Vikan


Vikan - 05.04.1939, Blaðsíða 5

Vikan - 05.04.1939, Blaðsíða 5
Nr. 14, 1939 VIKAN 5 Ein klikkislnii i hiinaríki. D eint af augum, mót rísandi sól og heið- um himni, beint af augum upp í kristaltært allsleysið, sem skilur himin- blámann og jörðina, beint af augum þang- að, sem fuglarnir fljúga og ljós og myrkur hverfur yfir heiminn. Hægt og hægt nær himninum. Góðan daginn, guð á himnum! # — — Þannig hófst hún þessi himna- ríkisferð með „TF Örn“ og Agnari Kofoed- Hansen við sjómvölinn. Við vorum í þrjú þúsund og þrjú hundmð feta hæð yfir miðju Álfta- nesi, girtu grárri reim af smásteinum — það var fjöruborðið. Við, fátæk börn hversdagsleikans og lífsbaráttunnar, eigum því ekki að venjast að líta niður á hrafn- ana, þegar þeir þenja vængina og taka dýfur í heiðloftunum. En þetta var hrafn. Þarna velti hann sér nokkram sinnum og lét sig falla, og þarna sveigði hann yfir silfurskygndan Skerja- fjörð eins og svoíítið sótfjúk, og hvarf inn í gráa Öskjuhlíðina. Gráskjótt þúst á miðju nesinu! Bessastaðir — hið fornfræga mennta- og valdasetur. Tugir og hundruð ungra Islend- inga eru læstir inni ámm saman til að læra utanbókar mikið mál um Bessastaðavaldið. Gat svo lítill staður átt svo merka sögðu, að það gæti svarað kostnaði, — þessi gráa þúst. Og Örninn sveigir hægt til austurs og flýgur norður yfir Digraneshálsinn. Búnaðarfél. Is- lands gaf höfuðborgarbúum kost á að nema land í Digraneshálsi á síðast- liðnu hausti, og fengu þar færri landskika en vildu. Ötulir menn og ósérplægnir hafa brotið þar land í vetur, sprengt grjót, borið í hrúgur, reist sér geymsluskúra og nokkr- ir reist sumarhús. Hvergi í þessu landi myndi mönnum detta í hug að brjóta svo illt land og hrjóstmgt. En þeir, sem elska Flugmynd af Laugarnesi, Viðey og Sundunum. Fyrsta grein af þremur um hringflug yfir Reykjavík og nærsveitir Reykjavíkur. Eftir S. B. i jörðina, vinna kraftaverk. Og kraftaverk ' er það, ef Digraneshálsinn á fyrir að , verða að blómlendum og akurreinum. En - dálitlar ójöfnur, og verk hinna ötulu manna, grjóthrúgurnar, sem þeir tíndu, og kofarnir, sem þeir reistu, barnalegir smá- munir og fánýtt, sviplaust glingur. Sunnan í Öskjuhlíðinni greinir sig fer- hymt svæði frá öðm róti mannanna í landið. Þessi herhymingur minnir á smækkaða mynd af barnaleikvelli með ótal sandkössum á víð og dreif. Þetta er kirkju- garður hinna dauðu. Og Shell-geymarnir í Skerjafirði, þessi bákn, sem við horfum upp til og erum langan tíma að ganga í kring um, eru nú eins og skilvindukollur á hvolfi. Allt stórt verður lítið, og veldi hins jarðneska hrikaleiks rennur út í blá- tært loftið, sem á sér engin endamörk — nema niður á við. Fram undan er Reykjavík, þyrping af mismunandi löguðum hlutum, höfuðborg hins íslenzka ríkis — og þarna réttir hún biðjandi, biksvarta armana út í hafið. Það eru hafnargarðarnir. Lítill bátur með langri kjölrák rennir inn í þetta mikla fang. Örfirisey, Engey og Viðey eru svo- lithr haustbleikir hólmar, og Tjömin er móbrúnt foræði. Ekki vatn, heldur leðja og óhreinindi. Stórhýsin miklu, Þjóðleikhúsið, Landa- kotskirkjan og Listasafnið í Skólavörðu- holtinu em næsta smá og minna á mann- virkin, sem börnin klippa út úr Famillie- Journal og geyma í leikfangakössunum sínum. Bláfjöll séð úr lofti. Esjan, stórt fjall og snævi þakið. Við stefnum í áttina að stóra f jallinu og lítum niður á fannhvítar brúnirnar. Bláf jöllin em kollóttar mishæðir. Það virðist ekki ýkja mikil mannraun að khfa slík fjöll. Lang- jökull, Hofsjökull og Hekla em þama framundan, það er stutt þangað.-------- Örninn sveiflar sér austur og lit- ast um, yfir fjöll og haf og him- inn — og ekkert á alla vegu. Hér undir er mikil, grá flatneskja í svörtum ramma hrauna og f jaUa. Það er Þingvallavatn. Og suð- austur í silfurgliti sólarinnar og hafsins rísa mórauðir hólar úr hvítu þokubelti hins f jarsta sjón- baugs. Það eru Vestmannaeyjar. Suður. Nú horfum við niður í paradís skíðafólksins, Hveradali, Kolviðarhól. Lítill stígur eftir ávalri hlíð og fáeinir svartir díl- ar á sífelldu kviki. Það er skíða- brautin í Flengingarbrekku. — Skíðakappinn Birgir Ruud er farinn, en skíðaæska lands- ins bíður enn. — Fjögur þúsund og átta hundruð feta hæð — og Agnar Kofoed- Hansen stöðvar Örninn, gefur honum fyrirskipun um að nema staðar. Og hann hnykkist andartak í blátæru loftinu — og stöðvast. Flugmaðurinn opnar gluggann og tekur myndir. Hann er að handsama augnabliksmyndir þessara litlu fjalla og ætlar að eiga þær, þegar hann kemur aft- ur niður á jörðina. Leiðin frá Kambabrún til Reykjavíkur er nú svo stutt, að það er blátt áfram hlægilegt, að menn skyldu verða úti á svo skömmum vegi. Þessi litli spölur! Hve mennirnir þurfa lítið til að villast og frjósa í hel! Vestur yfir Sandskeiðið og Svínahraun- ið, í áttina til hafs- og Reykjavíkur. Fyrir viku fór maður á skíðum suður með Bláfjölum, og er hann hafði gengið á móts við Helgafell, tók hann þá ákvörðun Framh. á bls. 20. TF-öm skilar póstpokum á Akureyri. Agnar situr á vængnum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.