Vikan


Vikan - 05.04.1939, Blaðsíða 16

Vikan - 05.04.1939, Blaðsíða 16
16 VIKAN Nr. 14, 1939 leitt og hún frekast getur, og notar sér, að Pia Monica er byrjandi. Anna hefir reynt að ganga á milli þeirra, en Gretl réðist þá á hana. — Þér eigið að vera á saumastofunni. Hvað kemur yður þetta við? Ég verð að kenna henni, ef hún á að verða góð sýn- ingarstúlka. — En þér kveljið hana. — Hvað gerir það til, þó að ég geri það ? Hún verður að kynnast lífinu. Anna andvarpar og dregur sig í hlé. En Pia Monica er ekki eins vitur og Anna. Hún þjáist föl og róleg eða felur sig og grætur í einrúmi. Með miklum erfiðismun- um reynir hún að gera sitt bezta. En það er ekki í eðli hennar að afvopna óvini sína með blíðu og smjaðri. Guð minn góður! Hvílíkt kvikindi gat mademoiselle Rose verið við Önnu undir eins og hún kom á saumastofuna! Hún fann að öllu, skamm- aði hana. Þá var það Anna, sem þjáðist, reyndi að gera allt eins vel og hún gat og grét í einrúmi. Síðan dó Vassja, og Anna varð allt í einu tilfinningalaus og vitur. .— En hvað þér eruð almennilegar, mademoiselle Rose, að leggja svona mikið á yður mín vegna, gat hún sagt, þegar mademoiselle Rose henti kjólunum í hana aftur. — Ef þetta hefði farið svona út í verzlunina, hefði madame Andrée tekið eftir því, og það hefði komið yður í slæma klípu. Mademoiselle Rose varð alveg undrandi og hætti alveg að finna að vinnu Önnu. Samt sem áður hélt Anna áfram að sýna henni allt. — Þér hafið alltaf verið svo góðar við mig, mademoiselle Rose. Vilduð þér gjöra svo vel og líta á þetta fyrir mig? Mademoiselle Rose hélt, að hún hefði alltaf verið góð við Önnu og fór að verða það. Nú dáist hún blátt áfram að henni. Ef það hggur mikið á einhverjum kjólnum, svo að Anna þarf að verða eftir á sauma- stofunni, þrífur mademoiselle Rose kjól- inn út úr höndunum á Önnu. — Ég skal ganga frá þessu. Ungi mað- urinn bíður áreiðanlega eftir þér. — Góða mademoiselle Rose, mér er ómögulegt að láta yður — — þér eruð svo góðar. — Reyndu að koma þér af stað! segir hún skipandi við Önnu. — Ef þú ferð ekki strax, kasta ég straujáminu í hausinn á þér. Mademoiselle Rose rífst við madame Andrée, ef hún ætlar að láta Önnu vinna eftirvinnu. — Litla stúlkan verður að fara heim! segir hún hvellri röddu. — Hún er í tímum — madame Lucienne vill, að hún læri klæðskerasaum. Hvað eigum við að segja við hana, ef hún fær ekki að fara í tím- ana? Allir beygja sig fyrir röksemdinni. Anna fer í kápuna sína og hleypur leiðar sinn- ar. István bíður sjaldan eftir henni núna. Hann er önnum kafinn á næturskemmti- staðnum. — Þegar við erum búnir að skreyta sal- inn, hefi ég meiri tíma, segir István. —- Þá verður alveg nóg, að ég líti þangað inn um níu eða tíu leytið. Anna kinkar kolli, en það er kökkur í hálsinum á henni. Áður langaði hana til, að István ynni eins og annað fólk. Nú, þegar hann er farinn að vinna, er það ekki eins og Anna hafði hugsað sér. Eitt kvöldið bíður Pia Monica eftir henni á götunni í stað Istváns. Hin dökku augu hennar ljóma, ljósa hárið og hvítu tenn- urnar ljóma líka, og hún spyr Önnu, hvort hún vilji ekki drekka te hjá sér daginn eftir. Pabba sínum og mömmu langi svo til að sjá hana og þakka henni fyrir að hafa hjálpað Pia til að fá atvinnu. Anna hlær, tautar eitthvað, að það sé allt Bardichinov frænda að þakka, hún hafi aðeins viljað gera fyrirtækinu greiða — og lofar að koma. Daginn eftir er laug- ardagur, þær eiga frí seinni hluta dags- ins. Anna klæðir sig vandlega, en er ekkert óróleg. Heimsókn til ítalska ráðherrans skýtur henni ekki skelk í bríngu. Þegar allt kemur til alls, þekkir hún heilmikið til ráðherra, til dæmis Liiv frændi, ef það er þannig tekið, og einu sinni fór Bardi- chinov frændi með Önnu á Café Royal, þar sem hann ætlaði að tefla við Venizelos. Svo að ráðherra er ekki neitt til að gera veður út af. Meneghetti er mjög dökkur yfirlitum og lítill maður. Andlitsdrættir hans eru á eilífu iði, og hann hefir falleg, dökk augu. Pia