Vikan - 16.03.1939, Blaðsíða 9
Nr. 11, 1939
VIKAN
9
James Hanley:
PRÓFIB
Kennarinn hafði verið að gefa drengn-
um gætur nokkra stund. Hann hélt
áfram að dotta. Einu sinni rak hann
höfuðið í skrifborðið, hrökk upp og sá,
að kennarinn starði reiðilega á hann.
— Setjist þér upp, Ferris. Hvað í ósköp-
unum gengur að yður!
Allur bekkurinn starði á sökudólginn.
Drengurinn leit undan. Hann hafði reint
af öllum mætti, en hann gat ekki annað en
látið undan. Þegar hann lokaði augunum,
þá kom einhver unaðsleg tilfinning yfir
hann, og hægt og hægt fann hann höfuð-
ið síga niður. En kennarinn hafði gát á
honum. Auk þess sá hann á svip hr.
Lochrans, að hann var reiður. Hann sett-
ist allt í einu upp og reyndi að átta sig.
Kennarinn leit yfir bekkinn. Til allrar ham-
ingju var Ferris sá eini. Það var annars
alltaf Ferris, og það hafði verið að ergja
hann nú um nokkurn tíma. Það hlaut að
vera einhver ástæða fyrir því, hvað barnið
var alltaf þreytt. Svo barði hann í borð-
ið með reglustrikunni, gleymdi Ferris og
byrjaði.
— Munið þið nú, drengir, að þegar bróð-
ir Dunfey kemur inn, þá verðið þið að vera
mjög eftirtektarsamir, og svara spurning-
um hans fljótt og skýrt. Þögn. Hann leit
aftur yfir bekkinn.
— Já, hr. Lochran.
Ferris sat ennþá uppréttur. Og Lochran
varp öndinni ánægjulega og hélt áfram.
Ég býst við, að ég hafi gert mitt bezta
fyrir ykkur alla, og ef einhevr ykkar fell-
ur, þá má hann sjálfum sér um kenna.
Þessir farandbræður spyrja oft mjög ein-
faldra spurninga, svo að þið skuluð ekki
vera hræddir um að prófið verði mjög
þungt. Til dæmis--------
Hr. Lochran þagnaði skyndilega. Hon-
um hafði ekki skjátlast. Þegar hann leit
aftur á Ferris, þá var hann sofnaður. Höf-
uð hans lá fram á púltið, en lokkur af gul-
brúnu hárinu hékk ískyggilega nálægt
stóru opnu blekbyttunni fyrir framan
hann. Kennarinn steig niður frá kennara-
borðinu, gekk til drengsins og stóð og
horfði á hann nokkra stund. Á meðan litu
allir drengirnir við. En hvað Ferris var
alltaf skrítinn, hugsuðu þeir. Án hans væri
lífið í bekknum sannarlega mjög tilbreyt-
ingalaust. En Lochran tók í öxhna á Ferr-
is og hristi hann. Drengurinn var stein-
stofandi og rumskaði ekki. Þá varð hr.
Lochran reiður. Bekkurinn horfði á hann.
En hvað þeir voru athugulir. Hann hafði
aldrei haldið upp á þennan dreng. Honum
fannst hann alltof sljór. Og alltaf var hann
að sofna. Hvernig gátu yfirvöldin búizt
við, að hann liti eftir bekk með f jörutíu og
fimm drengjum fyrir tvö pund og tíu
shillinga á viku? Sérstaklega bekk með
dreng eins og Ferris. Hugsanirnar flækt-
ust hver innan um aðra í höfði hr. Loc-
hrans. Svo beygði hann sig niður og æpti
inn í eyra drengsins.
— Ferris! Vaknið þér!
Drengurinn hrökk upp með andfælum.
Hann var alveg utan við sig og glápti á
kennarann. Og þessi kjánalegi svipur á
andliti drengsins espaði kennarann, svo
hann sló Ferris litla harkalega utan undir
og sagði með skrækum róm:
— Þarf maður að vera að stumra yfir
yður allan daginn! I guðs bænum hristið
þér af yður slenið, drengur, og lítið út eins
og þér séuð í skóla, en ekki eins og api í
dýragarði.
Kennarinn gekk aftur að borði sínu. All-
ur bekkurinn var muldrandi og sumir
hlógu ofan í bringu sína. Hr. Lochran barði
hnefunum í borðið.
— Takið eftir! kallaði hann hátt. Allur
bekkurinn settist upp og leit á kennarann.
En hvað hann var rauður í framan núna,
eins og hann var vanalega fölur. Hann
bankaði aftur í borðið, og kallaði svo:
— Þögn! Takið eftir, drengir.
Eftir hálftíma kemur prófdómarinn. Ég
ætla að segja ykkur það, að hver sá, sem
ekki stenst prófið, hann skal eiga mig á
fæti. Ég hefi lagt mikið á mig ykkar vegna,
síðustu vikuna. Hann leit á Ferris. —
Takið þér eftir, Ferris?
