Vikan


Vikan - 16.03.1939, Blaðsíða 12

Vikan - 16.03.1939, Blaðsíða 12
12 VIK AN Nr. 11, 1939 Á fornum slóðum. Rasmína: Mér finnst svo skemmtilegt héma heima! Ég skil ekki, hvers ' vegna þú sækir svona út, Gissur! Erla: Pabbi er verzlunarmaSur og verður að gegna vinnu sinni. Gissur gullrass: Já, og ég verð að fara út núna! (hugsar): Þessi fínheit eiga ekki við mig! Ég fer út í gamla hverfið mitt! Þar kann ég við mig! Tobbi: Ekki er allt lífíð, þó lifað sé, Brynki! Þú átt gott! Brynki: Já, hér uppi er mér borgið, þegar madaman er í essinu sínu. En hvað er að þér í höndunum ? Tobbi: Min heittelskaða ektakvinna, skassig aMama, kast- aði logandi jámi á eftir mér, og ég ætI9í)i að stöðva það! Ungfrú Karólína (syngur og spilar): Hún sá hann bak við fjöllin á fannhvítum hesti, sem fyrstur hafði komið og varir hennar kysst! Lassi: Hún þarf ekki að óttast, að nokkur kyssi hana héðan í frá! Diddi (upp á bílnum): Það er hægt að skafa lakkið af! Frú Manga: Ertu enn að renna þér niður þakið Stjáni! Heldurðu, að ég hafi ekkert að gera annað en að bæta buxumar þínar! Frú Bina: Eruð þér ekki fegnar því, að mað- urinn yðar skuli vera kominn úr fangelsinu, Silla. Frú Silla: Nei, ég vildi, að hann væri þar enn, þá þyrfti ég ekki að vinna fyrir letidýrinu. BH Frú Malla: Mikill ræfill er hann Rikki feiti! Skyldi honum nokkum tíma detta vinna í hug! Brandur: Dettur í hug! Honum dettur aldrei neitt í hug. Sveinki: En montið í þér, brenglan þin! Hárið á þér er eins og á broddgelti. Matta: Jæja, er það, apinn þinn! Eg er nú bara falleg samanborið við þig! Steina: Ætlarðu að reyna að koma þér nið- ur! Það ert þá þú, sem stelur öllum matnum frá baminu! Manni: Hafðu betri mat á morgun! Rósa: Ég vil sitja inni í fína bílnum! Fjóla: Það vil ég líka. Komdu þá, þú getur étið brauðið inni í bílnum! Lögregluþjónninn: Þér búið á svo skemmti- legum stað! Ég skil ekki, hvemig þér getið komið hingað! Hér em alltaf eilíf áflog! Gissur gullrass: Þetta fer ekki í taugamar á mér! En veizlur og söngæfingar konunnar minnar eru að gera út af við mig!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.