Vikan


Vikan - 05.04.1939, Blaðsíða 17

Vikan - 05.04.1939, Blaðsíða 17
Nr. 14, 1939 VIKAN 17 Til sjós Við Óli ætluðum að laumast að heim- an og fara til sjós. Við vorum ásáttir um það. Annars kemur það ekki oft fyrir, að við séum sammála um nokkurn hlut, því að við erum bræður. Ég held, að það sé ekkert frumleg hug- mynd að laumast að heiman til að verða sjómaður. Það eru áreiðanlega þúsundir drengja, sem dettur þetta sama í hug, en yiö Óli þykjumst alls ekki vera frumlegir. Jæja, okkur hafði nú dottið þetta í hug, þegar við vorum að ljúka við sögur Marr- yats kapteins. Ég veit ekki, hvað þær eru mörg bindi, en þau eru mörg, — og ágæt öll. Allt í einu varð okkur það ljóst, að við gætum ekki verið þekktir fyrir annað en að fara til sjós og koma heim eftir nokkur ár með fullar hendur fjár. En hvað við vissum, hvað pabbi og mamma mundu verða undrandi og kát. — En hvernig komumst við í burtu? spurði ég. Við sátum á ráðstefnu úti í eldi- viðargeymslu, þar sem við lékum okkur oft. — Það er ofur einfalt, sagði Óli. — Við göngum niður að höfn og laumumst um borð í einhverja skútuna. Við felum okkur í lestinni og komum ekki í ljós fyrr en við erum komnir út á rúmsjó. Þá verða þeir að hafa okkur um borð. Við verðum létta- drengir, — og svo kemur hitt af sjálfu sér. Jæja, þetta gat nú orðið nógu gaman. Við ákváðum að byrja æfintýrið strax, — áður en mamma kallaði á okkur. Þegar við komum niður að höfninni, lágu þar ótalmörg skip. Þau voru mismun- andi stór, og sum með seglum, en önnur með vélum. Við löbbuðum um og skoðuð- um þau. Okkur fannst allir horfa á okkur. Þar að auki voru landgöngubrýrnar svo langar, að það var ómögulegt að hlaupa eftir þeim án þess, að tekið yrði eftir því. Að lokum sáum við litla skútu, sem lá dá- lítið afskekkt. Landgöngubrúin var stutt, og það virtist enginn maður vera á þilfar- inu. — Við förum um borð í þessa, hvíslaði Óli. Hann þaut yfir brúna, og ég á eftir. Við komumst heilu og höldnu um borð og þut- um að lestinni, sem var opin. 1 sömu andrá stakk eldrauðhærður strákur hausn- um upp úr lúkarnum og kallaði: — Halló, strákar! Hvað eruð þið að gera hér? Óli varð ruglaður. — Við — okkur langar til sjós, stam- aði hann. Rauðhærði strákurinn glotti. — Jæja, svo ykkur langar til sjós, sagði hann og gekk að okkur. Við gláptum á hann, og hann á okkur. — A-ha, sagði hann, — þið ætlið að stel- • • • BARNASAGA ast með „Önnu Soffíu“. — Ha-ha, þið eruð svei mér klárir. — Já, sagði Óli. — Þú, sem ert létta- drengur, ættir að geta skilið, að okkur langar til að komast í æfintýri. Viltu ekki hjálpa okkur? Strákurinn klóraði sér á nefinu. — Eigið þið peninga? spurði hann. Óli leitaði í vösum sínum. Hann rétti stráknum 25-eyring. Rauðhærði strákur- inn hrifsaði peninginn af honum og stakk honum 1 vasa sinn. — Þið verðið að bíða þangað til við komum aftur, sagði hann. — Þá skal ég hjálpa ykkur. Nú er það ekki hægt. Karl- inn er vakandi. — Hvenær komið þið aftur? spurði Óli. — 1 næstu viku. — Eruð þið ekki að fara í langferð? Léttadrengurinn lokaði öðru auganu eins og hann væri að hugsa sig um. — Jú, sagði