Vikan - 01.06.1939, Blaðsíða 17
Nr. 22, 1939
VIKAN
17
að eru hvít góðviðrisský úti við sjón-
deildarhringinn, langt úti, þar sem
himinn og haf mætast. Og golan bærir
birkikjarrið í hlíðunum, leikur sér við strá-
in í mýrum og vallendi.
Á lygnum voginum liggur mikill knörr.
Honum hefir fyrir skömmu verið lagt frá
landi, og í dag á hann að láta í háf. All-
margt manna er á ferli uppi í lendingunni,
og nokkrar búðir tjaldaðar á flötunum
fyrir ofan voginn. Ýmsir eru þar í lit-
klæðum, ungir höfðingjasynir, sem ætla að
kanna ókunna stigu og fara utan í dag
með Hallvarði austmanni. Feður þeirra
ráða þeim síðustu hollráðin, áður en leiðir
skiljast að sinni. Það glampar á vopn og
skart á klæðum manna. Skildir blika við.
sem barn og horft út yfir hið víða haf.
Og þaðan hafði hann einnig séð skip vík-
inganna nálgast. Hann mundi bardagann,
og hvernig landar hans voru höggnir nið-
ur eins og hráviður. Og þegar faðir hans
féll, varð hann gripinn æði, svo að hann
þreif hníf og hljóp inn í bardagann. En
stór, gulskeggjaður víkingur hló hæðnis-
lega að heift hans og sló hann. í svima,
þegar hann ætlaði að fara að beita hnífn-
um.
Og þegar þessum minningum brá fyrir
í huga hans uppi við kolagröfina, greip
hann blikandi öxina, sem lá í grænu gras-
inu. Hann mundi undrunina í augum Þor-
valdar, þegar hann óð að honum, undr-
unina miklu, sem hvarf í móðu dauðans.
Nú fyrst, er hann lá hér á bak við barð-
1 i? m i n i ! inoi 1
O SMÁSAGA EFTIR JENS BENEDIKTSSON O
I LGIUIII 1 i NILMII i
Allt andar friði og kyrrð í voginum. Menn
vinna af kappi við að flytja hið síðasta
af farminum út í skipið. Enginn sér mann,
sem við og við skýtur upp höfðinu úr
þúfnaskorningum í ásnum fyrir ofan vog-
inn.
Hann er klæddur tötrum, sá, sem þarna
liggur í grænu grasinu og starir við og við
dökkum augunum út að skipinu og yfir
voginn. En gegnum tötrana má greina
fagurt og sterklegt vaxtarlag, andlitið er
unglegt og frítt, hárið tinnusvart. Þegan
hann sér, að mennirnir niðri í voginum
líta ekki í áttina til hans, læðist hann nær
og leggst svo aftur niður bak við annað
barð og bíður færis á ný.
Hann hefir breiða, blikandi exi í hendi,
og það er einhver sorti fremst á skyggðu
blaði hennar. Það er blóð — mannsblóð,
sem þessi öxi úthellti í hendi hans þenna
sama morgun.
Hann sér það allt fyrir sér, er hann
liggur í móunum fyrir ofan voginn, írski
höfðingjasonurinn, sem fluttur var út til
Islands sem þræll. Hann sér kolareykinn
leggja með fram jörðinni í blænum, sér
Þorvald húskarl gera að kolagröfinni, og
öxi hans liggja á velhnum og man, hvernig
hugsunin um Hallvarð austmann, sem í
dag átti að láta frá landi, hafði gagntekið
huga hans síðustu dagana.
Og hann man, hvernig sýninni skaut
upp í huga hans, er hann stóð við kola-
gröfina og virti til skiptis fyrir sér breitt
bak Þorvaldar húskarls, og hina breiðu
öxi hans. Föðuríand hans, eyjan græna,'
með öllum hennar þráðu dásemdum, stóð
honum allt í einu fyrir hugskotssjónum;
landið, þar sem hann hafði fæðzt og alizt
upp, frjáls og óháður, borinn til vegs og
mannvirðinga. Hann sá, sem í draumi,
höfðann, þar sem hann hafði tíðum setið
ið og horfði niður á voginn, sá hann,
hversu óframkvæmanlegt áform hans var
í raun og veru. Aldrei myndi hann fá far
með knerrinum, hann hafði enginn farar-
efni, og það leyndi sér ekki hver hann var.
Og Austmennirnir voru löndum hans engu
hlyntari en íslendingar. Honum hafði kom-
ið í hug að synda um borð og leynast í
skipinu, en slíkt var ekki hægt alla leiðina
yfir hafið, og fyndist hann, yrði hann
áreiðanlega drepinn. Og hann, þrællinn,
hafði vegið mann, frjálsan mann, og við
slíku var aðeins til ein hegning. En öllu
ofar stóð myndin af heimahögum hans á
hinni grænu ey, og þráin eftir að komast
þangað. Til að fullnægja þessarri þörf hik-
aði hann ekki við neitt.
