Vikan


Vikan - 27.04.1939, Qupperneq 3

Vikan - 27.04.1939, Qupperneq 3
Nr. 17, 1939 V IK A N 3 Þeir eltu mig á röndum og elskuðu mig allir! Fyrir fullum níutíu árum var sólskin einn síðsumardag! Það var 21. sept- ember 1848. Þann dag var réttað í Hveragerðisrétt. Tvítugur yngissveinn, Snorri frá Kröggólfsstöðum gætti dilks- dyra og horfði um sölnaða sveitina og fölbláan hausthimininn, milli þess, sem hann átti í stimpingum við framsækið fé, er vildi ryðjast út úr dilknum. Minninguna um eitt atvik frá þessum degi geymdi Snorri æ síðan: Oddur bóndi í Þúfu kom seint til réttar þann dag, en þegar hann reið upp að réttarveggnum, þutu sveit- ungar hans að honum og spurðu, hvað hefði tafið hann svo. Oddur svaraði: — Ég var að eignast dóttur og var síð- búinn að heiman. Skildu þá allir, að Þúfubóndinn hafði ærna afsökun og óskuðu honum til ham- ingju. Sumir kysstu hann á munninn. Þá voru allir svo innilegir. Snorri hlýddi á og lét sig hjalið litlu skipta. Þeir Oddur bóndi voru nágrannar, og eiginlega var það eng- in nýlunda, að barn fæddist í Þúfu. Þar fæddist jafnan eitt barn á ári, og þetta var það sautjánda í röðinni. Löngu síðar hafði Snorri þó orð á því, að einhvern- veginn hefði sér þegar flogið í hug, að lík- lega yrði þessi nýfædda heimasæta í Þúfu konan hans. En meira hugsaði hann ekki um það að sinni og fór að stimpast við ólman hrút, sem illa kunni þrengslunum í dilknum. Svo liðu nítján ár. Sautjánda barn yfir- setukonunnar í Þúfu og Odds bónda hlaut nafnið Kristín. Nítján ára gekk hún í eina sæng með Snorra frá Kröggúlfsstöðum. Bjuggu þau hjón flest sín búskaparár að Þórustöðum í Ölvesi og eignuðust tíu börn; af þeim lifa átta. Á vesturvistum Elliheimilisins Grund, í herbergi nr. 64, býr elzti vistmaður þess. Það er gömul kona, skrafhreif, skemmtin og frá á fæti. Það er Kristín Oddsdóttir frá Þúfu. — Hvað er yður nú minnisstæðast, Kristín, frá liðnum árum? — Það er svo margt, og þó hefir ekkert sérstakt komið fyrir mig. Ég hefi verið mesta hamingjubarn, og guð hefir verið með mér. Mig hefir aldrei skort neitt, en ég hefi orðið að vinna og taldi það heldur ekki eftir mér, meðan ég gat. Eina nótt hefi ég legið andvaka um æfina. Það var í miðjum túnaslætti fyrir mörgum, mörg- um árum. Maðurinn minn var þá farinn að heilsu og lítt fær til vinnu. Þetta var óþurrkasumar, en svo gerði tvo þurrkdaga. Þá lá enginn á liði sínu, og Snorri minn gerði það ekki heldur. En seinni hluta dags var hann æfinlega orðinn svo mátt- farinn, að hann varð að fara heim. Þennan Samtal við elztu konu á Elliheimil- inu, frú Kristínu Oddsdóttur. dag færði ég fólkinu kaffi og lagði svo fyrir, að það hætti ekki vinnu, fyrr en heyið væri komið undir þak. Kvaðst ég skyldi lofa því að sofa fram eftir í fyrra- málið, en þetta yrði það að muna mig um. Svo gekk ég til mjalta og málaverka í bænum. Þegar ég var að ljúka við að skammta, heyrði ég einhvern ganga fyrir búrdyrnar. Það var Mangi vinnumaður. Hafði hann riðið á vaðið, og hitt fólkið kom á eftir honum. Það hafði skilið við flatan flekk, nokkuð í sæti og 20 kapla á reip- um. Ég lét sem ekkert hefði í skorizt, en þá nótt gat ég ekki sofið. Undir morgun hrukku stórir vatnsdropar á gluggann minn, og eftir litla stund buldi regnið á og hélzt í nokkra daga. Þegar ég kom á fætur og litaðist um, var hvergi hey að sjá á næstu