Vikan - 16.03.1939, Blaðsíða 19
Nr. 11, 1939
VIKAN
19
Liðnir lfiiksrar. Nútíð ©g lortíd.
Framh. af bls. 11.
og Hlaðgerði í Dansinum í
Hruna eftir Indriða Einarsson.
Þessi þrjú vandleiknu kvenn-
hlutverk, öll upp á H., til minnis-
auka, gefa einmitt góða hug-
mynd um hæfileika leikkonunn-
ar, sem féll vel að sýna hið
særða stolt Hrafnhildar, mis-
boðnu ást Hlaðgerðar og upp-
reistaranda Höllu með tak-
markalausri kvennlegri fómfýsi
í baksýn. Frú Guðrún sýndi
áhorfendum íslenzka kvenn-
skapgerð, að vísu hvorki hina
djúpauðgu né hörðu, hvorki
Unni né Guðrúnu Ósvífursdótt-
ur, en miklu frekar hina mjúku
og viðkvæmu lund, sem harðnar
eins og stál, þegar henni er mis-
boðið eða hrekkur í sundur,
springur af harmi eins og
Hrefna sögunnar.
Helgi Helgason lék í fyrsta
skipti í Flensborgarskóla í Hafn-
arfirði 1893. Það var einkenni-
leg tilviljun að fyrstu leikritin,
sem hann hafði hlutverk í, voru
leikir Sigurðar Péturssonar
sýslumanns. Þar lék hann
Andrés í Hrólfi og Ólaf niður-
setning í Narfa. Er hann ein-
asti leikari síðari ára, sem
nokkuð kemur við sögu, sem
leikið hefir í þessum elztu ís-
lenzku sjónleikjum. Með leikfé-
laginu lék Helgi Helgason fyrst
sama árið og frú Guðrún og
síðast í Fjalla-Eyvindi 1923,
réttum þrjátíu árum eftir að
hann kom fyrst á leiksvið. Vildi
þá svo slysalega til er Björn og
Kári glímdu í þriðja þætti leiksins, að þumalfingur
Helga fór úr liði, og batt það enda á sýningar Fjalla-
Eyvinds að því sinni. Annars var Helgi Helgason einn
hinn liðtækasti leikari hér í bæ á sínum tíma. Þó
hann sé mönnum minnisstæðastur fyrir Kára í Fjalla-Eyvindi,
sérstaklega í síðasta þætti, sem var með ágætum, þá verður
það talið honum til mestu verðleika, að hann sýnir fyrstur með
sannindum íslenzkan vinnumann á leiksviðinu og á það ekki
illa við, þegar litið er til fyrstu hlutverkanna, sem hann lék.
Það var Indriði vinnumaður í Bóndanum á Hrauni. Það hefir
verið sagt um vinnumenn og vinnukonur í leikritum Jóhanns
Sigurjónssonar, að það talaði allt „eins og lærðar persónur" —
en hann var ekki sérlega lærður karlinn sá, sem kom út úr
bænum með axlaböndin lafandi niður á hæla, rogandi undir
skattholi og spurði, hvar það mætti standa, þegar allt var að
hrynja í jarðskjálftaógninni. Það var að leika sitt eigið þjóðlíf.
*
Þá er komið að þeim leikurum, sem framar öllum öðrum
tengja fortíð við nútíð á leiksviði voru. Það eru þau Gunn-
þórunn Halldórsdóttir og Friðfinnur Guðjónsson. I nær hálfa
öld hafa þau staðið á leiksviðinu og orðið þar samferða þremur
leikarakynslóðum. Að vísu ákvað Friðfinnur fyrir þremur árum
að hætta að leika og honum var haldin kveðjusýning í því til-
Friðfinnur Guðjónsson sem Daníel
vinnumaður.
