Vikan


Vikan - 01.06.1939, Blaðsíða 5

Vikan - 01.06.1939, Blaðsíða 5
Nr. 22, 1939 VIKAN 5 Dlllílð II! í li 'T'il að lengja annað líf mitt og treina mér það sem bezt, lifi ég reglusam- lega (þ. e. nokkurnveginn eftir heilsufræði Stgr. Matth.), án þess að neita mér um það, sem er gott, og án þess að pína líkama og sál með föstum og öðru harðlífi. Er það ekki að þakka heilsusömu líferni, að ég held góðri heilsu? Eða var ég svo heil- brigður frá fæðingu, að ég hefði ekki þurft neinar heilsureglur? (líkt og heiðingjarn- ir, sem ekki fengu lögmálið). Það er hart að vera kominn yfir sextugt og vera að spyrja svona. En samt haggast ekki ásetn- ingur minn, að lifa áfram eftir ráðum Stgr. Matth. Ég tel það miklu skipta fyrir alla, en ekki síður fyrir eldri menn. Ung- linganna heilsu verjum við með sóttvörn- um, bólusetningum og varnarlyf jum. En öldungarnir verða að gæta sín sjálfir með reglusemi og hófsemi. Sumum tekst það prýðilega og telja sér til dyggða. Það er þó álitamál, hvað kalla megi dyggðir. Og þær bregðast stundum með tízkunni eða hverfa úr sögunni eins og síra Sigurður hefir sagt. Hvað ég veit, að blessuð nátt- úran (og stundum náttúruleysið) er mátt- ugur heilsuverndari. Eða eins og fyndinn Frakki komst að orði: „Þegar fjandinn varð gamall, fór hann í klaustur“. Það líður varla svo dagur, að ég ekki þakki skaparanum, þ. e. (á nútímamáli) al- móður vorri, náttúrunni, að heilsa mín hef- ir ætíð verið góð og hefir endzt mér til að geta byrjað annað líf í þessu lífi. En ég veit vel, að þó okkur finnist heilsan í lagi, geta samt verið leyndir ágallar, sem þá og þegar kunna að vísa óvinunum leið inn í borgarvirkið. Við læknar fáum margt að sjá, sem öðr- um er bannað eða hulið. Daglega sjáum við margskonar missmíði á líkama og sál, og kröm og kvilla hjá þeim, sem leita okkar. Þá vorkennum við náunganum og minnumst reglunnar, sem meistari vor, Lister, kenndi lærisveinum sínum: „Setjið ykkur ætíð í spor sjúklingsins!“ En jafn- framt hrósum við happi, og þökkum í hljóði, að við sjálfir erum hraustir. Ég held stundum, út af þessu, að í gamla daga hefði ég verið áhugasamur um fórnfær- ingar til Jahve, og fórnað honum óspart kjöti, mör og reykelsi. Menn deyja úr misjöfnu í ýmsum lönd- um. Heima voru berklarnir í slíku óhófi lengi, að ég sá stundum fátt annað en hvítadauða. Hér eru berklar langtum sjaldgæfari. Aftur eru krabbamein, æða- kölkun, hjartveiki, sykursýki o. fl. miklu tíðari dauðamein hér. Og á Borgundar- hólmi ber meira á þessu fyrir það, að hér PISTLAR eftir Steingrím Matthíasson lækni. er tiltölulega meira af rosknu fólki og gamalmennum en annarsstaðar í landinu. Offita má teljast með hinum algengari sjúkdómum hvarvetna í landinu. Að vísu er það ekki kallað svo, því að margur er feitur, sem kennir sér einskis meins, ár- unum saman, og fitunni er ekki nema stundum kennt um það, sem einmitt or- sakast af henni. Islendinga, sem koma til Danmerkur, furðar flesta á að sjá ístrubelgina mörgu, eins út um sveitir og í borgum. Sumir læknar halda ístruna miklu algengari nú en fyrrum, og kenna geldfæði og „tilbera“- smjöri. Ég man þó vel, að fyrir f jörutíu og fimm árum sá ég mesta sæg af ístru- mögum í