Vikan


Vikan - 05.04.1939, Blaðsíða 20

Vikan - 05.04.1939, Blaðsíða 20
20 VIKAN Nr. 14, 1939 Hattabúð Akureyrar Sigríður Kristjánsdóttir. Sími 43. Hafnarstræti 95. Akureyri. Sendum um land allt gegn póstkröfu. Búðar- innréttingar Bekki í samkomuhús og fleira. Seljum og búum til í fjölbreyttu úrvali: Hatta, Hattaskraut, Kraga, Hanzka og Hnappa. Ein klukkustund f himnaríki Framh. af bls. 5. að ganga vestur yfir hraunið til Hafnar- fjaðar. Og í hvert skipti og hann kom fram á hæð eða hraundrang, hugði hann, að nú myndi hann eyja Hafnarfjörð. En það voru vonbrigði á vonbrigði ofan, því þá varð fyrir ný hæð, og svo önnur hæð, sem luktu um hann á alla vegu. Þreyttur óð hann gljúpan mosann og sökk í meyran, sólbráðinn snjóinn milli rindanna og sótt- ist ferðin seint. I sex klukkustundir gekk hann og bar skíðin á bakinu, og þegar rökkva tók kom hann að litlum bæ við stórt vatn. Þar barði hann að dyrum og bað um mjólk að drekka. En bóndinn í Urriðakoti hélt á grátandi ungbarni og átti enga mjólk. Og göngumóður skíðamaður- inn haltraði fram með tjörninni og yfir ás- dragið til Hafnarfjarðar. Það var langur vegur fyrir lúinn mann. En nú-------þarna var Urriaðkot, ljós, ferköntuð skella hjá litlum polli milli koll- óttra þúfna —! Og það var ekki stein- snar yfir ásinn til Hafnarfjarðar. Upp úr grárri auðninni standa tvær stengur, eins og flaggstengurnar við hliðið á Iþróttavellinum. En það blaktir enginn fáni við hún á þessum stöngum, og þær virðast standa þarna í algerðu þýðingar- leysi, beint upp í loftið. Litli kassinn á milli þeirra gefur heldur ekki ýkja mikl- ar vonir um að vinna nokkurt verulegt gagn í þessum heimi. Þetta er endurvarps- stöðin á Vatnsenda. Og þarna eru Vifilsstaðir, lítil hús á litlu túni — hæli hinna veiku, þeirra sem þrá að íifa, en hljóta að deyja. Lítill lækur rennur úr lítilli tjörn og fellur til sjávar, eða kannske það sé sjór- inn, sem rennur upp í þessa litlu tjörn. Allt er jafn flatt og sviplaust. En litlu húsin við litla lækinn er rafstöðin við Elliðaár. Þetta orkuver, sem lýsir oghitaraðnokkru heimili 35 þúsund manna, er líta svo til, að þeir séu stórir og geti svo mikið. Hvað skyldi guði finnast um þetta fólk? Skyldi hann ekki hafa sínar ákveðnu skoðanir á yfirlæti okkar og fánýtu brauki og bar- áttu? Eða sér hann yfirhöfuð alla leið niður á jörðina — því þótt Örninn vaggi sér í fjögur þúsund og átta hundruð feta hæð, þá er langt upp í sjálfan himin- inn. Við f júgum aftur yfir Reykjavík, og nú nokkru lægra en fyrr. Þessi glufa í óskapn- aðinn er Skólavörðuholtið. Þangað var einusinni farið til að horfa yfir heiminn, og fólkið var ánægt með þann sjónarhól og þær f jarvíddarsýnir, sem holtið lét því í té og þær hugmyndir, er það gaf um stærð veraldarinnar og veldi. Akureyringar og Eyfirðingar! Þetta tölublað VIKUNNAR verður sent á hvert heimili í Eyjafirði til þess að gefa þeim, sem ekki hafa áður séð VIKUNA, tækifæri til þess að kynnast þessu skemmtilega blaði. VIK A N er eina litprentaða blaðið hér á landi, 24 blaðsíður, og flytur fræð- andi greinar, skemmtilegar sögur, laglegar auglýsingar, skrítlusíður og margt fleira, sém allir hafa ánægju af að lesa. Ennfremur eru, að meðaltali, um 50 myndir í hverju blaði. — Áskriftargjaldíð er kr. 1,50 á mánuði. Umboðsmenn VIKUNNAR í Eyjafirði eru: Akureyri: Hr. Richard Ryel, Hafnarstræti 100, Hr. Árni Bjarnason, Helga-Magrastræti 2. Kolgrímsstöðum: Hr. Garðar Jóhannesson. Möðruvöllum: Hr. Eggert Davíðsson. Umboðsmenn óskast á Dalvík, í Hrísey og á fleiri stöðum. beztir leindó Aðalstr. 4. Simi 1174 Húsgagnavinnustofa ÓLAFS ÁSGRÍMSSONAR Smíðar Húsgögn allskonar Sími 120 Strandgötu 33 AKUREYRI.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.