Vikan


Vikan - 16.03.1939, Blaðsíða 11

Vikan - 16.03.1939, Blaðsíða 11
Nr. 11, 1939 VIKAN 11 IIÐIIR LEIKARAR. Fortíð og nútíð. ÁTTUNDA GREIN Hér hefir verið brugðið upp myndum af íslenzkum mönnum og konum, sem hafa komið fram á leiksviðinu, en eru horfnir þaðan aftur. Til þessa hefir þá eingöngu verið rætt um leikara liðna tímans, liðna leikara, einnig í þeirri merkingu, að þeir eru horfnir sjónum vorum. Segja má þó, að fleiri séu liðnir leikarar en þeir, sem dánir eru. Afrek leikarans er svo nátengt líðandi stund, að þegar leikurinn er úti og leikarinn horfinn af leiksviðinu, þá er ekkert eftir nema minningin ein. Persóna leik- arans allsstaðar annarsstaðar en á leiksviðinu skiptir oss engu máli í þessu sambandi. Út frá list. Spurningunni var varpað Gunnþóhinn sem Staða-Gunna. fram að Matthíasi Jochumssyni á sínum tíma. Höfum vér lært að leika vort eigið þjóðlíf ? Fyrr en þeirri spurningu er svarað afdráttarlaust játandi, getur ekki ver- ið um þjóðlega leiklist að ræða. Það dugir ekki að benda á sýn- ingar leikrita af erlendum uppruna, eða leikara í hlutverkum út- lendingu. I bezta tilfelli verður þar að ræða um umskrift leiks og hlutverka í íslenzkt umhverfi og íslenzkar persónur, en í versta tilfelli og tíðast meira eða minna vísvitandi eftirhermuskap. Skil- yrðið fyrir þróun þjóðlegrar leiklistar var því að verður innlend leikritun. Athygli vor hefir því einkanlega beinzt að sýningum íslenzku leikritanna, og leikarahópurinn af sömu ástæðu takmarkast við þá, sem þar léku. Þegar kemur fram á fyrsta tug nýju aldarinnar, verður þessi takmörkun einnig nauðsynleg rúmsins vegna. Ef þáttur væri sagður af hverjum nýjum leikanda, sem þá kemur fram, væri sögð leiksaga þessa tímabils, en það var ékki ætlunin. Gunnþórunn og Friðfinnur í revyu-hlutverkum. Spumingin um það, hvort leikurum vorum hefir tekizt að verða við kröfu Matthíasar Jochumssonar, að læra að leika sitt eigið þjóðlíf, varðaði ekki einasta leikara fortíðarinnar. Það er mikilsvert að vita, að leiklist vor stendur föstum fót- um í þjóðlífinu fyrir langa sögu- lega þróun, og það er einnig mikilsvert að vita, að liðnir leikarar vorir hafa verið þess megn- ugir, að skapa verðmætar þjóðlífslýsingar, kunnað að leika sitt eigið þjóðlíf, en það væri fánýt vizka, ef spurning Matthíasar fengi neikvætt svar, þegar hún er borin upp við leikara nútíð- arinnar. — Þá mætti nú þegar breyta þjóðleikhúsinu við Hverf- isgötuna í kartöflukjallara eða kornforðabúr. Ef þjóðleg leik- list fær ekki inni þar, er hið dýra hús byggt utan um einkis- verða hluti, og þá væri skárra að taka það í aðra notkun en til sýninga á kvikmyndum og skrípaleikjum. Leikara-kynslóðin, sem nú stendur á leiksviðinu, er hin þriðja í röðinni, sem því nafni verður nefnd. Fyrsta kynslóðin, með Árna Eiríkssyni og Krist- jáni Ó. Þorgrímssyni, heyrir alveg fortíðinni til, en af ann- arri leikarakynslóðinni eru ekki alhr fallnir í valinn, og standa jafnvel nokkrir leikarar, sem til hennar verða taldir, enn þann dag í dag á leiksviðinu, en aðrir hættir eða mikið til hættir að leika. Þessir leikendur tengja saman fortíð og nútíð, og það er því nauðsynlegt að líta á starf þeirra. Eftir því, sem áður segir um afrek leikarans, fellur sú athugun ekki utan við annað aðalsjónarmið þessa greinaflokks, en er hinu, sem tekur til þjóðlegrar leiklistar, til skýringarauka. Gunnþórunn Halldórsdóttir sem Nilla í „Jeppa á Fjalli". Gunnþórunn og Marta Indriðadóttir sem Ingveldur í Tungu og Gróa á Leiti í „Pilti og stúlku". * Þegar leiklistarlífið stóð með mestum blóma á árunum fyrir stríð og þar á eftir, voru þær iðulega nefndar í sömu andránni: frá Stefanía og frú Guðrún. Frú Guðrún Indriðadóttir var um langt skeið önnur aðalleikkona þessa bæjar. Hún byrjaði að leika árið fyrir aldamót í amerískum sjónleik, Esmeralda, sem gert hafði mikla lukku í Danmörku í þýðingu og lagfæringu Eriks Bögh. I næsta leik á undan hafði Marta systir hennar leikið smáhlutverk, og var þetta upphaf þess, að sex dætur Indriða Einarssonar komu fram á leiksviðinu á næstu árum. Þær systur, Guðrún, Marta og Emelía Indriðadætur, léku síðan með Leikfélaginu, frú Guðrún til 1929 eða í rétt þrjátíu ár, en Marta og Emelía enn þann dag í dag. Af þeim systrunurn hafði frú Guðrún vafalaust mesta og glæsilegasta hæfileika til að bera. Komu þeir hvað greinilegast í ljós í leik hennar á móti Jens B. Waage í aðalhlutverkum sjónleikja eins og Alt-Heidelberg og John Storm, en þó einkanlega í Fjalla-Eyvindi, þar sem hún lék Höllu á móti Kára Helga Helgasonar. Við hlið Höllu ber að skipa Hrafnhildi í Höddu-Pöddu Guðmundar Kambans Framh. á bls. 19.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.