Vikan


Vikan - 05.04.1939, Blaðsíða 9

Vikan - 05.04.1939, Blaðsíða 9
Nr. 14, 1939 V IK A N 9 Erfðamerkið. Smásaga eftir ANTHONY MARSDEN. Meðan ég lagði áhöldin mín frá mér, starði gamli Mr. Leverett rólega yfir vatnið til Lugano. Ég sagði: — Þér biðjið mig um að segja yður sann- leikann. Hann sneri sér við, brosandi. — Við skulum segja, að ég biðji yður um að staðfesta hann. Þegar þeir sendu mig hingað fyrir tveim árum, sögðu þeir, að ég gæti lifað í þrjú ár, svo að eftir lög- málum stærðfræðinnar og læknisfræðinn- ar----— —? — Ég er hræddur um, að þeir hafi haft rétt fyrir sér. Gamli maðurinn kinkaði kolli. — Læknar hafa ætíð rétt fyrir sér — en þakka yður samt fyrir. Eftir þetta sá ég hann oftar — en ekki sem læknir, heldur sem vinur. Læknisfræð- in gat ekki hjálpað honum lengur. Ég hafði þegar heyrt hjá Englendingunum í bæn- um, að hann hefði áður verið lögreglu- maður, og þegar við vorum orðnir kunn- ugir, spurði ég hann þeirrar spurning- ar, sem lögreglumenn hafa líklega verið spurðir af kunningjum sínum frá alda öðli, hvort hann hefði nokkurntíma verið viðriðinn morðmál. Hann sendi mér eldsnöggt augnaráð, hálf gamansamt og hálf alvarlegt, sem ég var orðinn vanur við í samræðum okkar. — Ég var í sérstakri deild, sagði hann, — sem fór með pólitísk mál, grunsamlega útlendinga og því líkt. Eina morðið, sem ég hef verið bendlaður við, var sjálfsmorð --------. Hann þagnaði og deplaði augun- um. — Einhverntíma skal ég segja yður skrítna sögu um það. En ekki varð þó úr því fyrr en sex mán- uðum seinna, þegar við sátum í rökkrinu í súlnaganginum hans, er sneri út að vatn- inu. Það var gott dæmi um þurrt og til- gerðarlaust fas hans, að hann var hálfn- aður, áður en ég gerði mér ljóst, að hann var að segja mér sögu. Um leið og hann tróð í pípuna sína, sagði hann: — Þegar ég fékk stöðuna við Scotland Yard, þá flutti ég út í Epsom. Ég átti þar góðan vin, George Rawson að nafni. Yður hefði fallið vel við George. Hann hafði lag á því að gera fólk hrifið af sér, jafnt karla sem konur. Persónuleika, skiljið þér. Flesta sunnudaga fórum við í langar gönguferð- ir, og oftast lauk þeim með góðum kvöld- verði í veitingahúsi, því að þegar menn eru einhleypir og þjónustustúlkan fer um hádegið, þá nenna menn ekki að vera að pukra með leirtau seint á kvöldin---. Þetta kvöld, sem ég er að tala um, vor- um við búnir að ganga venju fremur langt, og er við höfðum borðað og vorum komnir að hliðinu hans, þá var ég alveg til með að stinga mér í rúmið. Ég bjó spölkorn þaðan í sömu götunni. En hann sagði mér að koma inn, því að við gætum báðir tekið eitt glas enn. Ég fór því niður í kjallar- ann hans eftir drykknum, en hann fór að loka gluggunum vel og vandlega. — Ég hafði oft hent gaman að honum vegna þessa. Hann fór oft út og skildi hús- ið eftir opið allan daginn, en á nóttunni --------lásar og slær, alveg eins og gömul piparkerling. Hann læsti jafnvel svefnher- bergisdyrunum sínum. Þegar við vorum búnir úr glösunum, fylgdi hann mér til dyra, og ég heyrði hann loka útidyrahurð- inni með keðju. Þetta var í síðasta skipti, sem ég sá hann lifandi. — Morguninn eftir, þegar ég var á leið- inni til járnbrautarstöðvarinnar, heyrði ég að kallað var á mig og sá lögregluþjón koma hlaupandi niður stíginn frá húsinu hans. Þjónustustúlka Rawsons hafði ekki komizt inn í húsið og hafði fundið gas- lykt. Hún náði í lögregluþjóninn, og hann brauzt inn um glugga, og þegar hann hafði brotið svefnherbergishurðina upp, þá lá George Rawson þar dauður í rúminu og kraninn á gasofninum opinn. — Maðurinn var á leiðinni til mín, þeg- ar ég gekk framhjá, bæði