Vikan


Vikan - 16.03.1939, Blaðsíða 8

Vikan - 16.03.1939, Blaðsíða 8
8 VIKAN Nr. 11, 1939 þá þennan litla, grannvaxna Tyrkja með skegg eins og Vilhjálmur keisari, ganga með fullkominni glæsimennsku yfir hin spegilfáguðu gólf veizlusalanna, hefði þeim sízt af öllu dottið í hug, að þessi maður yrði einhver frægasti maður Austurlanda á næstu árum. Enginn ytri merki báru vott um hið frámunalega viljaþrek hans, og margir létu gabbast af blíðu augnaráði hans. Eftir júlíbyltinguna 1908, urðu ýmsir pólitískir viðburðir, sem voru ekki sem hagkvæmastir fyrir hina frjálslyndu Ung- Tyrki. Stjórnin í Vínarborg innhmaði nú opinberlega Bozniu og Herzegoniu í austur- ísk-ungverska einveldið eftir að hafa átt þessi héruð árum saman og áttu þau þó að heita tyrknesk. Ferdinand fursti í Búlgaríu, sem hafði til þessa verið lénsmaður soldánsins, gerði land sitt að sjálfstæðu konungsríki. Grikkland sló eign sinni að fullu og öllu á Krít. Tyrkland, sem var í fullkomnu uppnámi, gat enga vöm sér veitt. Gremjan yfir hin- um mörgu ósigrum gaf afturhaldsmönnun- um byr undir báða vængi. Gamal-Tyrkir endurreistu herinn í höfuðborginni í apríl- mánuði árið 1909, og nú kvað við kenni- orðið: „Niður með Ung-Tyrki!“ En Ung- Tyrkir áttu öflugu liði á að skipa í sveit- unum. Liðsveitirnar réðust á Konstantín- ópel, og ráku Abdul Hamid frá völdum. Muhamed V., bróðir hans, tók við völd- unum. Hann var gamall maður, þreyttur á lífinu og hafði verið fangi bróður síns í þrjátíu og þrjú ár. Annar frá hægri er þýzki hershöfðinginn, Liman von Sanders, sem Enver Pasha kallaði til Tyrk- lands til að endurreisa tyrkneska herinn. Enver Pasha, sem var alltaf glæsilegur, þrek- mikill og næstum því alltaf heppinn i stríði. Enver Pasha sem hermálaráðherra ásamt Djemal Pasha, sem hafði ekki hugmynd um sambandið, sem Enver og Talaat stofnuðu við Þýzkaland, sem varð til þess, að Tyrkland varð að taka þátt í stríðinu. Enver Bey hafði hraðað sér til Tyrk- lands til að taka þátt í árásinni á Konstan- tínópel. Mynd af honum með áletruninni „frelsishetjan" sást í hverjum glugga. Árið 1911 krafðist Ítalía Tripolis og Cyrenacia, síðustu héraðanna, sem Tyrkir áttu eftir í Norður-Afríku. Enver Bey, liðsforingi, var lífið og sálin í að vernda héruðin. ítalir settust um helztu hafnirn- ar, en komust ekki lengra inn, en skips- fallbyssur þeirra náðu. Enver hafði reist tjald sitt í hafnar- borginni Derna í Cyrenaciu. „Napoleon litli“ eins og hann var kallaður í hernum, tók sér aldrei andartaks hvíld. Hann kunni að æsa upp hinar fámennu, tyrknesku lið- sveitir og hafði sérstakan hæfileika til að tala við hina innfæddu. Hann var aldrei í vandræðum með að smygla inn vopnum og hergögnum. Italir lofuðu miklum verðlaun- um fyrir höfuð hans, og hvað eftir annað fluttu ítölsk blöð andlátsfregn hans. En þetta hafði engin áhrif á hugarró Envers. Hvar sem hann kom með lífverði sínum, var honum tekið með miklum fagnaðarlátum af Be- duinunum. Heldri menn kysstu á hend- ur hans og axlir. Mú- hamedarnir vissu, að hann var kominn eins langt og hægt var að komast: hann hafði unnið hjarta hinnar keisaralegu prins- essu, Nadsjie Sulta- nes. Sem tengdason- ur kalífans var ungi liðsforinginn hjúpað- ur einhverjum töfra- ljóma. Hann stóð á móti ítölum í meira en eitt ár, en að lokum varð Tyrkland að gefast upp. I októbermánuði árið 1912 var friður saminn í Oucky við Lausanne, og soldáninn leysti Tripolis úr tyrkneska ríkjasambandinu. Upp úr þessu, byrjaði fyrsta Balkan- stríðið. Herir voru sendir til Konstantín- ópel til að reka Tyrki þaðan. En á vopna- hlé var ekki minnzt, fyrr en óvinirnir stóðu við hliðin á Konstantínópel. Kiamil Pasha, sem þá var fyrir stjórn- inni, var neyddur til að semja frið. En hann vissi, að Ung-Tyrkir myndu ekki gefast upp, og hélt því foringja þeirra, Enver Bey, í skefjum með því að ljúga upp sigurfregnum á Balkan. 23. janúar árið 1913 kom stjómarráðið saman til að skrifa undir hina auðmýkj- andi friðarsamninga. Fyrir framan dyrn- ar var allt í uppnámi. Kiamil bað her- málaráðherrann, Nasim Pasha, að líta eft- ir, hvað væri á seyði. Fyrir framan dyrn- ar stóð Enver ásamt 200 áhangendum sín- um. Nasim spurði glettnislega með vindl- inginn í munninum: „Jæja, krakkar, hvað eiga nú þessi læti að þýða?“ Frh. á bis. 17.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.