Vikan


Vikan - 01.06.1939, Blaðsíða 3

Vikan - 01.06.1939, Blaðsíða 3
Nr. 22, 1939 VIK A N 3 Maður í marki. Eftir Fritz Buchloh. Nokkur orð um leikni og leikkænsku. Myndirnar tók Vigfús Sigurgeirsson að tilhlutan Vikunnar. Þegar úrvalsflokkur þýzkra knattspyrnumanna var hér í fyrrasumar, var það ákveðið, að úrvalslið úr Val og Víking færi nú í sumar til Þýzkalands. Bæði þessi félög fóru þess á leit, að fenginn yrði þýzkur knattspyrnuþjálfari í sumar. — Fyrir milligöngu Dr. Erbachs, sem hér er að góðu kunnur, valdi ríkisíþróttaleiðtogi Þjóðverja, von Tschammer und Osten, herra Fritz Buchloh til þess að fara til Islands sem þjálfari Víkings, og á hann að hafa umsjón með ferð úrvalsflokksins til Þýzkalands í Sumar. — Hr. Buchloh er 29 ára gamall og hefir leikið knattspyrnu í 12 ár, fyrst sem framherji. Buchloh var af tilviljun, eitt sinn, er markvörðurinn í liði hans meiddist, settur í mark, og tókst vörnin svo framúrskarandi vel, að eftir það var hann jafnan markvörð- ur. Árið 1932 var hann fyrst markvörður í landsliði Þjóðverja, þá gegn Hol- lendingum. — Hr. Buchloh hefir 17 sinnum verið markvörður í þýzka lands- liðinu, þar á meðal í The English Championship of the World, í ítalíu 1934, Olympiaden í Berlín 1936 og Die Weltmeisterschaft í Frakklandi 1938, enn- fremur 10 sinnum verið varamaður. Þjóðverjar telja Buchloh nú, næst „Jacob“, sirm bezta markmann. Hefir hann lofað að taka þátt í leik hér, sem markvörð- ur, einhverntíma í sumar, og geta Reykvíkingar þá fengið að sjá þenna af- burða knattspyrnusnilling í marki. — Fyrir einu ári útskrifaðist hr. Buchloh frá Iþróttaháskóla Þýzkalands, með beztu einkunn, sem kennari í knattspyrnu, tennis, handbolta, frjálsum -íþróttum, leikjum, sundi, hnefaleik og skíðahlaupi. Þó er knattspyrnan honum kærust, enda er það hans aðalíþrótt. — I Þýzka- landi er hr. Buchloh ráðunautur í íþróttamálum fyrir hina miklu iðnaðarborg Essen (þar sem Krupps-verksmiðjurnar eru), og þangað fer hann fyrst með knattspyrnumennina, sem héðan eiga að fara í sumar. Elr það honum sérstakt tilhlökkunarefni að koma með þessa ungu vini sína heim til sinna stöðva fyrst. Rétt áður en hr. Buchloh fór af stað hingað kvæntist hann, svo að þetta er eiginlega brúðkaupsferð. Hin unga, laglega kona hans heitir Hilde Buchloh. Frúin hefir einnig mikinn áhuga á íþróttum, eins og allar þýzkar stúlkur, sér- staklega tennis og skíðahlaupi. — Hr. Buchloh hefir orðið við þeirri ósk vorri að skrifa þrjár greinar um knattspyrnu í Vikuna, sem birtast í þessu og næstu tveim blöðum, og gefum vér honum nú orðið. Mér er mesta ánægja að því, að verða við þeirri ósk íslenzkra félaga minna, að ræða nokkur helztu grundvallaratriði knattspyrn- unnar í fáeinum blaðagreinum út frá margra ára reynslu minni í þessari íþrótt. Góðfús lesari læt- ur sér skiljast, að hér verður stiklað á stóru, en eðlilegt, að ég taki fyrst fyrir þann þátt íþrótt- arinnar, sem mér er kunnastur af raun, en sá þátt- ur snýr að manninum í marki. Sagt er, að ábyrgðarmesta hlutverkið í knatt- spyrnuliðinu hvíli á markverðinum. En það er líka sagt, að hann veki á sér meiri athygli en aðrir