Vikan


Vikan - 27.04.1939, Blaðsíða 19

Vikan - 27.04.1939, Blaðsíða 19
Nr. 17, 19S9 VIKAN 19 Búðingurinn. Haukur átti afmæli í dag. Það var svo sem ekkert nýtt, því að hann hafði átt afmæli ellefu sinnum áður. En hann mátti bjóða til sín nokkrum skóla- bræðrum sínum, og þess vegna hlakkaði hann miklu meira til en hann var vanur. Það komu svo fáir út á nesið, þar sem Haukur bjó með foreldrum sínum og syst- kinum. Faðir hans var fiskimaður, og Haukur varð að hjálpa honum á sjónum á sumrin, en á veturna bætti hann með honum net, þegar hann kom heim úr skól- anum. Og hann var hreinasti snillingur að hnýta á. Fjórir félagar Hauks komu til hans á afmælisdaginn, þar á meðal Gunnar, son- ur skólastjórans, sem var annars of hreyk- inn til að leika sér við hina strákana. Hann ætlaði að læra meira. Hann var með gler- augu, og svo fékk hann stundum að sigla bátnum, sem pabbi hans átti. En báturinn var svo fínn, að hinir strákarnir fengu alls ekki að koma um borð í hann. Eins og gengur féll strákunum illa við Gunnar. En Hauk líkaði ágætlega við hann, sér- staklega af því, að hann hafði gaman af að fara út á sjó. Gunnar vildi fyrst ekki þiggja boðið. Nei, hann vildi miklu heldur fara út á sjó. En Haukur hafði einu sinni ákveðið, að Gunnar skyldi koma og talaði því eins vel um fyrir honum og hann gat. Hann taldi upp allt það, sem hann ætlaði að sýna þeim: fáséða steina, máfaunga og gamlan norskan bát. — Og við fáum búðing, bætti hann við, sigri hrósandi. Búðing fékk fjölskyldan í fiskimanns- kofanum aðeins við hátíðlegustu tækifæri. Þau voru svo mörg, en efnin lítil. Þau borðuðu venjulega fisk og kartöflur, og Hauki fannst búðingur vera bezti matur, sem hægt væri að hugsa sér. — Ég hefði gaman af að sjá norska dallinn! sagði Gunnar. — Þá kemur þú, svaraði Haukur og hugsaði: Það er nú samt búðingurinn, sem þig langar í. Strákamir höfðu skemmt sér dásam- lega. Þeir höfðu leikið sér í sandinum, far- ið í bað og hlaupið um eftir ströndinni í sólinni. Þeir fóm út í hólmann og skoðuðu máfaungana, sem þutu sinn í hverja átt- ina eins og litlir boltar. Allt í einu voru þeir horfnir. Það var furðulegt, hvað þeir vom líkir umhverfinu. Það var ekki hægt að greina þá frá jörðinni. Drengirnir urðu að ganga hægt til að stíga ekki ofan á ungana eða hreiðrin, en í sumum þeirra voru egg. Máf arnir flugu gargandi yf ir höf ð- um þeirra. Einn og einn máfur kom niður BAENASAGA og barði með vængjunum eins og hann vildi gefa strákunum löðmng. Þetta var skemmtileg ferð. Síðan fóru þeir að skoða norska bátinn. — Svona bát langar mig til að eiga, sagði Gunnar. Nú kallaði mamma Hauks á þá til að borða. Haukur var ákaflega ánægður, því að nú áttu þeir að fá búðinginn. Strákamir höfðu góða matarlyst, því að þeir voru búnir að leika sér úti allan dag- inn. Þeir borðuðu fyrst steiktan fisk og kartöflur, en þegar komið var inn með búðinginn, fannst Hauki hann aldrei hafa átt skemmtilegri afmælisdag. Hann borðaði búninginn með mikilli ánægju og leit á hina strákana til að sjá, hvernig þeim líkaði hann. Gunnar hafði líklega borðað of mikið af fiskinum. Haukur sá, að hann átti bágt með að borða búðinginn. Þegar strákarnir höfðu lokið snæðingi, fóru þeir út í stóran skúr, þar sem fiski- net héngu í löngum, þéttum röðum. Hér var ágætur staður til að vera 1 feluleik. Haukur kom á eftir hinum, því að hann hafði farið fram í eldhús til að þakka mömmu sinni fyrir matinn. Þegar hann kom út í skúrinn, heyrði hann Gunnar segja: — Þetta var ljóti maturinn, bara hrísmjölsgrautur. Haukur hrökk við. Hafði honum heyrzt rétt. Var Gunnar í raun og veru að setja út á búðinginn? — Mér fannst hann ágætur, sagði ann- ar strákur. Jú, Gunnar hafði þá sagt þetta. 