Vikan - 16.03.1939, Blaðsíða 10
10
VIKAN
Nr. 11, 1939
una um leið og hann gekk fram með borða-
röðinni. Klukkustund þangað til, sagði hann
við sjálfan sig, um leið og hann læsti sal-
ernishurðinni á eftir sér. Hann settist nið-
ur á setuna, tók smá-harpismola upp úr
vasa sínum, og tók að nudda honum fast
á lófa sína. Ef hann bar harpísinn ræki-
lega á lófana, þá sefaði hann sársaukann
að miklum mun, þegar kennarinn færi að
slá hann með reglustrikunni. Og því skyldi
hann ekki slá hann? Reglustrikan var orð-
inn einn meginþátturinn í lífi Ferris í skóla-
stofunni. Sjóndeildarhringur hans tak-
markaðist af reglustrikum. Og nú fengi
hann ef til vill eitt eða tvö aukahögg. Hann
stakk harpísmolanum aftur í vasann og
fór aftur inn í kennslustofuna. Hr. Lochran
leit dálítið íbygginn á hann. Síðan opnuð-
ust dyrnar og bróðir Dunfey kom inn.
Allur bekkurinn stóð á fætur.
— Góðan daginn, bróðir Dunfey.
Bróðir Dunfey var þrjár álnir á hæð á
sokkaleistunum og digur sem naut. —
Stórt, rautt andlit hans var síbrosandi.
Lítil augun tindruðu bak við hornspangar-
gleraugun. Hann horfði gaumgæfilega á
sérhvern drengjanna. Svo snéri hann sér
að hr. Lochran og sagði í hálfum hljóðum.
— Jæja, eru nokkur vandræði núna hr.
Lochran? Hann brosti. — Nei, bróðir,
svaraði kennarinn, en í því varð honum
litið á Ferris.
— Það er einn drengur, bróðir, hélt
hann áfram, sem hefir verið dálítið erfið-
ur, en það hefir hann verið alltaf síðan
hr. Cronin var hér.
Bróðir Dunfey sagði:
— Nú, einmitt, og settist við borð hr.
Lochrans.
Þessi stóri, þrekni maður leit aftur yfir
drengjahópinn. Hann var hreykinn af sál-
fræðilegri mannþekkingu sinni. Hann hlaut
að finna þennan dreng. Kennarinn þurfti
varla að nefna nafn drengsins. Þegar augu
hans komu að Ferris, þá staðnæmdust þau.
Til allrar óhamingju var drengurinn ein-
mitt farinn að dotta aftur. Hr. Lochran
leit til prófdómarans. Þeir skildu hvor ann-
an til hlítar. Bróðirinn barði í borðið.
— Jæja, kæru börn, byrjaði hann. 1
bamalærdómi ykkar er minnst á stað, sem
kallaður er Limbo. Ég mun spyrja einn
ykkar um merkingu og upprana þessa
orðs. Við vitum allir, að það er staður.
Ég mun biðja einn ykkar að lýsa honum
og segja mér, hvar hann er, og hversvegna
hann er til. Hann þagnaði. Orðinu ,,Limbo“
skaut upp í hugum allra. Allir lögðu það
á minnið. Það var ómögulegt að vita, hvern
hann myndi spyrja.
Hr. Lochran var kominn í hinn enda
stofunnar og stóð við glervegginn þar.
Gegn um hann sá hann hinn bekkinn við
vinnu sína, og hann gleymdi bróður Dun-
fey um stund. Svo heyrði hann rödd, sem
kom honum til að snúa sér við. Hve vel
hann þekkti þessa rödd. Ferris var stað-
inn upp við borðið sitt og horfði beint á
bróður Dunfey.
— Jæja, barnið gott, segðu mér nú eitt-
hvað um Limbo. Dunfey deplaði augunum,
þau voru eins og tveir neistar á bak við
gleraugun. En Ferris horfði ekki í augu
hans. Hann horfði frekar í gegnum þau.
Orðið ,,Limbo“ hringsnérist í heila hans.
Orðið ,,Limbo“ dansaði í loftinu rétt fyrir
aftan höfuð bróður Dunfeys. Hann var að
reyna að handsama þetta orð. Hann gat
ekki svarað spurningunni, fyrr en hann
hafði handsamað það. Bróðir Dunfey rétti
úr sér í stólnum, lagði aðra höndina á
borðið, en studdi hinni undir kinnina og
hélt áfram að stara á Ferris. Þetta var
áreiðanlega drengurinn, sem hr. Lochran
hafði talað um.
— Humm, sagði bróðirinn og sat og
beið. Þetta var ekkert óvanalegt. Dreng-
urinn var sjálfsagt að hugsa sig um og
átta sig nánar. Þeir voru það ætíð. —
Honum hafði alltaf fundizt stúlkurn-
ar miklu skemmtilegri, miklu áhugasam-
ari. Drengurinn hlaut að vera treggáfað-
ur. Bróður Dunfey fannst hann verða að
hjálpa honum af stað.
