Vikan


Vikan - 01.06.1939, Blaðsíða 15

Vikan - 01.06.1939, Blaðsíða 15
Nr. 22, 1939 VIKAN 15 Það, sem komið er af sögunni: Barabás loðskinnaskraddari flytur búferlum frá Budapest til Parísar og hafnar með fjölskyldu sína, konu og þrjú böm, í Veiðikattarstræti. — Fyrsta fólkið, sem þessir nýju Parísarbúar kynn- ast, eru tveir útlendir flóttamenn, þeir Liiv og Bardichinov. Er annar Rússi, en hinn Júgoslavi. Þeir eru barngóðir og rabbsamir karlar, er öllum vilja vel. — Ett kvöldið bætist grískur flóttamað- ur í hópinn, Papadakis að nafni. Síðar bætast tveir menn enn í hópinn, Vassja, sem öllum hjálp- ar, og Anna verður ástfangin af, og Fedor. — Vassja smitar alla af starfsgleði. — Anna þrá- biður pabba sinn og Bardichinov um að lofa sér að læra eitthvað. En skyndilega syrtir að. Vassja verður fyrir bílslysi og deyr. Þegar búið er að jarða Vassja, flytjast allir úr veitingahúsinu. Barabásfjölskyldan flytzt í aðra íbúð í Veiðikatt- arstræti. — Anna fékk ósk sína uppfyllta um að læra eitthvað. Hún er nú orðin útlærð sauma- kona. — István er Ungverji. Hann hefir ráð undir hverju rifi um að verða sér úti um atvinnuleysis- styrki og stundar það. — Hann býr að heita hjá Barabásfjölskyldunni og reynir að koma sér í mjúkinn hjá Önnu. — Nú koma alltaf nýir og nýir Ungverjar til Parísar. Þar á meðal er Peter Hallay, sem ætlar að setja upp næturskemmti- stað, og hefir István með sér í ráðum. — Jani verður fyrstur manna til að segja Önnu, að ávís- anafölsun hafi komizt upp í einhverjum banka. Þeim líður illa. Þau vita, að þar hefir István ver- ið að verki. Nöfn eru ekki nefnd i blöðunum, fyrr en næsta dag. István hefir verið tekinn fastur. Feðginin, Anna og Barabás, fara til Suður-Ame- ríku í von um betri kjör, en í fyrstu höfn er Barabás bitinn í fótinn af skaðlegri flugutegund. Hann leggst veikur. — Jani er orðinn ástfang- inn af stúlku, sem Albertine heitir og er fiðlu- leikari. — Barabás og Anna fara heim til París- ar. Anna fær vinnu aftur á saumastofunni. Nú er Barabásfjölskyldan hamingjusöm, þó að ekki sé nema svolitla stund. Anna hittir Pia Monica stundum á saumastofunni, en þær eru alltaf jafn vandræðalegar, þegar þær tala saman. — Nú hefir Barabás líka fengið vinnu og er fyrst kom- inn í essið sitt, þegar hann byrjar að kvarta. — Loksins heimsækir Albertine Barabásfjölskyld- una. — Er það þeim að kenna, útlendingun- um, af því að þeir berji ekki nógu hart að dyrum, biðji ekki nógu hátt um að fá að koma inn? Hún fer að hugsa um stúlkurnar á saumastofunni---------nokkr- um þeirra þykir vænt um hana, en samt sem áður hefir engin þeirra boðið henni heim, beðið hana að koma og heilsa upp á fjölskyldu sína. Ekki einu sinni Rose, þó að hún sé ekki frönsk, heldur pólsk gyðingastúlka, en þá er það, að hún hefir búið hér í rúmlega fjörutíu ár. Og hún, Anna, hefir hún nokkurntíma boðið nokk- urri þeirra að heimsækja sig? Nei, það hefir hún ekki gert. Hún verður undrandi, þðgar þetta rennur upp fyrir henni. Hún hefir ekki gert það viljandi. Þannig hefir það aðeins orðið. Síðustu tíu ár hafa þau búið hér eins og aðskotahlutir í líffæri. Bardichinov kemur stundum og heimsækir þau, og Liiv og Cathrina. Pia Monica hefir komið og Gretl. En aldrei neinn Frakki. Anna lítur út um gluggann. Hún sér báða snubbóttu turn- ana á Notre Dame gnæfa yfir þökin og bak við þá lítinn blett af bláum himnin- um — —. Anna finnur, að henni þykir vænt um bæinn. Hvers vegna hafa bær- inn og hún ekki getað orðið eitt, svo að hann yrði heimili hennar? Henni dettur István í hug, sem stríddi henni oft með því, að hún þekkti ekki bæinn, og hún minnist hins íbyggnislega bros síns, sem átti að þýða, að næturskemmtistaðir og hring- leikahús væru ekki París. Jú, hún hélt, að hún þekkti borgina, hina raunverulegu borg, sem var iðin og borgarlega heiðar- leg, torgið í St. Antoinehverfinu, fólkið, sem var svo snemma á ferli í Métroen, hin- ar iðnu, lítillátu stúlkur, sem hröðuðu sér til vinnu sinnar. Hún hélt, að hún þekkti borgina — en gerði hún það ? Það var fullt af heimilum í kringum