Vikan


Vikan - 05.04.1939, Blaðsíða 6

Vikan - 05.04.1939, Blaðsíða 6
6 VIKAN Nr. 14, 1939 BERLÍN. Berlin bleibt doch Berlin, segir Berlínarbúinn í tíma og ótíma, hvenær sem rætt er um borgina við Spree, höfuðborg hins þýzka ríkis. Eiginlega var það tilviljun ein, að höfuðborg Þýzkalands hét Berlín, en ekki Kollen. Fyrir rúmum sjö hundruð árum bjuggu Vindar, slavneskur þjóðflokkur, í þorpinu Kollne á Spree- bökkum. Þar var ferjustaður yfir ána, því að þar rann hún milli sandhóla, en bæði vestan og aust- an um mýrarflæmi mikil og foræði. Kollnebúar þeirra tíma lifðu mest megnis á fiskveiðum, en höfðu þó nokkrar tekjur af ferðalöngum og kaup- sýslumönnum, er þeir fluttu yfir ána. Þá hafði í nokkrar aldir búið germanskur þjóð- flokkur á Norður-Þýzkalandi. En vegna sundr- ungar þeirra urðu Slavar um tíma yfirsterkari og tóku nokkuð af landi þeirra. En þetta breyttist snögglega í byrjun 12. aldar- innar, er kristin trú breiddist út frá Suður-Þýzka- landi, norður og austur á bóginn með munkum og riddurum þeirra hertoga, sem höfðu land þetta til yfirráða. Munkarnir kenndu fólkinu, auk trú- arbragðanna, landbúnað, garðyrkju og handiðnað, og voru um margt hinir nýtustu menn. Riddar- amir veittu þeim vemd, reistu kastala og víg- girtu borgir, — og þá var Berlín sett á stofn á Spree-bökkum, andspænis Vindaþorpinu Kollne. Um uppruna og þýðingu nafnsins ber mönnum ekki saman. Flestir setja það þó í samband við greifaætt nokkurra, sem tók sér bólfestu í hinni nýju borg. Fyrirliði þeirrar ættar hét Albrecht der Bar. Hafði hann björn í skjaldarmerki sínu, og er bjöminn enn í skjaldarmerki Berlínar. Sonar- synir þessa greifa keyptu land það, sem Berlín var reist á, af slavneskum hertogum, og veittu Kollne, og síðan Berlín, kaupstaðaréttindi. Hrnni ungu borg vegnaði betur en borginni á hinum árbakkanum. Ibúamir höfðu lært af munk- í hinum nýja ríkiskanzlarabústað. Setustofa Gangur og biðsalur i kanzlarahöllinni. unum að rækta jörðina og breyta mýrar- og sand- flæmum í akra og garða. Þeir gátu lifað betra lífi, og vom auk þess undir strangari aga heldur en Vindamir. Samkeppnin milli þessara borga var mikil. Á meðan Kollne byggði eina kirkju, byggðu Berlínarbúar tvær. Þá var í Kollne byrjað á ráð- húsbyggingu, en skömmu seinna vom komin tvö ráðhús í Berlín, og verzlun og viðskipti færðust smátt og smátt yfir til Berlínar. Og loks varð Berlín ofan á, er Friedrich her- togi af Hohenzollen lagði undir sig Brandenborg- arhéraðið 1415 og gerði það að aðsetri sínu. Hertogaætt þessi réð fyrir Berlín fram til 1918, því að Vilhjálmur annar var afkomadi Friedrichs hertoga í beinan karllegg. Þessi ættliður hafði, fyrst sem kjörfurstar í Brandenburg, síðan kon- ungar Prússlands og síðast keisarar Þýzkalands, gert Berlín að höfuðborg. Og Berlín óx og dafn- aði með þessari fursta- og hertogaætt, unz sögu þessarrar ættar lauk á gráum nóvemberdegi 1918. Ástæðumar fyrir frægð og hróðri stórborga

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.