bæjum. Allir höfðu hirt um nóttina. En þetta megið þér ekki segja. Þetta er leyndarmál gamallar konu, minning tíu bama móður í sveit, sem átti roskinn mann og heilsufarinn. Voðir 1882, harðindavorið mikla, er mér og minnisstætt. Þá voru það lög, eða ein- hvers konar samþykktir, að láta ekki hey út úr sveitinni. Ólafur í Helli átti mörg börn í ómegð og eina kú undL hnífnum. Við, Snorri minn og ég, komum kú í fóður til landseta okkar, Magnúsar í Sölvakoti og sendum eftir Hellisbeljunni að nætur- þeli og höfðum hana í fjósinu hjá okkur fram í fardaga. Þá sendum við með hana um nótt, og varð enginn þeirra flutninga var. Auðvitað fengum við ekkert nema guðsblessan fyrir þetta, en það hefir líka margur fengið minna fyrir lífið í einni kú. Og svo var það jarðskjálftasumarið 1896. Þá hrundi bærinn á Þórustöðum um miðja nótt. Ég vaknaði fyrst, og vakti Snorra og sagði sisvona: Fallega fara heyin okkar núna. Það er komið þetta af- taka veður, að bezt gæti ég trúað, að bæinn taki á loft. En Snorri sá, hvernig í öllu lá og sagði: jarðskjálfti, kona! Við rukum öll fáklædd út um baðstofu- gluggann, en andartaki síðar kom snögg- ur kippur, jörðin nötraði og bærinn lagðist saman eins og líknarbelgur. — Hvað gekk yður til að eiga mann, sem var tuttugu árum eldri en þér? Var það ástin tóm? — Það er leyndarmál. En ég kyssti hann fyrst, þegar hann fór í verið, og svo kyssti ég hann aftur, þegar hann kom úr verinu. Þá gaf hann mér stóran hring úr rauða- gulli, sem ég hefi nú borið í 72 ár. Þeir gerðu það allir, Kröggólfsstaðabræður. Og Snorri minn var góður maður af góðum ættum, þó að hann væri tuttugu árum eldri en ég. Og ekki var það út úr vand- ræðum, að ég lofaðist honum. Ég átti nóga biðla. Þeir eltu mig á röndum og elskuðu mig allir. Einn hét Jón Þorsteinsson. Hann var alveg vitlaus í mér. Svo fór hann suður með sjó og drukknaði. Hérna um nóttina dreymdi mig hann, í fyrsta skipti. Mér fannst við mætast niðri í mýri, og hafði hann orð á því við mig, að ég væri ósköp vitlaus. Svo seig hann ofan í mýr- ina og hvarf — ég vaknaði. Á ég að segja yður, hverju hann Snorri minn svaraði mér Þórustaðahjónin eftir harðindavorið 1882, og Kristín Oddsdóttir er hún varð níræð. í h jónasængina ? Hann sagði: Nú er ég bú- inn að fá það, sem mig hefir lengi langað til — og lofa ég guð fyrir það. — Hafið þér alltaf verið heilsuhraust- ar? . | — Nei, síður en svo. Scherbek lækni á ég næst guði að þakka, að ég er ekki dauð fyrir löngu. Það var eitthvað innvortis, sem enginn vissi hvað var. Þá sagði Guð- mundur í Laugadælum við hann á dönsku, hvort hún muni hafa það, og taldi hann það ekki ómögulegt. Ég skildi nefnilega dönsku og gat lesið hana. Núna er ég til dæmis að lesa danskan ástarróman, sem heitir: Eftir Vinter kommer Vaar! Ef ég byrja á þessum rómanaskömmum vil ég vita, hvernig þeim lýkur. En ég þoli ekki að lesa lengi í einu. — Hvenær misstuð þér manninn yðar? — Árið 1903. Ég hef verið ekkja í 35 ár. Við sjáumst á himnum, vona ég. Snorri minn og ég. Dóttir mín, Guðrún og maður hennar tóku við jörðinni, þegar ég brá búi. Þá var ég í ellefu ár ráðskona í Sel- vogi hjá Jóni á Stóra-Leðri. Vorið 1919 þurfti ég svo oft á lyfjum og læknis- hjálp að halda, að ég fór hingað suður og var hér hjá sonum mínum. — Framh. á bls. 22.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.