Vikan - 01.06.1939, Blaðsíða 6
William Tumer er einhver mesti málari, sem Eng'lendingar hafa átt. Hann dulbjó sig sem sjómann, — þó að hann væri auðugur maður — og hjálp-
aði til við vinnuna um borð. Á þann hátt sparaði hann, ekki einungis peninga, heldur fékk gott tækifæri til að búa til uppdrætti. Myndin hér fyrir
ofan er af frægasta sjómálverki Tumers. Það er enska freigátan, Témeraire. Málað 1839. Turner hafði alltaf sérstakt dálæti enska landslaginu.
)
Turner málaði oft náttúmna, ekki eins og hún var, heldur eins og honum virtist að hún ætti að líta út. Þegar gagnrýnendurnir ásökuðu hann fyrir
það, að málverkin væru ekkert lík fyrirmyndunum, bjó hann til handahófs nöfn á þau. Hann málaði stundum 40,000 króna málverk á þrem tímum.