Vikan


Vikan - 05.04.1939, Blaðsíða 14

Vikan - 05.04.1939, Blaðsíða 14
14 VIKAN Nr. 14, 1939 Spakmæli um konur og ástir. Það bezta við það, sem er lið- ið, er, að það er liðið. En konur vita aldrei, hvenær tjaldið er fallið. Þær vilja alltaf hafa sjötta þáttinn, og ef áhuginn fyrir leiknum er horfinn, stinga þær upp á því að byrja á ný. Oscar Wilde. * Ástin er dáin, en mér þykir ákaflega vænt um það, sem liðið er. Við skulum láta okkur dreyma það, sem hefði getað orðið. Dostojewski. * Ef maður lætur konu halda, að maður haldi, að hún vilji — þá vill hún ekki. En ef maður læt- ur hana halda, að maður haldi, að hún vilji ekki —- þá vill hún. Walter Pullitzer. * Húsin eru eins og mennimir, sem búa í þeim. Victor Hugo. * Skáld mitt er vonin, málari minn endurminningin. Comtesse Diane. Eftirmiðdagskjóll. — Þessi kjóll er ákaflega einfaldur, en ljóm-, andi laglegur. Hann er úr mjúku ,,Viyellá“ efni. Að framan er hann hrepptur niður í mitti. Honum fylgir stuttur, víður jakki. * Stafróf ástarinnar er — and- varp. Arnold Haultain. Gætið vel að f æ ð u barnanna, einkum á meðan þau eru í skóla. Skólabörn lifa á alltof þurri fæðu. Matmálstímunum verð- ur að haga eftir þessu. Gefið börnunum eitthvað heitt og kraftmikið, bæði áður en þau fara í skólann og þegar þau koma úr skólanum. Dálítið tillit verður að taka til mat- vendni barnanna og ekki má neyða þau til að Ijúka því, sem þeim hefir verið skammtað. Kennið börnum yðar að borða án þess að sóða sig út eða borðið og að drekka án þess að sötra. Látið börnin byrja snemma á því að borða við borðið með fullorðna fólkinu, svo að þau læri að borða fallega. Aðal- reglurnar við borðhaldið, sem börnin þurfa að læra, eru hér um bil þessar: Að sleikja ekki hnífinn. Hafa hnífinn í hægri hendi, en gaffal- inn í vinstri. Tala ekki með munninn fullan af mat. Teygja sig ekki yfir disk sessunaut- arins. Taka litla bita og tyggja vel. Drekka hægt. Rétta öðrum það, sem þá vantar. Sitja bein við borðið. Gæta þess, að diskurinn líti ekki sóða- lega út þegar þau hafa lokið snæðingi. Það er mikið verk og erfitt að halda bókum hreinum í opn- um bókaskápum. Það er nauðsynlegt að þurrka daglega af bókunum og dugir samt ekki til. Fyrir ungar húsmæður, sem verða að gera öll húsverk sjálfar og hafa ef til vill lítilla barna að gæta, væri mikill léttir að þurfa ekki að hugsa um rykið í bókaskápunum. En það þyrftu þær ekki, ef það væru glerhurðir fyrir skápunum. Að vísu eru gamlir bókaskápar með glerhurðum komnir úr tízku, svo að það verður að taka eitthvað annað til bragðs. Hvað segið þið um að láta setja renni- hurðir úr gleri fyrir nýtízku bókaskápa? Þið skuluð athuga þetta vel. Neðstu hill- urnar í bókaskápunum eru líka alltaf leiðinlegar og óþægilegar. En það ætti ekki að vera mikill vandi að bæta úr því. Hvernig væri til dæmis að hafa lokaða hirzlu neðst í bókaskápnum? Borðhald barna Bókaskápar Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Hallfríður Bjömsdóttir og hr. Björgvin Frederik- sen, vélvirkjameistari. Heimili þeirra er í Garða- stræti 8. (Sig. Guðmundsson tók myndina). Gömlum sumarkápum ma breyta með litini iyrir- höfn, svo að þær verði ems og nýjar. Á uppslögin og hornin á þessum frak..a liefir aðeins verið sett hvítt „piquet", sem þolir vel þvott. Það er talið, að tvennt hafi hús- mæður sízt vilj- að verða án, af (þeim nauðsynjavörum, sem fluttar voru hingað til landsins, áður en innflutnings- höftin komu til sögunnar. En það var: þvottaduftið Flik-Flak, frá þýzku verk- smiðjunni Ilka, og kaffibætirinn Ludvig David. Ludvig David vantaði í eitt ár, en þá kom hann aftur, og.Flik-Flak hefir að telja verið ófáanlegt í nokkur ár, en er nú nýkomið aftur á markaðinn. Komið aítur

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.