Vikan


Vikan - 16.03.1939, Blaðsíða 5

Vikan - 16.03.1939, Blaðsíða 5
Nr. 11, 1939 VIKAN 5 SVIPIR ÚR DAGLEGA LÍFINU: kjigi É eiini nitln. Tuttugasti og fjórði marz 1916 rann yfir ísland sem ósköp meinhægur og atkvæðalaus dagur, er menn væntu sér einskis af, fram yfir aðra virka vetrardaga. Þann morgun sem aðra, bjóst þjóðin til starfa, til lands og sjávar, bæði af gömlum vana og hinni fórnfúsu skyldu- rækni við sjálfa sig og lífið, sem neyðir fólk til að fara á fætur fyrir allar aldir. f Grindavík hyssuðu sjómennirnir upp um sig skinnbrókunum og réru til hafs eftir meiri fiski. Og þennan morgun inn- byrti seglskipið Esther frá Reykjavík full- fermisþorskinn eftir níu sólarhringa veiði- dvöl á Selvogsbanka, dró segl að húni og sigldi áleiðis til Reykjavíkur, en þar lagði það upp áfla sinn. Ekki var amalegt að sigla svo miklum afla í höfn í svo ljómandi veðri — og auðvitað hlaut að koma að því að Esther væri búin að fiska nóg. En hin- ar stoltu, fengsælu veiðihetjur áttu nú fyr- ir hendi að kynnast þeim raunhæfu sann- indum, sem þeir reyndar munu hafa þekkt áður, að á skammri stundu skipast veður í lofti — því er komið var móts við Sand- gerði brast skyndilega á norðan stórviðri með fannkomu og frosti, og svo kom, að Esther amlaði ekki á móti ofviðrinu. Var því aðeins um annað tveggja að ræða: láta reka fyrir sjó og vindi eða leita skjóls og landvars suður fyrir Reykjanes, og var síðari kosturinn valinn. Er komið var móts við nesið voru dregin niður segl og skipið látið reka í nálægt klukkustund — en er þá var ákveðið að leita landvars suður fyrir nesið, sáu skipverjar opinn bát skammt undan, og höfðu bátsverjar greini- lega fullan vilja á að þumlunga sig áfram í áttina til skipsins. Fyrsta viðleitni skip- verja til að koma hinni nauðstöddu báts- höfn til hjálpar var að ranga skipinu unz auðið var að kasta kaðli út í bátinn, og var hann hafður í togi aftan í skipinu um stund, meðan skipverjar réðu ráðum sín- um um það, á hvern hátt tiltækilegast mundi að ná mönnunum upp í skipið, án þess að slys hlytist af. Varð að ráði að draga bátinn upp á kulborða og tókst með lagi að ná öllum bátsverjum ómeiddum um borð. Stóðu tveir og tveir við borðstokkinn og gripu einn og einn bátsverja í hvert skipti og báturinn sogaðist upp að skip- inu svo nam við borðstokkinn. Hrakningsmenn þessir sögðust vera úr Grindavík og höfðu þeir ekki náð landi sakir óveðursins. Töldu þeir að svipað mundi vera ástatt fyrir fleiri bátum á þessum slóðum. Bátur hrakningsmanna var nú hafður í togi og reynt að sigla nær landi — en eftir skamma stund grilltu skipsverjar annan bát, er einnig hafði eygt skipið og reyndi að nálgast það. Og litlu síðar komu tveir bátar aðrir í ljós með stuttu millibili .Er skemmst af því að segja, að þessar þrjár skipshafnir björguðust nauðuglega en þó ómeiddar upp í skipið, til viðbótar við þá, sem áður var bjargað. Höfðu þá skipsverj- ar á Esther bjargað fjórum bátshöfnum frá Grindavík, eða alls 38 mönnum, sem ella mundu hafa gist á mararbotni þetta kvöld. Skipshöfnin var 27 menn og voru nú gestir og heimamenn 65 talsins innan þilja í Esther Utlu. Hrakningsmenn voru allir gegndrepa og reyndu skipsmenn eftir föngum að hjúfra að þeim, færa þá úr bleytunni, lána þeim þur föt, gefa þeim næringu — en nógar voru vistir í Esther, þótt eldfæri og