hann. — En ekki núna. — Hefir þú farið víða? — Já, já, sagði vinur okkar. — Ég hefi verið við miðjarðarlínuna. Þar var svo ógurlega heitt, að við urðum að hafa hæn- urnar inni í kæliskáp. — Hversvegna? leyfði ég mér að spyrja. — Annars verptu þær harðsoðnum eggjum. — Þú hefir komizt 1 sitt af hverju, sagði Óil hrifinn. — Hefir þú aldrei orðið skip- reika? — Ég held nú það. Síðast var ég nærri drukknaður. — Segðu okkur frá því, sögðum við báðir í einu. Léttadrengurinn klóraði sér í höfðinu. — Jæja, sagði hann, — það var í Kyrra- hafinu. Við fengum ógurlegan storm — ofsarok. Allt lék á reiðiskjálfi. Seglin rifn- uðu, siglan brotnaði og skipið liðaðist að lokum í sundur. Ég og kokkurinn kom- umst upp á mjótt borð, sem var á floti. Þarna sátum við í marga tíma og vorum að deyja úr hungri. — Hvað svo? spurði Óli. — Þá köstuðum við hlutkesti um það, hvor ætti að éta hinn. Kokkurinn átti krónu í vasanum. Hann kastaði henni upp, en borðið var svo mjótt, að hún féll í sjó- inn, og hákarl gleypti hana. Rauðhærði strákurinn glápti á okkur. Við vorum ákaflega hrifnir. Hann hélt áfram. — Jæja, ég náði í styrtluna á hákarl- inum. Við skárum hann og lifðum á honum þangað til okkur var bjargað. En kokkur- inn var bálreiður. — Hversvegna? — Þegar hann fór að leita að krónunni Halló, strákar! Hvað eruð þið að gera hér? sinni í maga hákarlsins, voru þar aðeins 70 aurar. Vitið þið, hvernig á því stóð? — Nei, sögðum við báðir í einu. — Það var af því, að hákarlinn er svo fljótur að melta. Hann var búinn að melta 30 aura af krónunni. Við Óli horfðum hvor á annan. — En hvað þú hefir komizt í margt, sagði blessunin hann bróðir minn. — Já, og þetta er allt saman heilagur sannleikur, svaraði strákurinn, — annars væri ég ekki hér. Við flýttum okkur í land. — Komið þið í næstu viku, hrópaði rauðhærði strákurinn á eftir okkur. — En þið verðið að minnsta kosti að hafa með ykkur krónu. Þá skuluð þið fá að koma í langferð. — Jæja, krónu, — alveg eins og þá, sem hákarhnn át, hrópaði Óli. Við námum fyrst staðar þegar við komum að hafnarhúsinu. Óli spurði einhvern mann kurteislega, hvert skútan „Anna Soffía“ færi. — „Anna Soffía“, sagði maðurinn. — Hún flytur kartöflur á milli Sámseyjar og Kaupmannahafnar. Léttadrengurinn þar er sá mesti lygalaupur, sem ég hefi nokk- urn tíma þekkt. Við þökkuðum fyrir upplýsingamar og gengum heim í hægðum okkar. Okkur langaði ekki lengur til sjós. Heima í eldi- viðargeymslunni sátum við drykklanga stund hvor á móti öðrum og mæltum ekki orð af munni. Að lokum sagði Óli: — Þessi saga var 25 aura virði. — Og ég var honum sammála. En þeg- ar öllu var á botninn hvolft, var bezt að vera heima. # Móðirin: Hvernig líður kennara þínum? Óli: Hans hönd og hjarta er hætt að slá. Móðirin: Er hann dáinn. Óli: Já, loksins er hann dáinn. * Móðirin (þegar Páll litli kemur heim eftir fyrsta daginn í skólanum): — Hvernig féll þér, Palli minn, við kennar- ann í dag? Páll: — Ég held, að ég læri ekki mikið af honum. Hann vissi ekki neitt og þurfti því alltaf að. spyrja mig.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.