Vikan


Vikan - 16.03.1939, Blaðsíða 23

Vikan - 16.03.1939, Blaðsíða 23
Nr. 11, 1939 VIKAN 23 Æfintýri Óla í Afríku. Óli og liðþjálfinn hafa lagt út í mikinn leið- angur til að leita að hvítum fíl. Skottulækn- irinn hefir sýnt þeim, hvar þeir geti fundið hann, en samt sem áður------------ hefir Númi höfðingi og menn hans náð í hvíta fílinn. Þeir halda, að hann sé heilagur og dansa villidansa í kringum hann. Litli, hvíti fíllinn er alveg ruglaður — og þegar villimennimir em hættir að dansa, flýtir hann sér í burtu, án þess að þeir skipti sér nokkuð af því. Hann er forustufíll grárrar hjarðar, og fer nú að leita hennar. Það líður ekki á löngu áður en hann finnur hana. Hann heilsar fílunum með rananum, alveg eins og við heilsumst með handarbandi. Gráu fílamir em ánægðir yfir að vera búnir að fá foringja sinn aftur. Númi leggur af stað með sínum mönnum til þorpsins, sem er langt inni í landinu, en á leiðinni fer Númi út úr hópnum og fer í allt aðra átt aleinn. Óli og liðþjálfinn fara eftir tilvisun skottu- læknisins. Nú eru þeir að komast að staðnum, þar sem hvíti fíllinn á að vera. Óli: Það ætti ekki að vera vandi að finna hvíta fxlinn hér, Geir. Hér er gott útsýni — Liðþjálfinn: Mér finnst fjöllin hálf ömurleg, ÓU, og þögnin, sem ríkir hér! Númi hefir farið á móti mönnunum án þess að vita það, og sér nú allt í einu Óla og liðþjálfann. Hann stöðvar hestinn. Hann skoðar hvíta menn óvini sína. Liðþjálfinn: Hér skulum við vera í nótt, Óli. Það er farið að dimma, og við komumst ekki lengra í dag. — Hvomgur þeirra hefir komið auga á höfðingann, sem situr um þá.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.