Vikan


Vikan - 27.04.1939, Page 17

Vikan - 27.04.1939, Page 17
Nr. 17, 1939 VIKAN 17 ✓ odstm d Þegar ég kom heim úr leikhúsinu, mætti ég ástinni á götunni. Hún var á vakki fyrir utan hús, þar sem tveir gerfifílar stóðu. Ég var vanur að nema staðar og athuga þessa fíla, sem voru svo þolinmóðir og sveifluðu rönunum dag og nótt, alveg ósjálfrátt. Lítill, kynlegur maður kom á móti mér. Ég man, að hann var í þröngum frakka, sem fór illa og með ljótan, grænan hatt, sem var allt of lítill og sat rétt aftur á hnakka. Hann var ákaflega smástígur og hló alltaf, þó að hann væri að segja frá einhverju sorglegu og alvarlegu. Hið lit- lausa andlit hans var bæði gamalt og ungt, og það var hvorttveggja í senn fallegt og ljótt. Hann pataði mikið, en hreyfingarnar voru fallegar. Hann gekk beint að mér, þreif í græna hattinn sinn og sagði: — Gott kvöld, kúlu- helmingur. Það er ekki alltaf bezta fólkið, sem rýk- ur á mann á götu og segir: — Gott kvöld. Ég þóttist því ekki hafa heyrt það og sneri mér að fílunum, en litli maðurinn stóð kyrr og sagði: — Þér munið kannske ekki eftir mér? — Nei, svaraði ég. — Ef ég segi eins og er, man ég ekki eftir að hafa séð yður fyrr. Hver eruð þér? — Ég er ástin, sagði maðurinn. — Nú já, sagði ég, — þá þekki ég yður vel. Hvernig lízt yður á þessa fíla? —- Mér lízt vel á þá. Þeir gera mér ekk- ert, því að þeir hafa vél í stað hjarta. Mennirnir kyelja mig með þessarri eilífu ást. — Á ég að skilja þetta svo, að þér út- Lýtið ástinni? Ef svo er, finnst mér þér ekki vera fær um það. — Það er aldrei hægt að gera öllum til hæfis, sagði ástin. Annar elskar alltaf meira en hinn, og hinum leiðist. — Þetta las ég í frönsku skopblaði, sagði ég. — Það getur vel verið, sagði litli mað- urinn. — En þetta er því miður engin fyndni, heldur sannleikur. Hvernig er það xneð yður? — Allt í lagi. — Hvað hafði þér gegnt þessu starfi lengi? — Síðan ég dó. — Eruð þér dáinn? — Já, ég dó 28. febrúar, 1928 í Balti- more, sagði litli maðurinn og brosti. — Hvernig vildi það til? — Það var Anna. — Anna? — Já. Hún braut brúna mína, sem ég hafði verið að byggja með miklum erfiðis- munum, síðan ég kynntist henni fyrst. Það var góð brú með stórum, fallegum bog- um eins og George Washington-brúin, og lcmíd(ý)í^JUi það var hún, sem tengdi okkur Önnu sam- an. Ég hefði sokkið, ef ég hefði ekki haft brúna. Þennan dag hafði hún lofað að heim- sækja mig klukkan eitt, en hún kom ekki. Ég hringdi til hennar allan daginn, en það var ekki anzað. Fyrst klukkan fimm svar- aði hún önuglega. Þegar ég spurði hana, hvar hún hefði verið, svaraði hún, að mér kæmi það ekkert við. Og þegar ég spurði, hvers vegna hún hefði ekki komið eins og við höfðum talað um, sagði hún, að ég væri svo leiðinlegur. Ég leiðinlegur! Þá hrundi brúin mín, og ég sökk. •— Var ekki hægt að gera við brúna? — Gera við hana? Nei, ekki hægt! — En þér hafið ekki dáið strax? — Nei, en ég dó skömmu síðar. Ég Ég nam staðar og horfði á eftir honum. skreið að skrifborðinu, tók símskeyta- eyðublað upp úr einni skúffunni og sendi drottni skeyti, þess efnis, að ég vildi deyja strax. Síðan settist ég í stól og beið. — Fenguð þér svar? — Já. Hálftíma síðar kom engill. Hann var í einkennisbúningi. Hann átti að skila því til mín, að drottinn hefði lesið skeytið mitt og vildi verða við ósk minni, en þar sem hann hefði oft fengið samskonar skeyti, og það væri reynsla hans, að fólk, sem sendi svona skeyti, ætlaði sér eitt- hvað sérstakt, þá vildi hann vita, hvað ég ætlaði mér. — En þér hafði áreiðanlega ekki ætlað yður neitt sérstakt? — Jú, það hafði ég einmitt gert. Ég var nefnilega ekki hættur að hugsa um Önnu. Ég gat það ekki. Ég ætlaði mér að hitta hana á himnum og kvænast henni þar, úr því að hún vildi mig ekki á jörðinni. — En þá hefir Anna þurft að deyja líka. — Þetta sagði engillinn, og drottinn hefði hugsað sér, að Anna lifði lengi á jörðinni. Hún átti að verða sjötug. En ég sagði, að mér væri alveg sama, þó að ég þyrfti að bíða svo lengi, ef ég gæti verið viss um, að ég fengi hennar þá. Ég gæti bara ekki hugsað mér að bíða á jörðinni. — Fenguð þér þá að deyja? — Já, það fékk ég, sagði litli maðurinn og brosti ánægjulega. — En hvernig stendur á því, að þér * eruð að flækjast úti á götu að kvölói til? — Það er allt annað. Þér eruð svo spur- ull. Þér skiljið mig áreiðanlega ekki. — Hvar er Anna? — Það veit ég ekki. Ég hefi ekki talað við hana síðan í Baltimore forðum. En nú eru ekki eftir nema 47 ár þangað til við sjáumst. Við vorum komnir út að götuhorni, og litli maðurinn nam staðar. — Búið þér hér? spurði ég. Ástin benti á 102 hæða hátt hús og sagði: — Ég bý þarna uppi. — Á hvaða hæð? — 103. hæð, sagði litli maðurinn. — Góða nótt, kúluhelmingur. | Síðan tritlaði hann af stað. Ég nam stað- ar og horfði á eftir honum. Hann sneri sér við, áður en hann hvarf fyrir hornið, og veifaði. Ég hafði alveg gleymt að' spyrja hann, hvers vegna hann kallaði mig „kúluhelm- ing“. En nokkrum dögum síðar var ég í brúðkaupsveizlu, þar sem brúðguminn vitnaði í ræðu sinni til sagnarinnar um mennina, sem væru upprunalega eins og kúla í lögun og væru þá sjálfum sér nógir, en yrðu síðar svo hrokafullir, að guðirnir hegndu þeim með því að gera þá að kúlu- helmingum, sem yrðu að vera á eilífum þönum til að leita að réttum kúluhelming á móti sér, svo að þeir gætu orðið ham- ingjusamir. Þetta var vitur, lítill, heimskur maður. Ég hefði átt að spyrja hann, hvar hann hefði átt heima í lifenda lífi, en því gleymdi ég líka.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.