— Barnið gott, ef þú hefðir lesið barna-
lærdóminn þinn vandlega------Hann þagn-
aði og leit yfir hina drengina. — Ef þú
hef ðir lesið barnalærdóminn þinn vandlega,
þá myndir þú vita, að Limbo var staður,
sem drottinn almáttugur ætlaði sérstak-
lega fyrir þá, sem------Nei. Lengra en
þetta gat hann ekki farið. Lengra vildi
hann ekki fara. Þetta var nægileg bend-
ing, hugsaði hann. En drengurinn virtist
stirðna upp, og augu hans fóru að reika
um stofuna. Á þessu augnabliki reis bróðir
Dunfey upp. Það var eins og bekkurinn
hrykki aftur á bak. En hvað hann var
stór! Hann náði næstum því upp í loft.
— Ég þekki þig, hrópaði hann og benti
með stuttum, feitum vísifingrinum á
Ferris. Drengurinn opnaði munninn eins
og til að segja eitthvað. Ámátlegt hljóð
kom úr honum — og svo lokaði hann hon-
um aftur. Síðan bar hann báðar hendurn-
ar fyrir höfuð sér, bróður Dunfey til mik-
illar undrunar, eins og til að verjast höggi.
Nú, barnið var nautheimskt. Hann steig
hægt niður af pallinum. Augu allra fylgdu
honum, er hann gekk þangað, sem Ferris
stóð. Og eftir því, sem þessi stóri maður
nálgaðist, hopaði drengurinn undan, unz
hann var rétt að segja dottinn um næsta
borð. Allir störðu á þetta, einnig hr. Loc-
hran. Þetta var mjög óvanalegt. Nú stóð
bróðir Dunfey yfir honum.
— Ég---------bróðir Dunfey, ég--------
ég skal segja yður------Bróðirinn brosti,
lagði stóra höndina á handlegg drengsins,
og sagði:
— Komdu hingað, drengur minn.
Hann fann, að hrollur fór um barnið,
undir taki hans. Huglaus ræfill, auðvitað.
Hann leiddi Ferris út á mitt gólfið. Andlit
hans var náfölt. Krampamir voru komnir
aftur, og hann var nærri farinn að æpa
upp yfir sig.
— Réttu úr þér, skömmin þín! hrópaði
hr. Lochran, reiðilega, er hann sá dreng-
inn standa kengboginn. Hann skyldi láta
hann gjalda þessa. Að gera sig að athlægi
fyrir framan prófdómarann.
Bróðir Dunfey settist niður, hallaði sér
fram á borðið, og sagði:
— Stattu þarna fyrir framan mig. Hvað
heitir þú?
Drengurinn leit undan. Það var eins og
þessi hvössu augu boruðu sig í gegnum
hann. Tunga hans loddi við góminn.
— Vertu ekki þrár, drengur minn, sagði
bróðirinn með mildri rödd.
Eldhús starfsfólksins var á bak við
skólastofuna. Hr. Lochran brá sér snöggv-
ast þangað og skildi hurðina eftir opna.
Gegnum dyrnar barst nú angandi steikar-
lykt. Ferris fannst hann standa í eldhús-
inu.Hann horfði á ungfrú Duffy setja stór-
an, safamikinn steikarbita á disk og rétta
sér. Á þessu augnabliki var hann hristur
harkalega. Hann hafði gleymt krampan-
um. Hann hafði gleymt ,,Limbo“. Hann
hafði gleymt bæði prófdómaranum og
kennaranum. Bekkurinn var ekki lengur
til. Hann var svo svangur. Og hann hafði
haft diskinn fyrir framan sig.
— Auðvitað ertu þrár, sagði röddin
fyrir ofan hann.
Ferris leit niður og horfði á gljáandi,
svörtu skóna hans bróður Dunfey. — Og
þegar drengur er þrár, þá ber það ekki
aðeins vott um slæmt uppeldi, heldur einnig
vísvitandi skeytingarleysi um trúarkenn-
ingar þær, er hann hefir lært. En Limbo
er ekki í þessari stofu, Ferris. Bróðirin
þagnaði.
Bekkurinn stóð á öndinni. Hr. Lochran
kom aftur inn í stofuna og settist í sæti
Ferris. Undir ströngu augnaráði hans,
hættu drengirnir að hvíslast á. Allt varð
aftur kyrrt, og ekkert heyrðist nema þessi
þrumandi rödd, sem hélt áfram:
— Og að skeyta ekki um trúarkenning-
arnar er þess vegna merki um-------hann
þagnaði allt í einu, þvf að Ferris var far-
inn að gráta.
Bróðir Dunfey steig aftur niður af pall-
inum, og horfði á Ferris.
— Ég er viss um, að allir hinir dreng-
irnir hefðu getað svarað þessari spurn<
ingu. Allir drengir á þínum aldri vita,
hvað og hvar Limbo er. Skapaði sjálfur
guð almáttugur það um leið og hann skap-
aði allan heiminn?
Ferris gat ekki talað. Honum var illt.
Honum hafði orðið illt af þessari steikar-
lykt, og honum fannst það alls ekki vera
bróðir Dunfey, sem stóð fyrir framan
hann, heldur faðir hans.
— Svona, komdu nú, letinginn þinn, og
flýttu þér. Þú getur fengið morgunmatinn
þegar þú kemur um hádegið. Hún systir
þín------
— Auðvitað er aðalatriðið, auðvitað er
aðalatriðið það, hrópaði prófdómarinn og
þreif allt í einu utan um Ferris miðjan,
hafði endaskipti á honum og lagði hann
þvert yfir kennaraborðið. — Auðvitað er
aðalatriðið, rót hins illa, ástæðan á bak
Framh. á bls. 17.