1 fyrstu datt Hauki í hug að berja Gunn- ar. — En hann átti nú afmæli, og Gunnar var gestur. Nei, hann ætlaði að láta sem ekkert væri. En hann ætlaði að hætta við að gefa Gunnari norska bátinn, sem hann hafði hugsað sér að gera í dag. Það skyldi verða bið á því. Hann læddist bak við skúrinn og kom inn um aðrar dyr. Drengirnir fóru nú í feluleik, en þeim þótti ekkert gaman. Haukur var allt í einu orðinn svo þögull. Þegar dimma tók, kvöddu drengirnir og fóru. Mamma Hauks kom inn í stofu þegar hún hafði þvegið upp. Hún varð alveg undrandi, að Haukur skyldi sitja þar aleinn í myrkrinu. — Hvað er að þér, góði minn? Haukur sagði mömmu sinni með tárin í augunum það, sem fyrir hafði komið. Hún hlustaði á hann, skildi hann og reyndi að hugga hann. — Hafðu engar áhyggjur út af þessu, vinur minn, sagði hún og strauk honum Máfamir flugu gargandi yfir höfðum þeirra. um kollinn. — Gunnar hefir ekkert vit á að búa til mat. Þú veizt, að hrísmjöls- grautur er með kanel og sykri, en búðing- ur með kirsuberjasósu. Gunnar veit ekkert um þetta. Haukur varð aftur glaður. Auðvitað hafði mamma rétt fyrir sér. Gunnar var bara heimskur strákur. Sumarið leið og haustið kom með storm- um og hvassviðri. Einn sunnudaginn kom Gunnar siglandi á litla bátnum með fram nesinu. Byr var góður. Hann þaut fram hjá nesinu og dálítið út fyrir hólmann. Haukur stóð á ströndinni og horfði á eftir honum. Skyldi hann geta snúið, hugsaði hann. Skömmu síðar sneri Gunnar, og það leit út fyrir, að báturinn færi áfram, en þegar Haukur aðgætti þetta betur, sá hann, að bátinn rak lengra og lengra út. Gunnar hafði ekki munað eftir straumn- um og sá nú, að hann hafði hætt sér of langt. Hann lækkaði seglin og reyndi að róa í land, en hann var óvanur róðri, svo að það dugði ekki. Hann gat ekki gert neitt annað en að snúa aftur og sigla út í hólmann, sem lá í skjóh. Honum þótti ekkert skemmtileg tilhugsun að þurfa að dúsa í hólmanum um nóttina. En það var samt betra en að vera úti á sjó. Haukur hafði fylgzt með Gunnari og þegar hann sá, hvað hann ætlaði sér, hljóp hann niður að sjónum, hrinti fram norska bátnum og reri út í hólmann. — Þú verður ekki hér í nótt. Og hvað heldurðu, að foreldrar þínir hugsi, ef þú kemur ekki heim í kvöld, sagði Haukur, þegar hann renndi upp í f jöruna, þar sem Gunnar stóð hjá bátnum sínum. — Heldur þú, að við getum róið í land? spurði Gunnar. — Já, ef við hjálpumst að, svaraði Haukur. Síðan bundu þeir litla bátinn aftan í norska bátinn og tókst að lokum að ná landi eftir erfiðan róður. Gunnar var dauð- þreyttur, þegar þeir voru búnir að setja bátana. — Komdu nú og borðaðu, áður en þú ferð heim. Maturinn er til, sagði Haukur. Gunnar var orðinn sársvangur eftir volkið og tók boðinu með þökkum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.