liðsmenn og hann sé dáður manna mest af ungum og gömlum. Hvernig liggur í því? Leikreglurnar marka honum alveg skýra að- stöðu í liðinu, frábrugðna aðstöðu annarra leik- manna. Hann hefir sérstakt hlutverk með hönd- um. Á honum mæðir síðasta vörn liðsins fyrir markinu. Markið verður hann að verja og til þess að leysa það hlutverk af hendi, má hann, en eng- inn annar leikmaður, grípa knöttinn með höndun- um. Þessi sérstaða markvarðar setur sinn svip á leik hans, og hún veldur því, að honum ber fyrst og fremst að leggja alla áherzlu á vamarafköst. Fritz Buchioh og kona hana. Sérstaða markvarðar innan liðsins, skyldar hann á hinn bóginn til að vera árvakur og öruggur. Það er ekki sérstak- lega hættulegt þó að einhver í liðinu út á vellinum forfallist eða verði einhver skissa á, félagar hans geta hlaupið í skarðið eða bætt um fyrir honum. En kapplið, sem hef- ir lélegum og ótraustum markverði á að skipa, er ístöðulaust eins og höfuðlaus her. En hvernig lítur hann þá út, leikur góðs markvarðar, og hvernig getur markvörð- ur náð festu og öryggi í leik sínum? Ég greini á milli leiktækni og leikkænsku hjá markverðinum svo sem hjá öðrum leik- mönnum. Með markvörzlutækni á ég við bein tök hans á knettinum, leikni hans í að grípa rétt og örugglega, slá með hnefa og — það sem sjaldnar má fyrir koma — verja með fótunum. Þar sem leikreglur heimila markverði að nota hendurnar, þá ber honum að notfæra sér þau hlunnindi út í yztu æsar og kapp- kosta á æfingum að nota hendurnar. I stórum dráttum verður markvörzlunni skipt í 3 höfuðgreinar: 1. Að grípa knött- inn (þar með talið að ná knetti á flötu). 2. Að slá knöttinn með hnefa og 3. Að spyma knettinum frá Á markvörzluæfingum verða í stuttu máli þessar kröfur gerðar til markvarðar: 1) Gríptu knött, sem stefnir beint á þig, eins fjarri líkamanum og hægt er og kipptu honum snöggt að þér. Haltu fót- unum saman og beinum. (1. mynd). Það er rangt, að standa gleiðklofa. Knöttur- inn getur hrokkið á milli fótanna og í mark. Knött, sem fer á hlið við þig, gríp- urðu með því að síga á annað hnéð og kippa honum snöggt að þér (2. mynd). Komi knöttur í mannhæð á markið áttu að grípa hann, eins fjarri þér og hægt er, opnum greipum og bregða honum til ör- yggis fast og snöggt upp að þér. Háa knetti áttu ekki að grípa, nema þú hafir góðan tíma til þess. Þegar maður fylgir knettinum eftir, áttu helzt að slá knöttinn frá með hnefanum. En grípir þú knöttinn, ríður á að gleyma ekki að kippa honum að sér. I öllum þessum tilfellum er gott að setja á sig ensku grundvallarregluna: Skrokk- urinn og knötturinn saman, en markið fyrir aftan — „safety first“, segir ensk- urinn. Knött, sem stefnir í markhorn, til ann- arrarhvorrar hliðar, verður að grípa, ef kleift er, í stökki (3. og 4. mynd). Reyna verður að ná föstu taki á knetti í flatri spyrnu í markhorn. Ef knötturinn hrekk- ur aftur út á völlinn, á andstæðingurinn léttan leik á borði og skorar mark á með- an þú liggur flatur og varnarlaus á jörð- inni. 2) Þegar knettinum er spyrnt af svo miklu afh, að hann verður ekki handleik-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.