matarílát væru af skorn- um skammti fyrir svo marga. Brunnu nú stöðugt eldar undir matarpottunum, og veitti ekki af. Nú var degi tekið að halla og veðrið fremur harðnaði en lægði. Var því ákveðið að reyna að sigla austur með landi og komast þangað, sem mögulegt yrði að liggja við stjóra og á þann hátt varðveita bátana. En eftir skamma siglingu rifnaði afturseglið, svo draga varð niður til við- gerðar — og þegar aðgerðum var lokið hafði rekið svo langt undan landi, að ekki reyndist mögulegt að sigla, sökum stór- sjávar og stórviðris, og var því ekki um annað að gera en að láta reka sem vildi, — en við það fylltust bátarnir og slitnuðu aftan úr hver um annan þveran. Og því lengra sem dró frá landi óx brimið, svo nú lá undir áföllum. Var þá losuð kjöl- festa skipsins og varpað fyrir borð, og fór það síðan betur í sjó þó veðurhæðin væri sú sama. Var nú skipið látið reka fram á hádegi komanda dags, en þá tók nokkuð að slota veðrinu, og um kvöldið seint, eða snemma nætur, varð komist í landvar undir Krísuvíkurbjargi. Þegar kjölfestunni var fleygt, tóku sumir að ugga fyrir um Guðbjartur Ólafsson, skipstjóri á seglskipinu Esther, er bjargaði fjórum bátshöfnum frá drukknun á einu kvöldi. Síðar bjargaði Guðbjart- ur þrettánmanna áhöfn af enskum togara, sem var í þann veginn að sökkva við Vestmannaeyjar. Guðbjartur hefir nú um tíu ára skeið verið hafnsögumaður hér í Reykjavík. Hann verður fimmtugur á þriðjudaginn kemur, og hefir því bjargað rösku mannslífi á ári til jafnaðar, síðan hann fæddist, framtíðina, og kvað þá einhver hafa muldr- að í barm sér, að ekki mundi vera allur munurinn á því, að farast af Esther eða með áttæringnum sínum. Á morgni hins þriðja dags, eða morgun- inn eftir landvarstökuna undir Krísuvíkur- bjargi, var enn of hvasst til að fært væri milli skips og lands í Grindavík, en um nón lygndi til muna og hafði Esther sig þá á kreik og sigldi með flagg við hún grunnt undan Grindavík. Kom þá bátur frá landi og mun óþarft að taka það fram, að mikil fagnaðarlæti urðu í Víkinni, er það spurðist, að fjórar bátshafnir þaðan, sem taldar voru af, reyndust að vera heil- ar á húfi um borð í Esther. 1 skjótri svipan risu húsfreyjur og heimasætur úr draumlausu móki örvænt- inga og trega og brugðu á glaðan leik til að hita súkkulaði og baka pönnukökur, er þær létu færa skipsmönnum með þökkum og þakkaþökkum fyrir allt, sem þeir höfðu gert. Síðar launuðu Grindvíkingar lífgjöf- um sínum með rausn og heiðursgjöfum. Það eru nú tuttugu og þrjú ár liðin síðan atburður sá bar til, sem nú var rak- inn í skemmstum aðalatriðum. Hve miklu tjóni var afstýrt með því, að seglskipið Esther frá Reykjavík valdi þann kostinn að leita landvars undir Reykjanesi óveðurs- kvöldið tuttugasta og fjórða marz 1916, fremur en að láta reka, verður aldrei met- ið til f jár né vegið á metaskálar verald- legra auðlegða. Við getum látið okkur nægja að spyrja einnar spurningar: Hve margt af því æskufólki, sem með athöfn- um sínum og lífsþrá er Grindavík dags- ins í dag, hefði aldrei fæðst í þennan heim, ef bátshafnirnar fjórar hefðu farist fyrir tuttugu og þremur árum. Það veit enginn. Og við getum haldið áfram að spyrja, hverju það geti breytt og hverju það geti valdið, að 38 menn drukkni á einni nóttu. Það veit enginn. S. B.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.