Vikan - 16.03.1939, Blaðsíða 4
4
VIKAN
Nr. 11, 1939
Söngvadís.
Þú komst að sunnan, söngvadís, með blænum
og sálu mína laust með töfrastaf,
mér veittist sýn í æðri hulduheima
og hófst til vöku margt, sem áður svaf.
Ég tók að hlusta á hergný brims og vinda
og heyrði þar á strengjagripin þín.
I barnsins grát og gamalmennisstunum
þú gullnum straumum veittir inn til mín.
Ég fann þinn andblæ inn að dýpstu rótum
og óma streng, sem fyrr ei knúinn var.
Þú komst sem geisli ljóss frá himin hæðum
að hef ja sprotans yngsta, veika bar.
Við tóna breytist allt að lit og ljóma,
þá loga blys að eden-frjórri strönd.
Dís, þú opnar Sesam lífsins lista
og leggur gull í mína snauðu hönd.
Dís, þú gafst mér dýpri gleði og sorgir
og dirfsku til að leita og knýja á,
og sálin af sér leggur larfa sína
og lyftir sér til flugs í djúpri þrá.
Því eins og vorið vermir kaldan svörðinn
og vekur líf í því sem áður kól,
allt titrar fyrir töfrasprota þínum
og teygir sig á móti himni og sól.
Axel Guðmundsson.
ið nyrzt og vestast. Og austan Eystrasalts
frá Kronstad öslar önnur sveit í átt til
Álandseyja. Þangað stefnir og flotasveit
sunnan frá Kiel. Önnur norður með Jót-
landssíðu að vestan.
Á meðan Reykvíkingar sofa ró í taug-
ar sínar, eftir að hafa einnig farið halloka
í síðasta kappleiknum, er friðinum slitið.
Sama morgun er fyrsta sjóorustan háð
milli Rússa og Þjóðverja við Álandseyjar.
Hinn sænski járnmálmur við Kiruna og
Gellivara, er líftaug hinnar þýzku her-
gagnaiðju, hefir verið það mörg undanfarin
ár, en er lífsnauðsynleg nú. Nú er barizt um
Álandseyjar til þess að koma þar upp flota-
stöð til varnar flutningunum. Þjóðverjar
bera hærra hlut og setja upp vegg af fljót-
andi stáli austan við flutningaleiðina frá
Luleá til Þýzkalands. En Luleá leggur
eftir örfáa mánuði. Þá verður að flytja
járnmálminn frá Narvík í Noregi. Þegar
þýzki flotinn kemur til Noregsstrandar
undan Narvík, eru Bretar þegar komnir
þar á vettvang með óvígan flota. Enn er
ekki þörf að leggja til orustu. Enn er ís-
laust við Luleá. Með vetri verður að sverfa
til stáls um Narvík og nærliggjandi héruð.
— Eða, í versta tilfelli, hvenær sem tæki-
færi býðst.
Hinn hljóði brezki floti, sem stefnir til
íslands, öslar hljóður norður í myrkri
sumamæturinnar. Skipunum er dreift á
varðstöðu undan Reykjanesi og Faxaflóa.
Einn drekinn skríður inn á Reykjavíkur-
höfn. Yfirforinginn gerir landstjóminni í
stuttu máli kunnugt, að þeir þurfi að nota
Reykjavík sem norðlæga flotastöð til
vemdar siglingunum um norðanvert At-
landshaf og herflutningum frá Bandaríkj-
unum. Ef þeir ekki geri það, muni óvin-
imir skapa sér hér öruggt vígi til útrása
og skemmdarleiðangra. Hér séu einnig olíu
og benzíntankar og dýrmæt feitarefna-
framleiðsla, sem ekki megi koma óvinun-
um í hendur. Stjómin mótmælir opinber-
lega þessu broti á hlutleysi landsins, en
Bretinn yppir öxlum og segir: „Sorry, I
can’t help it!“ Þar við situr. Loftvarna-
byssur eru settar upp á Valhúsahæð,
Skólavörðuhæð, Öskjuhlíð og Vatnsenda-
hæð. 1 kringum þær eru stór svæði af-
mörkuð og engum leyft inn fyrir að ganga,
nema útlendum hermönnum. Skuggahverf-
ið er tæmt að fólki upp að Laugavegi og
vestur að Prentsmiðjunni Eddu, og geymar
B.P. málaðir með jarðhtum, svo að úr lofti
em þeir sem klappir og grjót. Sömu skil
em Shellgeymunum gerð, og Skildinganes-
ið tæmt að fólki. Því er komið fyrir í bráða-
birgðaskýlum í Fossvogi. Bretinn lætur
setja upp hvellar blístrur á almannafæri til
þess að vara við loftárásum. Þá er öllum
boðið að leita sér skjóls, hvar sem þeir
geta. En í bænum er hvergi skjól, og síst
neðanjarðar skjól, eins og hér er mest
þörf á, nema tveir ónefndir staðir í nánd
við Stjórnarráðið, og sum hverfi hans
em voðalega eldfim. Unga fólkinu þykir
þetta spennandi æfintýri, en gamla fólk-
ið er margt með áhyggjusvip. Margar
ungar stúlkur eru þegar orðnar á móti
Bretum. Það er af því að brezkir sjóliðar
tóku þýzka knattspymuflokkinn höndum
eins og hann lagði sig til á Hótel Island, og
höfðu nærri tekið Benedikt Waage forseta
íþróttasambands íslands með í misgrip-
um. Og svo er það eitt kvöld undir sólar-
lag, að allar blístrur Bretans kveða við
í einni svipan, svo að dynur þeirra fer eins
og málmhvellt öskur um bæinn.
Og hátt í lofti, í stefnu á Keili, sjást
sjö litlir dílar á lofti. —
Fyrsta árásin er í vændum.
Hvað gerðist í Reykjavík það kvöld?