vegna þess, að hann vissi, að George og ég vorum vinir, og vegna stöðu minnar. Ég fór yfir í húsið með honum, og ég man, að hann benti mér sérstaklega á gasmælinn, sem var niðri í kjallaranum, rétt hjá stiganum. Hann sagði: — Mér þætti vænt um, ef við gætum gert þetta að slysi, Mr. Leverett. Segjum svo, að hann hafi ætlað að kveikja á ofn- inum, og fundið að leiðslan var lokuð. Segj- um, að hann hafi gleymt að loka kranan- um í svefnherberginu aftur, og svo kann- ske seinna, þegar hann var sofnaður, ef að köttur hefði stokkið inn um gatið þarna og komið niður á hanann á gasmælinum --------. En það gæti samt ekki verið. Haninn er nógu laus, en hann opnast, sé honum snúið upp, en ekki niður. Það var loftgat uppi við kjallaraloftið, beint ofan við mælinn, ferhyrnt gat, gler- laust, en með sterkum járnstöngum fyrir. — Það gæti engan veginn verið, sagði ég. — Hann hefði ekki þurft neina gas- hitun í júní. Og hann hafði lokað svefn- herbergisglugganum. Hann var ekki van- ur því. Lögregluþjónninn var mjög æstur: — Hann var sómamaður og vinur yðar, Mr. Leverett. Mér hefði þótt vænt um, að það hefði verið slys — ef við gætum látið það heita svo! En það gátum við auðvit- að ekki, svo að það var úrskurðað sjálfs- morð, með gömlu klausunni um geðbilun, og nokkrum hugleiðingum frá dómaran- um, og svo var ekki meira um það--------. En það var samt ekki alveg eins einfalt og það virtist vera, því að George Raw- son var myrtur. Ég hrökk við. Gamli maðurinn hafði komið mér á óvart. — Myrtur! Hvernig? — Með sótkústi, sagði Leverett. Ég gat aðeins glápt á hann. Læknar verða ekki undrandi yfir smámunum, en þegar manni er sagt, að maður, sem hefir drepið sig á gasi, hafi verið myrtur með sótkústi! — Þetta hefir þá komizt upp seinna? sagði ég. — Nei, það komst aldrei upp. — En ef að þér vissuð það? Þér voruð þó vinur hans----------. — Hvers vegna ég sagði ekki frá því? Hann leit á mig og hallaði svolítið undir flatt. — O, það voru ýmsar ástæður til þess. Staða mín, til dæmis. Það hefði kannske þótt einkennilegt, ef ég hefði viðurkennt að hafa ekki tekið eftir því, sem lá í aug- um uppi. Og svo var Rawson dauður, og það hefði ekki vakið hann aftur til lífs, þótt banamaður hans væri hengdur. Auk þess komst ég að þeirri niðurstöðu, að hann hefði verðskuldað það, sem hann fékk. Það er til franskur málsháttur, sem segir: — Tout comprendre — ---------. — Komið þér með söguna, greip ég fram í. — Franski málshátturinn yðar skemmist ekki, þótt hann sé geymdur. — Sagan byrjar fyrr, sagði hann. — Sex árum fyrr. Og hún er um mann, sem ég hefi ekki nefnt ennþá. Hann var vinur Rawsons. Hann hét — — — jæja, það skiptir ekki máli, barnið hans er á lífi. Við skulum segja, að hann hafi heitið Brown----------. — Brown hafði þekkt Rawsön álíka lengi og ég, og alveg eins vel, þangað til um sex árum áður en Rawson dó. Þá gift- ist Brown, og eftir það sáumst við sjaldn- ar. _ Við-------? Leverett kinkaði kolli. — Við þrír. Brown þurfti oft að fara að heiman, vegna stöðu sinnar — til aðalhafnarbæjanna og til útlanda. I gamla daga vorum við vanir að eyða fríum okkar saman, fara í göngu- ferðir og þess háttar. En nú helgaði Brown konu sinni allar frístundir sínar. Honum þótti mjög vænt um hana-------------. Málrómur Leveretts var ennþá blátt áfram og tilgerðarlaus, en samt fannst mér einhver æsing í síðustu setningunni. Hann hélt áfram: — Það var eins og maður yrði hálf hræddur við að sjá hann með henni. Skilj- ið þér, hvað ég meina? Manni fannst, að ef eitthvað færi aflaga, þá myndi það gera út

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.