Vikan


Vikan - 05.04.1939, Blaðsíða 7

Vikan - 05.04.1939, Blaðsíða 7
Nr. 14, 1939 VIKAN 7 geta verið æði margar: Míinchen er fræg fyrir bjórinn, Vínarborg fyrir valzana, Rómaborg fyrir páfastólinn, París fyrir stjórnkænsku og tízku, Rio de Janeiro fyrir leguna. Ekkert slíkt er fyrir hendi, þegar Berlín á í hlut. Frægð hennar er af svipuðum uppruna og frægð Lundúna, en þó með þeim mikla mismun, að áhrifa Berlínar hef- ir lengst af einungis gætt í Evrópu. Hér sat Frið- rik Vilhjálmur kjörfursti, sem fyrstur allra lands- höfðingja kom landi sínu aftur á réttan kjöl eftir þrjátíu ára stríðið, er var í þann veginn að koma allri Mið-Evrópu á vonarvöl. Nokkru síðar var það Friðrik mikli, sem gerði Prússland að auga- steini álfunnar. Einni öld síðar varð Bismarck svo áhrifamikill, að stjórnarleiðtogafundur sá, sem hann stjórnaði í Berlín 1878, réð örlögum mikils hluta hins menntaða heims fram til alda- móta. Vilhjálmur II., sem kom til valda eftir Bismarck, gat litlu bætt við frægð Berlínar sem stjómaraðseturs, en bætti hana og víðfrægði, sem borg fagurra lista, og átti sinn þátt í því að koma þar upp leik- og söngleikhúsalífi, sem hefir hald- izt síðan. Hin örlagaþrungnu úrslit heimsstyrjaldarinnar komu einna þyngst niður á Berlín, og glataði hún þá tign sinni sem keisaraborg. Gömlu viðhafnar- húsin og allmargar stjórnarbyggingar höfðu misst mikið af gildi sínu. Bærinn stækkaði ört vegna iðnaðarins, sem var að vaxa upp í úthverf- unum. Gömlu götumar í miðbænum urðu of þröngar, — allt varð úrelt. Árið 1933 táknaði tímamót fyrir Berlín. Hið nýja stjórnarfyrirkomulag leiddi nýja athyglisöld yfir þessa borg. Stjórnarvöld annarra ríkja tóku þá að gefa Berlín auga, eins og á dögum Friðriks mikla og Bismarcks. Og svo vom það Olympiuleikarnir 1936, sem ollu meiru um frægð Berlínar en nokkuð annað. Það hafði verið ákveðið, að Olympiuleikar skyldu fara fram í Berlín 1916, undir vernd Vilhjálms keisara. En það fórst fyrir, eins og annað fleira, í blóðbaði heimsstyrjaldarinnar. Tuttugu ámm síðar rættist ósk Þjóðverja um að fá að gangast fyrir Olympíu- leikunum. Ekkert var sparað til þess að gera leiki þessa sem bezt úr garði. En samt kom þá í ljós, að allmikið skorti á, að Berlín væri sá viðhafnarbær, sem bæri það með sér, að vera fremsta borg mikils ríkis. Og var upp úr því hafizt handa að gera Berlín að Forgarður við innganginn í kanzlarahöllina. Blysför í tilefni af afmæli ríkisstjómarinnar. sannkallaðri höfuðborg. Síðan hefir fjölgað svo ört opinberum byggingum í Berlín, að Berlínarbúinn áttar sig ekki á þessu. Flest ráðuneyti, en þau eru um tuttugu, hafa fengið nýjan bú- stað, ríkisforseta- og kanzlarabústaðnum var slegið saman í eina nýja, stórfellda heild, ríkisbankinn fékk þak yfir höfuðið, hverri einustu jámbrautarstöð borgarinnar var breytt, um leið og hún var stækkuð. Um íbúðarhús og nýbýli starfandi fólks voru sett ný ákvæði varðandi stærð og bygg- ingarlag, verksmiðjum veitt verðlaun fyrir hrein- legustu vinnusali, vistlegustu samkomu- og borð- sali fyrir starfsfólkið. Unnið er dag og nótt svo að breyting þessi taki ekki allt of langan tíma, og allt er miðað við það tvennt, að gera Berlín um allt að fremstu borg Þýzkalands, og að koma á gatna- og umferðakerfi, sem hæfi nútíma sam- göngum. Mestar verða þessar breytingar á hinum svo- kölluðu „Ost-West-Achse“ og „Nord-Siid-Achse“. Seinni „öxullinn" verður, fyrir norðan Berlín, tengdur við akveg þann, sem liggur að Eystra- salti. Akvegur þessi er ekki einungis ætlaður Berlínarbúum til skemmtiferða og vikulokadvala við Eystrasaltið, heldur einnig fyrir mjólkurflutn- inga til borgarinnar, því að Berlínarbúar neyta um 5 millj. lítra af nýmjólk á dag, þrisvar sinn- um meira en af bjór, þó að hann sé þar mikið þambaður, bæði af Berlínarbúum og gestum þeirra.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.