Aftur lítur hann niður í voginn, og enn
skríður hann nokkuð áleiðis að takmarki
sínu, knerrinum, sem breiður og sterkleg-
ur vaggar ofurhægt á lognöldunum.
Fram á ásbrúnina kemur maður á hvít-
um hesti. Hann stöðvar gæðinginn, og lit-
ast um. Hár er hann ogherðabreiður, dökk-
ur á hár og skegg. Hann hefir hjálm á
höfði, spjót í hendi og er girður sverði.
Hvöss, grá augu hans hvarfla niður yfir
voginn, athuga allt, rannsaka hvern blett.
Ekkert dylst fyrir þessum manni. Hann er
eins og persónugerður guð hefndarinnar,
Hörður, fylgdarmaður og fóstbróðir Úlfs
goða á Úlfsstöðum.
Heimamenn höfðu fundið Þorvald hús-
karl veginn við kolagröfina, og þrælinn
allan á burtu með öxi hans. Og Úlfur goði
hafði falið fóstbróður sínum að leita þræls-
ins, færa sér hann lifandi, eða dauðan að
öðrum kosti. Og haukfrán augu Harðar
höfðu séð flóttamanninn, sem sífellt færði
sig nær voginum. Líklega ætlaði hann að
freista að synda út til skipsins.
írinn var svo áfjáður í að komast sem
næst ströndinni, að hann hafði ekki gætt
þess að líta upp til landsins alllengi, en
skreið eins og ormur frá barði til barðs.
Nú hafði hann í hyggju að komast út í
nesið vestan megin vogsins og freista
sundsins þaðan.
Hörður hleypti hesti sínum á stökk nið-
ur ásinn, moldin rauk úr sporum gæðings-
ins, fólkið niðri á ströndinni leit upp. Og
írinn leit líka upp og sá manninn og þekkti
hann. Hann stóð á fætur og tók á sprett
vestur með voginum og stefndi út í nesið.
Hörður beygði út af götuslóðanum og
hélt á harðaspretti út móana á eftir flótta-
manninum. Hann hóf spjót sitt til kasts,
það þaut gegnum loftið. írinn heyrði hvin-
inn og kastaði sér niður, en spjótið flaug
fram yfir hann. Þá stökk hann á fætur
aftur sem örskot, greip spjótið og snerist
gegn Herði, sem hljóp af baki og brá
sverði sínu. Þá skaut Irinn spjótinu. Hörð-
ur sá ekki önnur fangaráð en að snarast
bak við hestinn, sem fékk spjótið í síðuna
og féll dauður niður. Hörður stökk yfir
hestskrokkinn og hljóp að þrælnum, sem
beið hans með reidda öxina.
Irinn missti fyrsta höggsins og laut eftir
því. Það var auðvelt tækifæri fyrir hinn
vígvana Hörð. Sverðið þaut gegnum loft-
ið með snöggum hvin og lét eftir gapandi
sár í höfði írans. Aftur hóf hann þó öxina
til höggs, en þá fór dauðinn um hann.
Dökk augun störðu á Hörð, augnaráð
þeirra var fjarlægt, eins og þau sæju í
gegnum hann. Hörður vissi ekki, að þræll-
inn leit föðurlandið langþráða í síðasta
bliki brestandi augna sinna.
Kvöldið hefir litað hvítu góðviðrisskýin
rauð sem blóð, þar sem himinn og haf
mætast. Og út f jörðinn rennur knörr Hall-
varðar austmanns í golunni. En sá, sem
heitast þráði far með þessu fleyi, varð
fyrstur heim, þótt hann liggi nú hulinn
torfi og grjóti í móunum fyrir ofan vog-
inn. —
— Ég hefi ágætt minni, sagði Grímur.
Það er aðeins þrennt, sem ég get aldrei
munað: Ég get ekki munað nöfn, ég get
ekki munað andlit og ég get ekki munað,
. . . hver þremillinn, ég hefi gleymt, hvað
það þriðja er.
*
— Hr. gestgjafi, þér verðið að koma
fljótt, konan mín ætlar að fleygja sér út
um gluggann.
— Hvað á ég að gera? spyr gestgjafinn.
— Við getum ekki opnað gluggann,
maður.
#
— Heyrðu er það satt, að Karl hafi ver-
ið á drykkjumannahæli ?
— Já, það er alveg áreiðanlegt, því að
hann var blindfullur, þegar hann kom
heim.
Bjössi: Hversvegna er Siggi að gráta?
Nonni: Af því að pabbi hans er dáinn,
og það á að jarða hann á morgun, þegar
það er hvort sem er frí.