Friðfinnur Guðjónsson sem Argan í Imyndunarveikinni 1922 og 1931.
efni, en til allrar lukku hefir hann birzt í tveimur nýjum hlut-
verkum síðan og vafalaust tekst honum að halda upp á hálfr-
araldar leikafmæli sitt á næsta ári. Hafi nokkur tregða verið
á því, að höfuðstaðarbúar fengi tækifæri til að sjá Friðfinn í
nýjum hlutverkum undanfarin ár, þá hefir hið gagnstæða orðið
ofan á hvað frk. Gunnþórunni snertir, því það má einmitt
segja, að síðari árin hafi hún tekið upp hvert hlutverkið eftir
annað, og leikið eins og hún stæði í æskublóma, en ætti ekki
44 ára leikarastarf að baki. Hvorugt þeirra, Friðfinnur né frk.
Gunnþórunn eru í tölu liðinna leikara, því þau standa enn á
leiksviðinu, — ekki einasta sem fulltrúar fyrri leikarakynslóða,
heldur sem raunhæfir þátttakendur í leiklistarstarfi nútíðar-
innar og skapandi listamenn. Það er því ofur eðlilegt, að sam-.
Vizkuspurningu þjóðlegrar leiklistar verði fyrst beint að þeim.
Gunnþórunn Halldórsdóttir lék í fyrsta skipti 29. des. 1899
í Breiðfjörðsleikhúsi Sigríði frá Stuðlabergi í sjónleik Indriða
Einarssonar, Systkinin frá Fremsta-Dal. Næsta hlutverk hennar
var svo Guðrún í ,,sýnisleik“ Einars Benediktssonar, „Við höfn-
ina“, sem var byggður á „þjóðlegum grundvelli, með frjáls-
mannlegum og djarfmannlegum pólitískum blæ, er lítt eða alls
ekki hefir borið á í íslenzkum leikritum“. Þessi sýnisleikur eða
,,revya“, sem nú er kallað, var undanfari þeirrar eldvígslu, sem
leikkonan gekkst undir í haustrigningum spánskra nótta á ævi-
hausti hennar sjálfrar, og stóðst með prýði fyrir fornar dyggðir.
Það voru hinar glaðlyndu yngismeyjar, sem frk. Gunnþórunni
féll bezt að leika á fyrstu leiksviðsárunum og svo sérkennileg
kerlingarhlutverk eins og heyrnarlausu frk. From í „Ungu
Friðfinnur Guðjónsson sem Klinke
sinnepskaupmaður.
hjónunum" og malaramaddöm-
una í „Þrumuveðri“. En frk.
Gunnþórunn var framgjörn
leikkona og hún beið þess með
óþreyju, að fá stærri viðfangs-
efni, sem reyndu verulega á
kraftana. Hún lék Hjördísi í
„Víkingunum frá Hálogalandi“
og frú Alming í „Afturgöngum"
Ibsens á fyrstu árunum eftir
aldamótin. Það voru slík hlut-
verk, sem hugur hennar girnd-
ist, því hún fann, að þar var
hún á réttri leið. En þegar verk-
efnavalið var frekar að óskum
annarra og ágreiningur varð
milli hennar og stjórnenda Leik-
félagsins, eftir fyrstu stjóm
Þorvarðs Þorvarðssonar, sagði
hún sig úr því félagi, þar sem
hún hafði verið einn stofnand-
inn, og hún gekk ekki í félagið
aftur fyrr en 26 árum síðar.
Maður fer nærri um það, að fé-
lagið hafi beðið mikið tjón við
það, að missa jafn fjölhæfa
leikkonu úr leikendahópnum og
frk. Gunnþórunn er, því áður
en hún sagði sig úr félaginu
hafði hún leikið liðlega 40 hlut-
verk. Og þó er manni þetta enn
þá ljósara, þegar litið er til þess,
sem hún hefir afkastað eftir
1930, er hún gekk í félagið aft-
ur, og var hún þó enganveginn
iðjulaus á útlegðarárunum. Á
þeim árum var hún ómissandi
1 öllum revyum Reykjavíkur-
annáls og auk þess lék hún í
ýmsum smáleikjum, þar á meðal
„Sagt upp vistinni“ á móti Sig-
urði Magnússyni og síðar Ólafi
Ottesen, og náði hún þar álíka
vinsældum og frú Stefanía með
Kristjáni Þorgrímssyni í „Trínu
í stofufangelsi“.
Framh. á bls. 22.