Vikan - 01.06.1939, Blaðsíða 9
Nr. 22, 1939
VIKAN
9
1 litla hafnarbænum, Margate, við mynni Tems, dvaldi Turner mest. Þar varð hann ástfangínn í fyrsta skipti og fékk mesta áfall lífs sins. Margar
myndir hans eru frá Margate. Á þessarri mynd er húsið, sem hann bjó í undir nafninu Booth.
ráðskonu, sem hét Hannah Danby. Hann
kom sér upp málverkasafni til að vera laus
við ensku lávarðana, sem aðallega keyptu
málverk hans. Faðir hans gætti safnsins.
1 húsinu við Queen Anne Street málaði
hann flest hstaverk sín. Hann vann eins
og flestir listamenn þess tíma, eftir upp-
drætti og minni. Hann gat lokið við 40,000
króna mynd á þrem tímum. Duglegur var
hann. Það var því engin furða, að hann
yrði stórríkur maður á örfáum árum.
Hann komst ekki hjá því að umgang-
ast marga menn, sem mátu meira verk
hans en hann sjálfan. Samt eignaðist
hann nokkra góða vini. En engum þeirra
treysti hann fullkomlega. Hann var og
hlaut að verða einmana. Hann eignaðist
tvær dætur með ráðskonu sinni, en það
veit enginn, hvort þær bjuggu hjá honum.
Hannah Danby var ruddaleg öreigakona,
sem hafði ljót ör í andlitinu eftir sjúk-
dóm. Listamaðurinn hlýtur, þrátt fyrir
allt, að hafa verið vænn maður, því að
hann lét hana búa hjá sér í rúmlega 50
ár, þó að hún ynni lítið og ylli honum
mikilla erfiðleika. Hann eignaðist nokkra
syni með ýmsum nágrannakonum sínum.
En hann hafði aldrei skipt sér neitt af
þeim. Síðasta sigurinn vann hann í Mar-
gate á mjög sérkennilegan hátt.
Einn dag fór hann út til Margate, þar
sem fyrsta ást hans hafði orðið skipreika.
Þar hafði herbergi verið auglýst til leigu.
Sjómannskona um þrítugt lauk upp fyrir
honum og spurði stuttaralega:
— Hvað viljið þér?
— Sjá herbergið, sem auglýst hefir
verið.
— Hver eruð þér?
— Hver eruð þér? endurtók Turner.
— Ég? mrs. Booth, svaraði hún
þrjózkulega.
— Þá er ég mr. Booth, svaraði Turner.
Turner var leiðinlega skapi farinn, og það hefir
mótað andlitsdrætti hans. Þessi mynd er af mál-
aranum, þegar hann var fimmtugur.
Hann fór inn, skoðaði herbergið og sett-
ist þar að undir nafninu mr. Booth. Skozka
sjómannskonan, sem líklega hefir verið
ekkja (þó er það ekki vitað með vissu), lét
hann búa hjá sér og að lokum gat hann
ekki án hennar verið. Hann dulbjó sig sem
sjómann og var oftast hjá henni, án þess
þó að kvænast henni, frekar en Hannah
Danby. Hann lét aldrei uppi í Margate,
hver hann í raun og veru var, svo að í
litla bænum komu upp ýmsar kviksögur
um hann. Sumir héldu, að hann væri
trúnaðarmaður Nelsons, að minnsta kosti
sjóliðsforingi í hárri stöðu. Þar sem hann
varð að vera að heiman tímum saman og
gat ekki dulið samband sitt við höfðingj-
ana í Englandi, sérstaklega innan sjóliðs-
ins fyrir hin ágætu sjómálverk sín, var
hann kallaður Booth „sjóliðsforingi“. 1
tuttugu og fimm ár lifði hann þessu tví-
skipta lífi, ýmist sem mr. Booth í Margate
eða William Turner í London. Þetta komst
ekki upp fyrr en eftir dauða hans. Lávarð-
arnir, háskólaprófessorarnir og vinir hans
trúðu því samt aldrei.
Þessi tortryggni maður, sem var svo
nízkur, að það gekk brjálæði næst, hafði
það samt til að vera stundum ákaflega
ástúðlegur.
Honum fór látlaust fram í list sinni, og
litir hans urðu æ sterkari. Einu sinni
kvartaði starfsbróðir hans, sem hafði
orðið að hengja málverk eftir sig við
hliðina á hans, yfir því, að sitt mál-
verk yrði að engu í samanburði við hans