hefir alveg eins augu og hann, en að öðru leyti er hún lík mömmu sinni, sem er kuldaleg, Ijóshærð fegurðar- gyðja með fíngerða húð. Það er líka eitt annað, sem Pia hefir af pabba sínum, og það eru hinar löngu, grönnu, órólegu hendur, sem hreyfast með miklum yndis- þokka líkt og í dansi. Undan loðnum, hvít- um augnabrúnum skjóta svört augun eld- ingum. Hið þunna, silfurgráa hár hans rís upp af enninu eins og tvö lítil horn. Þessi litli, dökki maður minnir á freist- arann. Hann er fullur af fjöri, vizku og glettni. Anna verður strax hrifin af honum. Eftir fimm mínútur tala þau saman eins og gamlir vinir. Anna hefir gaman að hinu létta skapi hans, hinu greindarlega, þung- lyndislega háði, og henni finnst hún aldrei hafa séð eins yndislegan mann og Meneg- hetti. Þau tala um allt milli himins og jarðar. Sérhver athugasemd hans er frum- leg og ákaflega skemmtileg. — Kventízka ? segir hann. — Einu sinni var sú tíðin, að karlmenn gengu í skraut- legum og skrítnum fötum. Þá hefir verið gaman að lifa. Nú eru allir karlmenn eins klæddir. Þeir eru í svörtum fasistaskyrt- um eða svörtum rússablússum. Og allir eru með eins húfur. Húfur eru hættulegri en allt annað, mademoi.selle Anna. Munið, hvað ég segi. Við getum gengið út og hengt okkur, þegar þið konur eigið jafn örðugt með að þekkja húfurnar ykkar í fata- geymslunni og við karlmenn eigum nú. — Ef konur fara að ganga í einkennis- búningum, verðum við Pia Monica hung- urmorða, segir Anna. — Alveg rétt. Og margt annað, sem hefir þýtt fegurð í þessari aumu veröld, mun hverfa með öllu. Kvenréttindahreyf-' ingin, mademoiselle Anna! Það er bezt, að þér gætið einnig að henni. Ykkur konum hefir skjátlazt, mademoiselle Anna, þið hafið valið ykkur vitlaust heróp. Þið hafið beðið um kvenréttindi, þó að þið um leið af frjálsum vilja sleppið öllum ykkar rétt- indum. Þið hafið gefið okkur miklar gjaf- ir, gjafir í vinnu og sköttum. Þið hafið los- að okkur við þá skyldu að vinna fyrir ykk- ur, gifta ykkur og hjálpa ykkur í káp- urnar. Ég á ekki við, að ég ætli ekki að hjálpa yður í yðar.----Má ég taka utan af appelsínu fyrir yður, mademoiselle Anna? Á borðinu er kaffi, nóg af ávöxtum og sætt rauðvín — ítalskt teborð. Húsmóðir- in, sem er hálfu höfði hærri en maður hennar, er kuldaleg og utan við sig og tekur engan þátt í samræðunum. Anna, sem þekkir lífið lítið, þrátt fyrir skynsemi sínar verður ásátt við sjálfa sig um, að hún sé mjög tigin og líti bæði niður á mann sinn og gest þeirra. Anna heldur, að Meneghetti sé stórgáfaður maður af lágum stigum, sem hafi barizt harðri baráttu til að verða ráðherra og kvænzt greifainnu. Hún veit ekki, að hæfileikinn til að vera eðlilegur er gjöf, sem aðeins nokkrir útvaldir menn fá, einkum þeir, sem tilheyra þeim útvöldu í anda og að menntun. Hún veit ekki, að þessi fyrirmennska madame Meneghettis krystallast utan um hina heiðvirðu met- orðagirnd oddborgaranna. Meneghetti gæti notað markgreifatitilinn, ef hann kærði sig um. Kona hans er dóttir heiðvirðs kaup- manns. Alveg sama, Önnu þykir leiðinlegt að þiirfa að fara. Hún hleypur niður stigana í Montparnasseveitingahúsinu. Einhver stendur upp um leið og hún hleypur í gegn- um fordyrið. Það er István. — Ég sá inn til ykkar og heyrði, að þú varst þar. Þú skalt ekkert vera að flýta þér heim. Ég sagði, að við færum í kvikmyndahús. En við förum ekki þang- að. Nú kemur þú heim með mér. Anna hristir höfuðið og brosir gremju- lega. Uppástungan er ekki ný. István hef- ir þrábeðið hana um þetta í margar vik- ur. 1 vikur? Nei, í marga mánuði, að kalla allan tímann, sem hann hefir þekkt Önnu. En næturskemmtistaðurinn og síðustu vik- umar hafa aukið sjálfstraust hans svo, að hann krefst þess nú, að Anna komi með sér. Þau fara frá veitingahúsinu, síðan seg- ir Anna þurrlega: — Við skulum fara í kvikmyndahús. Ég borga. — Þú þarft þess ekki, ég á nóga pen- inga-----. En Annuska. Elsku, litla Anna. mín------.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.