Vikan


Vikan - 05.04.1939, Blaðsíða 10

Vikan - 05.04.1939, Blaðsíða 10
Nr. 14, 1939 10 VIKAN Þegar við vorum búnir úr glösunum, fylgdi hann heyrði hann loka útidyrahurðinni með af við hann. Svo að maður þorði ekki einu sinni að hugsa sér---------. — En hún? — Hún var ástfangin, sagði Leverett með ástríðulausum róm. — Já, já, hún var áreiðanlega ástfangin af honum. En ekki eins og hann. Það þýðir ekkert að búast við kraftaverkum. Hann tilbað hana, og hún var ástfangin af honum. Það var ágætt---------og þó lá við harmleik strax í upphafi. Hún átti barn, og það gekk illa. Þeir gátu ekki bjargað því, þótt þeir björg- uðu henni sjálfri með herkjubrögðum. Þegar henni var batnað, vöruðu þeir Brovra við því, að önnur barneign myndi ríða henni að fullu--------. En ef til vill leið- ist yður þetta? Yður finnst fæðingar og dauði hversdagslegir hlutir? Það er dag- legt brauð fyrir yður. i:. — Ég hefi verið j'læknir í fjörutíu ár, ; sagði ég, en ennþá finnst mér hvorki fæðing né dauði hversdagslegt. Haldið þér áfram. Leverett yppti öxl- um. — Ég ætla að hlaupa yfir næstu ár- in. Brown 'breyttist ekki, en tilfinningar hennar hafa víst eitt- hvað f jarað út, því að hann átti ekki ann- að barnið. Og fyrst læknar hafa ætíð rétt fyrir sér, eins og þér vitið---------. Hann þagnaði og baðaði út höndunum. — Hver faðirinn var? Nei, ekki þá — — í þetta sinn var það barnið, sem þeir gátu bjargað. Og er hann hafði jarðað konu sína, leigði hann eins góða barnfóstru og hann hafði efni á, og hélt heimili vegna barnsins. Leverett starði dap- urlega á mig. — Skáldsögurnar segja alltaf rangt frá þessum málum. Eft- ir þeim ætti Brown að hafa hatað barnið. Hann átti það ekki, og það hafði kostað hann konu hans. En einhvernveginn var það svo, að honum þótti vænnaogvænna um litla krílið, þegar fram í sótti. Það var unun að sjá þau sam- an, þegar barnið fór að vaxa. En þá skeði dálítið einkennilegt— — — Barnið varð örfhent. Þér munuð segja, að það sé ekkert að marka? En það hafði líka þann skrítna vana, að lyfta upp annarri augnabrúninni, þegar það spurði að einhverju. Svona--------nei, ég get það ekki! En þér skiljið kannske, hvað ég meina. Ég kinkaði kolli. — Það er sjaldgæft. Eitthvert ólag á samstillingu tauganna. Mér finnst það heldur aðlaðandi. — Brown fannst þetta vera yndislegt. En samt kvaldi það hann. Því að nú vissi hann, skiljið þér? Aðeins einn maður, sem hann þekkti hafði þennan vana, og hann var einnig örfhentur. Það var George Raw- son, — bezti vinur hans. — En það var engin sönnun . . . — Ég er ekki að tala um sannanir, sagði mér til dyra, og ég keðju. Leverett þrjózkulega. — Ég er að reyna að skýra fyrir yður, hvernig þetta eitur verkaði í huga hans. Að gruna ekkert í svona langan tíma, en verða svo allt í einu viss. Það skiptir engu máli, hvort hann hafði á réttu að standa eða ekki. Að vera farið að finnast svona vænt um þetta barn, sem hann hafði alið upp. og vera svo minntur á það á hverjum degi, hvernig það var til komið. Þér eruð læknir og vitið, hvernig menn breytast, er þeir verða fyrir svona áfalli, — brjálaðir menn, ef þér viljið svo vera láta — — — Á meðan hafði Brown tekið upp vinskap sinn við George Rawson, og hann gerði ekkert til að spilla honum. Hann þagði og beið. Hann vissi, að einhverntíma, þegar staður og stund væru hentug, og þegar hann hafði hugsað sér, hvernig hann ætti að fara að því, þá myndi hann drepa hann. Leverett tróð aftur í pípuna. — Nú skiljið þér líklega, hvernig hann fór að því. Ég hristi höfuðið. — Með sótkústi, sögðuð þér áðan. — Hluta af sótkústi. Ekki með kústin- um sjálfum, heldur með skaptinu, sem er skrúfað saman eins og silungastöng. Það hafði legið nokkurn tíma í verkfæra- skemmunni hans og honum datt í hug, að hægt væri að nota það. Við þrír höfðum verið nágrannar í mörg ár, gátum gengið hver um annars hús eins og heima hjá okkur, og hver þekkti nákvæmlega allar venjur hinna. Daginn, sem við Rawson fórum í þessa löngu gönguferð, notaði Brown tækifærið, og lokaði fyrir gasið á mælinum. Síðan fór hann upp og opnaði leiðsluna í svefnherberginu. Það var ólík- legt, að Rawson tæki eftir því, nema hann þyrfti að nota eldavélina, og lang senni- legast, að hann borðaði á veitingahúsi með mér, þar sem hann hefði gengið allan dag- inn, og það gerði hann. — Þegar við Rawson kvöddumst við dyrnar, stóð Brown rétt hjá okkur í garð- inum. Hann beið þangað til Ijósið í svefn- herberginu var slökkt og hálftíma í viðbót, líklega þangað til hann heyrði George byrja að hrjóta. Nóttin var mild og kyrr, og honum lá ekkert á. Að lokum tók hann skaftið og skrúfaði það saman, læddist að glugga Rawsons og lokaði honum með því. Síðan hefir hann sennilega beðið nokkra stund, þangað til hann var viss um, að George hafði ekki vaknað. Hitt var ofur auðvelt. Hann tók skaptið sundur aftur, setti þá einn og einn bút inn um kjallara- gluggann, og skrúfaði þá saman jafn óð- um. Síðan þreifaði hann í myrkrinu, þar til hann fann hanann, opnaði fyrir gasið með hringnum, sem var á endanum, dró skaptið út aftur og tók það sundur. Brown stingur bögglinum undir regnfrakkann og labbar heim. Búið! — En ef Rawson hefði vaknað, varð mér að orði. — Það var engin áhætta fyrir Brown. Hann hefði aðeins þurft að finna aðra leið, Framh. á bls. 18.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.