þau, lokuðum heim- ilum, sem var ekki hægt að komast inn í, duldu lífi stórborgarinnar, alls landsins. Albertine er fyrsta franska stúlkan, sem stígur fæti sínum inn á heimili þeirra. Já, ástin gæti ef til vill rifið múrana niður, ástin og ekkert annað. Anna gerir sér líka allt far um að vera vingjarnleg við Albertine. Árangurinn er sá, að samtalið verður tómt smjaður. Albertine líður illa. Það er ekki hægt að neita staðreyndum. Húsgögnin í íbúð- inni eru frá Bon Marehé, þó er þeim komið þannig fyrir, að þau hafa á einhvern hátt breytt um einkenni. Súkkulaðið, sem stend- ur fyrir framan hana, er frá Meunier, boll- inn, sem frú Barabás hellir í, er frá Sama- ritaine. Samt sem áður er öðruvísi bragð af þessu, og andrúmsloftið er annarlegt. Orsökin er ekki sú, að Albertine kemur frá þokkalegu miðstéttarheimili á iðnaðar- mannsheimili. Nei, Albertine er alin upp 1 andrúmslofti fransks lýðræðis, og lýð- ræðissinnarnir geta ef til vill verið hégóm- legir, en þeir eru veglyndir gagnvart þeim, sem lægra eru settir í þjóðfélaginu. Þar að auki er litla þriggja herbergja íbúðin hrein og þokkaleg. Krakkarnir eru vel klæddir. Albertine mjmdi ekki geta skýrt það, hvers vegna hreyfingin, þegar stól er ýtt til hennar, er svona undarleg. Frú Barabás hefir ósjálfrátt þurrkað af hon- um með svuntunni sinni, af því að þetta er gestur drengsins hennar, eftirlætisins hennar, sem á að sitja á honum. — Hún veit ekki, hvers vegna henni finnst Bara- bás slá svo klaufalega saman höndunum, þegar hann hneigir sig fyrir henni. Hann gerir það samt með hinni glæsilegu ná- kvæmni, sem hann hefir lært í stríðinu. Svo er það, að Barabás og kona hans tala ekki enn góða frönsku. Albertine, kveink- ar sér við málleysum þeirra, og það hefir aftur áhrif á Jani. Hann leiðréttir foreldra sína og aldrei þessu vant, verða þau vör við, að hann er dálítið gramur. Klárí er sú eina, sem Albertine fellur við, því að hún talar hið kæruleysislega og skemmtilega skólastelpnaslangur. Hún veit miklu meira en Albertine, sem hefir fyrir utan sönglistaskólamenntun sína ný- lokið barnaskólanámi — og nú er hún ákveðin í að gera samtalið fjörugra og skemmta gestinum. Um leið vottar fyrir meðaumkunarsvip í gráum augum hennar — aumingja Jani! Jani er óttasleginn og langar mikið til, að Albertine kunni vel við sig hjá þeim. Ástfanginn maður líður hryllilegar kvahr, ef hann og fjölskylda hans standa ekki í einhverjum dýrðarljóma fyrir þeirri konu, sem honum þykir vænt um. — Þér komið aftur? spyr Anna þegar Albertine kveður. — Já takk, það geri ég, svarar Alber- tine án þess, að nokkur sannfæring sé í röddinni. — Þér megið til með að koma! segir Klárí og tekur undir handlegginn á Alber- tine. — Við erum ekki eins afleit og við lítum út fyrir að vera. Þegar fólk kynnist okkur betur, verður það allt hrifið af okk- ur. Minnist þess, að við höfum líka orðið að venja okkur við Frakkana — við höf- um vanizt ykkur, og okkur er farið að þykja vænt um ykkur. Jani, bróðir minn, skiptir sér nú ekki af neinu nema einni, franskri konu — — en strákar eru nú einu sinni þannig. Jani og Albertine horfa bæði þakklát á hana. Klárí hefir alveg sérstaka hæfileika til að tala um viðkvæm efni. Hún getur talað þannig um þau, að manni finnist þau ekki lengur vera viðkvæm. Anna hlustar undrandi á hana, og þegar Jani og Alber- tine eru farin, segir hún: — Klárí, ég ráðlegg þér að leggja fyrir þig stjórnkænsku. Klárí yppir þreytulega öxlum. — Þvaður!--------Heldur þú, að það sé þess virði? Annað hvort hanga þau sam- an, eða — — — Heldurðu, að það slitni upp úr því? — Hvernig ætti ég að vita það? Hún er skotin í Jani. Það er það eina, sem ég sé. Anna horfir á Klárí með vaxandi virð- ingu. Þessi litla, viljasterka stúlka er vitr- ari en nokkurt þeirra. En hefir hún gott af því ? Anna brýtur heilann um það. Hef- ir átján ára stúlka gott af því að sjá hlut- ina svona vel? Það er lífið í hinu ókunna landi, sjálfstæðið, einveran, sem hefir valdið því. Heima mundi hún hafa alizt

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.