Kaupmannahöfn. Það þótti þá fínt, að grósserar og herramenn væru feit- ir sem hrútar. Nú er tízkan orðin önnur, og er að þakka vöknuðum áhuga fyrir líkamsæfingum og hollustuháttum. Nú reyna menn að verjast fitunni eftir kúnst- arinnar reglum, og ber það góðan árang- ur. Mörgum heppnast það þó illa, því að feitlagni er komin í kynið gegnum alda- raðir, allt frá Búa hinum digra (sem var landshöfðingi hér í Bornholm). Jóhanna kollega Christjansen hatar smjörlíki og telur það eiga aðalorsökina í að hafa hleypt þjóðinni í spik. Til þess vantar hana þó nægar sannanir, og ég fyrir mitt leyti trúi því ekki. „Hverju voru goðin reið“ — áður en margarínið var skapað? Ætli sökin sé ekki fremur hjá svínsfleskinu og öðru feitholdi offitaðra sláturdýra? Fáar þjóðir stríðala svo svín sín og naut sem Danir. Ég vorkenni oft rosknum konum, sem leita ráða við ístrunni. Karlmenn bera sig sjaldan upp við lækna út af sinni vömb, þó að ferleg sé. Þeir eru burðameiri. Ég ræð öllum til að kaupa sér og lesa bók dr. Jóhönnu, vinkonu minnar: „Slank paa rette maade“, enda er bókin spennandi eins og góð lygasaga, og stórfróðleg, nema of stórorð um smjörlíkið. Fyrir nokkru kom til mín sjómaður. Hann var bæði hár og feikna digur. Ég viktaði hann að gamni mínu. Hann vóg 240 pund. Þá sagði hann mér, að móðir sín hefði verið það feitari, að hún vóg 320 pund og var annáluð fyrir, hve hún bar af öllum hér um slóðir. Svo bætti hann við: „Hún hefði ekki komizt inn um þess- ar dyr“ — og benti á dyrnar inn í stofu mína, — „nema báðir hurðarvængirnir hefðu staðið opnir“. — Þetta þótti mér saga til næsta bæjar, því að hvor hurðar- vængurlnn er 60 sentimetrar á breidd. Þegar ég þjónaði spítalanum í Tönder á Suður-Jótlandi (það var fyrsta vistin mín hér á landi), þá var mjög dekrað við okkur læknana í mat. Ég óttaðist þá og kveið því, að ég mundi verða einn ístru- belgurinn frá. Ég viktaði mig annað slagið og spannaði mittið, líkt og stúlka, sem óttast að hún sé farin að þykkna undir belti. Þessi ótti reyndist ástæðulaus, og varð ég feginn. Þó hafði ég andvara á mér, t. d. á morgnana, þegar þénustupían kom með blessað kaffið, og færði mér á sængina kúffulla diska af hveitibrauði margskon- ar, príma kúasmjöri, osti og hunangi. En jafnsnemma þessu heyrði ég, að iðgurnar klökuðu í trjáliminum utan við gluggann, og ég skildi fuglsrödd eins og Fáfnisbani: „Spakur þætti mér spillir bauga, ef f jör- sega fráan ætti“, sögðu þær við Sigurð. En mig vöruðu þær við ofáti á geldhveiti, sætindum og feitmeti. Maðurinn, sesn vakir yfir heéisu fimmburanna. 1 ionne-fimmburarnir frægu, urðu fimm ára nú á hvítasunnudag. Þótt þær systur séu ekki eldri en raun ber vitni um, nema eignir þeirra þó í reiðu fé hvorki meira né minna en 800.000 doll- urum, en það er yfir 4 milljónir íslenzkra króna. Af þessu fé eru 600.000 dollarar geymdir í kanadiska ríkisbankanum. Þessar fimm stelpuhnyðrur eru ekki foreldrum sínum til fjárhagslegra erfið- leika, þvert á móti. Þær borga sjálfar all- an kostnað við uppeldi sitt, fæði og hús- næði og alla umönnun, og borga foreldrum sínum þar að auki föst mánaðarlaun, 300 Framh. á bls. 22.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.