— Já, hr. Lochran, en Lochran var ekki
trúaður á það. Honum virtist drengurinn
hafa verið sofnaður aftur, þessar fáu mín-
útur, sem athygli hans hafði verið bundin
við hina drengina. — Þér takið eftir, sagði
hann aftur.
— Já, hr. Lochran, svaraði drengurinn.
— Það er gott. Þá ráðlegg ég ykkur
öllum að sökkva ykkur niður í barnalær-
dóminn, næstu fimm mínútur. Síðan mun
ég taka af ykkur bækurnar og spyrja ykk-
ur út úr. Það komst hreyfing á bekkinn.
Drengirnir náðu í bækurnar út úr púltum
sínum og fóru að lesa. Það varð hljótt í
kennslustofunni. Kennarinn horfði frá ein-
um til annars. Góður bekkur, hugsaði hann,
að undanteknum drengnum þarna í horn-
inu. Allt í einu stökk hann upp og hljóp
til Ferris.
— Barnalærdómurinn yðar, sagði hann.
— Hvar er barnalærdómurinn yðar?
Drengurinn svaraði, að hann ætti engan
barnalærdóm.
— Lesið þér þá hjá sessunaut yðar,
sagði hann, og við sjálfan sig: — Ómögu-
legt barn. Líklega sofnar hann yfir honum.
Hann gekk aftur að kennaraborðinu, og
settist niður. Steinhljóð var í stofunni. All-
ir húktu yfir bókunum, en Lochran sat á
verði,
*
John Ferris var væskilslegur, þrettán
ára gamall drengur. Faðir hans var hafn-
arverkamaður. John hafði oft langað til
að tala við kennarann, en hann blygðaðist
sín fyrir að segja það, sem honum lá á
hjarta. Þennan morgun hafði hann vaknað
snemma, til þess að bera út blöðin. Dreng-
urinn vann hvern morgun, frá kl. sjö til kl.
hálf níu, við að bera út blöð. Þennan
morgun höfðu þau komið seint út eins og
þau gerðu oft. Ferris var þreyttur. Hann
hafði engan morgunmat fengið. Faðir hans
hafði farið út klukkan sex í atvinnuleit.
Móðir hans var dáin. Systir hans skipti
sér aldrei af honum, en lá í rúminu þangað
til eftir kl. níu á morgnana. Það var regla,
frekar en undantekning, að John Ferris
kæmi þreyttur og svangur í skólann. Hann
hefði viljað segja kennaranum frá því,
hvers vegna hann var alltaf að sofna. En
Lochran var allt öðruvísi við hann en við
hina drengina. Hann var svo harður og
strangur, og þessvegna kom Ferris litli
sér aldrei til að segja honum, hvernig í
öllu lá.
Hann sat við borðið sitt, hallaði sér yfir
öxlina á sessunaut sínum og talaði við hann
í hálfum hljóðum. Hann sagði, að sér liði
bölvanlega. Hann hefði engan morgunmat
fengið og hann hefði farið á fætur klukk-
an sex með föður sínum. Hann mundi ekki
standast prófið. Hann vissi, að hann stæð-
ist það ekki. Hinn drengurinn brosti til
hans í laumi og sagði.
— Jú, jú. Auðvitað stenzt þú prófið,
Ferris. Taktu ekki Lochran gamla alvar-
lega. Strákarnir segja, að hann sé að elta
ungfrú Duffey. Þessvegna er hann svona
mislyndur.
Ferris tók eftir hvað hörund drengsins
var hreint og mjúkt, en sjálfur var hann
gulur á hörund sem óhreinn væri. Jafnvel
fötin voru öðruvísi. Allt í einu færði hann
sig frá sessunaut sínum, og líkami hans
virtist engjast sundur og saman af kvöl-
um. Ferris hafði krampa í maganum. Hann
var svangur. Hvenær yrði klukkan orðin
tólf? Hann langaði til að líta á klukkuna,
en hann fann, að kennarinn horfði á hann.
En hvað hann gat verið mikið flón. Hann
hafði gleymt því, að í gær hafði hann ekki
komið til messu. Hann hafði farið að fiska
með tveim öðrum drengjum. Á leiðinni
höfðu þeir mætt bróður Dunfey, þegar
hann kom út úr húsi sínu. Hann reis ósjálf-
rátt á fætur, rétti upp hendina og kallaði:
— Má ég fara út, hr. Lochran?
— Hvað? Kennarinn leit upp. Það fór
hrollur um Ferris, er hann sá kennarann
standa upp frá borðinu.
— Megið þér fara út? Humm! Enginn
þarf að fara nema þér. Jæja, út með
yður, en verið þér fljótir!
— Já, hr. Lochran. Hann leit á klukk-