Vikan


Vikan - 05.04.1939, Blaðsíða 11

Vikan - 05.04.1939, Blaðsíða 11
Nr. 14, 1939 VIKAN 11 egar heimsstyrjöldinni lauk, var ég send á sjúkrahús fyrir liðsforingja, sem höfðu orðið brjálaðir í stríðinu. Mér þótti gaman að vinnunni, því að sjúkling- arnir voru allir kurteisir við okkur hjúkr- unarkonurnar. Ég man, að meðal sjúkling- anna var ungur, ljóshærður flugliðsforingi, sem ég ætla að kalla Garðar. Hann var einn á herbergi og var skemmtilegri og skynsamari en allir hinir sjúkhngarnir. Hann minntist aldrei á stríðið eða framtíð sína við mig, en talaði mikið um skóla- dagana, heimilið sitt, eftirlætishundinn sinn, nám sitt og félaga sína. Ég spjallaði oft við hann. Einn morguninn hringdi Garðar. Ég var eitthvað að gera og gat ekki farið alveg strax. Rétt á eftir var hringt lengi, svo að ég hljóp eftir ganginum til herbergis hans. Ég var lafmóð, þegar ég kom þang- að. Dyrnar stóðu í hálfa gátt, svo að ég ýtti í hurðina og gekk inn. — Þér voruð að hringja, Garðar, sagði ég. — Hann sat á stóli við gluggann, og stóð lítið borð við hlið hans. Hann var í nátt- fötum og slopp og leit óvenjulega vel út. Ég lokaði hurðinni. — Verið kyrrar, systir. Hreyfið yður ekki! sagði hann hægt og rólega, en það fór hrollur um mig. Ég starði á hann og tók eftir kynlegum glampa í augum hans, sem ég hafði aldrei séð áður. Ég gekk óró- lega út að dyrunum til að opna þær. og ást. Smásaga. — Hreyfið yður ekki! skipaði hann aft- ur, og um leið sá ég, að hann hélt á skamm- byssu í hendinni. Blóðið storknaði í æðum mínum. Ég hafði enga hugmynd um, hvar eða hvemig hann hafði náð í þessa skamm- byssu. En eitt var mér ljóst, að ef ekki gerðist kraftaverk, var úti um mig. Ég hafði átt við brjálaða menn og vissi, að það myndi vera bezt að hlýða honum og láta hann ekki sjá, að ég væri hrædd. — Sjáið þér þetta, systir, sagði hann og leit ýmist á skammbyssuna eða mig. — Þessi byssa á að flytja okkur inn í eilífðina. Ég ætlaði mér að fara einn, en datt þá allt í einu í hug, hvað það myndi vera gaman að hafa yður með í þessa skemmtiferð. Þér hafið verið svo góðar við mig, að ég vil helzt ekki skilja yður eftir, þar sem ég veit, hvað eilífðin hlýtur að vera dásamleg. Yður er óhætt að trúa því, að þetta er bezt fyrir yður. Það er eitthvað annað heldur en að skreppa til Parísar eða Rómaborgar. — Já, þetta verður áreiðanlega mjög skemmtileg ferð, og þér eruð ákaflega góður að vilja hafa mig með yður. En ég þarf að ganga frá ýmsu áður en ég legg af stað. Ég talaði rólega, en var með dynjandi hjartslátt. — Látið þér yður þessa smámuni engu skipta, systir. Jarð- neskir hlutir hafa enga þýðingu þar, sem við verðum. Ég ætla fyrst að skjóta yður og síðan sjálfan mig, og þegar sál yðar yfirgefur líkam- ann, þá bíðið þér eftir mér þangað til ég losna úr þessu leirhylki og get farið með yð- ur. Þér verðið að bíða, annars villist ég og finn yður kannske aldrei framar. Ég hefi verið að hugsa um, hvort ég ætti held- ur að skjóta yður í gegnum höfuðið eða hjartað. Hvort viljið þér heldur? Mér fannst vera ís í stað blóðs í æðum mínum, en hafði aldrei séð áður. ég hefi aldrei hugsað eins ljóst og þá. Líf mitt var komið undir svari mínu, — vit- laust orð, og það var úti um mig. Ég varð að reyna að tala um eitthvað annað við hann. — Já, ég gerði mér upp hlátur, — lofið mér að hugsa mig dálítið um. Okkur ligg- ur ekkert á. Það er svo snemmt enn, að við höfum nægan tíma. Ég hlustaði, hvort enginn væri á gang- inum. Það hefði kostað mig lífið. ! — Mig langar til að velta þessu dálitla stund fyrir mér. Þetta kemur svo flatt upp á mig, skiljið þér. Ég reyndi að vera eins róleg og mér var unt. — Mér hefir aldrei dottið í hug, að ég myndi deyja á þennan hátt. Ég hélt, að ég myndi deyja úr inflúenzu, lungnabólgu eða ef til vill af bílslysi. — Það tæki alltof langan tíma, sagði hann. — Þetta tekur styttri tíma og er alveg þjáningalaust. — Já. Þér hafið ef til vill á réttu að standa, svaraði ég hugsandi. — Það er satt, hvar fenguð þér þessa skammbyssu ? — Svo yður langar til að vita það, sagði hann og brosti kænlega. Ég fann, að það mátti ekki tæpara standa. — Það skiptir svo sem engu máli, svar- aði ég og yppti öxlum. — Ég fæ að vita það þegar við erum komin yfir um. Þá segið þér mér áreiðanlega allt. — Já, sagði hann. — Þá skal ég segja yður allt, sem ég hefi hingað til leynt yður, systir. En eitt get ég sagt yður strax: Ég myndi ekki fara með yður, ef mér þætti ekki vænt um yður. Ég horfði á hann og mér datt í hug, að ég væri líklega sú eina kona, sem kærði sig ekki um ást hans. Hann hefði áreiðan- lega verið ágætur maður, ef stríðið hefði aldrei verið. En ég varð að gera eitthvað, áður en hann yrði óþolinmóður og hleypti af. — Þetta er ákaflega fallega gert af yður, sagði ég dálítið órólegri, — til allrar hamingju tók hann ekki eftir því, — en þætti yður mjög leiðinlegt að segja mér eitthvað um þessa skammbyssu — ekki, hvar þér fenguð hana, heldur, hvernig hún er hlaðin. Okkur liggur ekkert á. Það kemur enginn hingað inn um þetta leyti. Sýnið þér mér nú skotin, sem þér notið? Skyldi hann verða við síðustu bón minni? Ég hafði skotið síðustu örinni. Skyldi hún ekki hafa hitt? Skyldum við bæði verða dáin eftir nokkrar mínútur? Hann hikaði. Hjartað í mér hætti að slá. — Jæja þá, systir! sagði hann bros- andi. — Komið þér, þá skal ég sýna yður það. Það munar ekkert um nokkrar mínútur. En þér verðið að lofa mér því að bíða eftir mér þegar ég er búinn að skjóta yður. — Ég lofa því. Ég fer ekki á undan yður, því að ekki rata ég ein. Tárin komu fram í augun á mér þegar ég fór að hugsa um heimili mitt, en ég bældi þær hugsanir niður. Ég þorði ekki Framh. á bls. 18.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.