Vikan


Vikan - 01.06.1939, Blaðsíða 21

Vikan - 01.06.1939, Blaðsíða 21
Nr. 22, 1939 VIKAN 21 Sig-ga fær mat fyrir að þvo upp fyrir vinnu- stúlkuna í veitingahúsinu. — Stúlkan: Nú fer ég. Þú verður að vera búin, þegar ég kem. Gestgjafinn kemur inn og segir hranalega: Hvað ertu að gera? — Sigga: Ég er að hjálpa vinnustúlkunni. Hún kemur bráðum. Sigga: Sko, við Snati vorum svöng, og hún lofaði því að gefa okkur mat, ef ég hjálpaði henni að þvo upp. Gestgjafinn segir við vinnustúlkuna, sem er komin aftur: Þér eruð letingi! Þér látið litlu stúlkuna vinna það, sem ég borga yður fyrir! Sigga: Þetta er allt mér að kenna. Þér meg- ið ekki reka hana. Hún er svo góð. Hún vor- kenndi mér og Snata, þegar við vorum svöng. Óli og Addi í Afríku. Gestgjafinn: Það er allt annað mál. Haltu þá áfarm að hjálpa henni. — Sigga: Þetta likar mér. Þegar Óli, Addi og Davíð koma að bæ Lóru drottningar, sjá þeir reykjarmökk. — Davíð: Þetta er systur minni að kenna. Davíð: Lóra hefir áreiðanlega farið til svarta hellisins. Ég ætla að elta hana einn. — Óli: Allt í lagi. En farðu varlega. Davíð gengur til bæjarins. Óli og Addi elta hann. Þeir eru hræddir um, að Lóra hafi sett gildru fyrir bróður sinn. Davíð sér, að bærinn er ekkert nema rústir. — Nú er áríðandi að komast að því, hvert hún hefir farið, hugsar hann. Skyndilega þýtur spjót fram hjá Davíð. Því er kastað með svo miklu afli, að það klýfur kylfu hans og situr fast í tré eirm Þrir hermenn Lóru 'drottningar ráðast á hann. Davíð bjargar sér undan spjótunum, því að hann er snar í snúningum. En nú koma þeir, Addi og Óli, honum til hjálpar. Þeir geta ekkert gert, þegar þeir sjá vopn hvítu mannanna, svo að þeir leggja allir á flótta. — Það var heppilegt, að við eltum þig. — Davíð: Þið hafið bjargað lífi minu tvívegis. Ég þakka ykkur, félagar. Nú er Lóra drottning á leið til svarta hellis- ins, ásamt hermönnum sínum og burðarmönn- um. — Skyldi hún finna fjársjóðina?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.