyn- samlegar, innblásnar viðræður í þessum bæ, nema þegar ég er svo heppinn að heyra börn og óvita tala. Á ég þar sérstáklega við æðri stjórnmál og flókin alþjóðleg við- fangsefni. Það er ekki trútt um, að það snjallasta, sem ég minnist að hafa heyrt um slík málefni talað hér í bæ, sé mælt af bömum fyrir innan fermingu. En hér stend ég sem sagt á yndisleg- um vetrarmorgni með eina hernaðarleynd- armál íslands ferskt í vitundinni, forundr- aður yfir því, að hafa heyrt litinn dreng tjá á fullkomlega eðlilegan hátt staðreynd, sem allur þorrinn af borgurum þessa bæj- ar er ekki ennþá farinn að gera sér neina grein fyrir. Og hún er í stuttu máli á þessa leið: Hvenær sem er, getur aðvífandi her- veldi fundið upp á því, sem óhjákvæmi- legri nauðsyn, að brjóta hið „ævarandi“ hlutleysi Islands. Og í öðru lagi: Hvernig eigum við Islendingar að snúast við? — Drengurinn sér, að einhvernveginn verður að snúast við. Og hans úrræði er þetta: „Við sendum þessa flugvél, hina flugvél- ina og sviffluguna á móti þeim.“ Lengra er hið unga herforingjaráð Islands ekki komið í áætlunum sínum. En hve margir hinna fullorðnu í borginni munu þennan morgun hafa gert sér grein fyrir þeim möguleika í alvöru, að á Island kyimi að verða ráðist af útlendu herveldi? Að „hlutleysi" í gamla skilningnum, hið sama, sem ísland og Norðurlöndin nutu 1914— 18, er nú ekki lengur til í veröldinni af þeirri einföldu ástæðu, að ekkert stórveldi veraldarinnar, sem hlut ætti að styrjöld, mundi þola það, hvað þá heldur að verja það, blátt áfram vegna þess, að það væri of mikið áhættuspil að eiga neitt slíkt undir löghlýðni andstæðinganna eða dreng- skap í slíkri ofurraun. Það er komið fram í ágúst 1940. Um götur Reykjavíkur ganga sólbrúnar stúlk- ur nýkomnar úr sumarfríinu, ferskar og hressilegar, eins og þeirra er vandi. Þær hafa engan nema sína gömlu kunningja, Reykjavíkurstrákana til að dást að sér. Það hefir ekkert útlent skemmtiferðaskip komið í þrjár vikur, hvernig sem á því stendur. Og bærinn er hundleiðinlegur nú eftir útivist og fjallaloft, — herbergið eins og fangelsi eftir óbreytni svefnpokans. IJtvarpið er drepleiðinlegt, eins og vant er, nema þegar harmonikan kemur; útlendu fréttirnar fullar af ófriðarkjaftæði úr Sig- urði Einarssyni. En hann er nú búinn að tala um ófrið í tíu ár frá því maður gekk í stuttum kjól, svo hver getur tekið mark á því. Jónas Jónsson, lang-gáfaðasti túlk- andi íslenzkra viðhorfa, hefir nýlega ritað grein um manndóm stóru menningarþjóð- anna í garð hinnar litlu menningarþjóðar, sem gaf heiminum Snorra og Fíateyjar- bók. Aldrei mun nakið ofbeldið leggja hramm sinn á þennan gáfaða sakleysingja meðal þjóðanna. Slíkir menn eru ekki Bret- ar eða Þjóðverjar. Kurteisir menn og prúð- ir, vísindamenn og listelskendur. Hafa skrifað mikið um íslenzk fræði, svo aðfram hjá því verður aldrei gengið. Og almenn- ingur les þetta með ánægju. Auðvitað, þannig er þessu háttað. Menn gleyma því við lestur þessarar lipru greinar, að heims- styrjöldin var háð á grundveili alþjóðlegs réttar, sem skapaður hafði verið með erfiði margra alda. En í hinni íslenzku sumardýrð finnst bæði höfundi greinarinnar og les- endum alveg sjálfsagt, að stórveldi Evrópu fari að halda þau alþjóðalög á ófriðar- tíma, sem þau hafa undanfarið þverbrotið á friðartíma. Svo skemmtilega vitleysu er bömum fyrirmunað að láta sér detta í hug. Það þarf fullorðna menn til þess. -----En ráðstefnan í Badan-Baden? Hvað er með hana? Er það ekki þetta venjulega ? Þýzkaland og Italía vilja láta rista Afríku-kortið í tætlur, búa til nýtt nýlendukort. Japanir vilja fá Hawaiieyj- amar og sneið af franska Indo-Kína, íhlut- un um stjórn Panamaskurðsins. 1 mörg ár er búið að standa í þófi um þessi mál. En hingað til hefir Chamberlain möndlað sig fram úr öllu, og bjargað friðinum tvisvar, þrisvar á ári. I fyrra fengu ítalir Djibuti. Er það kannske ekki nóg? Ráðstefnan í Baden-Baden situr á rök- stólum. Fram undan er fimmtíu ára friður, ef allt tekst vel, eins og vant er að vera á slíkum ráðstefnum, — annars styrjöld. Rússland hefir lofað Frakklandi stuðningi. Sömuleiðis Bandaríkin og England. Hins- vegar em Þýzkaland, Italía, Japan, Balk- an-sambandið. Suður-Ameríka óviss. Sam- veldislönd Breta trygg. 1 dag kom skyndi- boðskapur um nýja, frjálslynda stjórnar- skrá á Indlandi og tilskipun um að undir- konu'ngurinn skyldi hér eftir vera ind- verskur maður, en hafa enskan ráðgjafa. Indland er öruggt ef til kemur. En vitan- lega kemur ekki til neins. I Reykjavík eru menn spenntir, allir eldri menn, unga fólkið aftur á móti hugs- ar mest um þýzka knattspyrnuflokkinn, — hvort K.R. standi sig. Allir hinir hafa verið burstaðir í rúst. Markvörður Þjóð- verjanna kvað hafa orð fyrir að vera ,,aga- lega sætur“. Urslitakappleikurinn stendur yfir á Iþróttavellinum. Hver, sem vetthngi getur valdið, er þar. Undir láréttum geisl- um hnignandi sólar, í kveldskini og gull- inni rykmóðu stendur æskulýður bæjarins — klappar og hrópar eggjunarorð. Hann hefir ekki heyrt fréttirnar frá útlöndum: „Ráðstefnan í Baden-Baden er farinn út um þúfur. Chamberlain gerir síðustu úr- shta tilraunina í kvöld. *1 En á höfunum fyrir sunnan Island er sól löngu sezt. Og í myrkri sumarnæturinnar ösla sveitir af gráum stáljötnum, Ijósalausum og dauðahljóðum norður yfir hafið. Þeir bruna í langri skáfylkingu norður á við með hníf jöfnum millibilum. Fremsta skip-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.