Vikan


Vikan - 01.06.1939, Blaðsíða 7

Vikan - 01.06.1939, Blaðsíða 7
Nr. 22, 1939 VIKAN 7 Afburðamaður og aura-sál Meðfædd nízka varð William Turner til mikillar ógæfu. Hún eyðilagði fyrstu og einu ást hans og gerði hann ein- mana. Hann varð sérvitur og lifði lengi dularfullan hátt tvískiptu lífi. En hann egar staðið er í miðri Bloomsbury, sem nú er tignarlegasta háskólahverfi Lundúna, er erfitt að hugsa sér, hvernig staðurinn hefir litið út fyr- ir hér um bil 150 árum: Strjálbýli, litlir og stórir bæir með túnum í kring og kvikfénaður á beit. Ef gengið var dálítið lengra út í sveitina, sást stundumeftirtekt- arverð sjón: Tólf ára drengur, sem sat í hnipri upp á grein, hallaði sér upp að trjá- stofninum og var með teiknibók í hend- inni. Hann var svo niðursokkinn í vinnu sína, að hann tók yfirleitt ekki eftir veg- farendum. Fötin hans voru bætt og báru vott um, að hann væri úr einhverju fátækrahverfinu í Lundúnum. Hendurnar voru óhreinar, andlitið óþvegið og hárið eins og heysáta. Hann var f jarri því að vera fríður sýnum. Ennið lágt, nefið langt og bog- ið og munnurinn skeifumyndað- ur. Hann hnyklaði loðnar augnabrýrnar um leið og hann leit yfir landslagið. Hann setti í flýti nokkur létt og mjó strik á blaðið og dró upp landslagið, sem fyrir framan hann var: bæ- ina, dýrin og skýin — —. Drengurinn hét William Tur- ner. Hann komst að því á eigin spýtur, að nauðsynlegt var að athuga landslagið nákvæmlega, áður en það var teiknað. Á hverjum degi sat hann í dimmu bak- húsi hjá kopar- stungumanni og lit- aði koparstungurnar af mikilli nákvæmni. Fyrir það fékk hann nokkra skildinga, er hann keypti sér nauð- synjavörur fyrir. 1 Maiden Lane, þar sem faðir hans var hárskeri, lagði hann teikningarnar frásér. Stundum hengdi hann myndir á búðardyr föður síns og þar skoðuðu vegfarendur þær. Þegar hann var fimm ára gamall, hengdi hann fyrsta málverkið sitt á dyrn- ar og gat selt það var alveg einstakur málari og græddi stórfé. fyrir þrjá skildinga. Síðar hafa þau hækkað verulega í verði. Nú liggja svip- aðir uppdrættir undir gleri á þjóðlista- safninu í Trafalgar Square, og eru talin mörg þúsund punda virði, því að William Turner varð mesti landlagsmálari heimsins. Hvaðan hafði Turner hæfileika sína? a Faðir hans var aðeins venjuelgur hárskeri, og móð- ir hans þögul og þrjóskufull kona. Þegar Turner var lítill drengur, lagðist hún á geðveikra- hæli, þar sem hún lézt skömmu síðar. Langt fram í ættir var hún skyld tig- inni fjölskyldu, en þar komu hvergi fram neinir hæfileikar. Faðir hans var annálað- ur fyrir eitt: hann var óskaplegur nirfill. Strax og hann komst að hæfileikum sonar síns, reyndi hann að græða á þeim. Til hans komu margir viðskiptavinir, því að hárskerar þurftu daglega að laga hárkoll- ur þeirra, en samt sem áður tók hann af syni sín- um skildinga, sem hann vann sér inn. En hann gat vel unnt William allrar þeirrar kennslu, sem hann gat fengið, og hafði ekkert á móti því, að hann færi í ferðalög á sunnudögum upp í sveit, þar sem hann gat setið allan daginn og teiknað. Stundum var jafnaldri hans, Thomas Girtin, með honum, en hann var einnig lærlingur hjá koparstungumannin- um, John Rafael Smith. Þessi Thomas hafði mikla þýðingu fyrir Tur- ner. Hann var lítill, grann- vaxinn og snotur drengur, sem virtist hafa miklu meiri hæfileika en Turner. Þeir lögðu báðir út á lista- brautina frá bakhúsi koparstungumannsins. Thomas gekk miklu betur. Hann fór í marga málara- skóla og komst loks í lista- háskólann. Hann var fljót- lega viðurkenndur, kvænt- ist auðugri konu og vann allra hylli með málverkum sínum. En þegar hann var rúmlega tvítugur fékk hann berkla. Að nokkrum mánuðum liðnum lézt hann. Síðast var hann fal- inn fyrir aðdáendum sín- um í París, en þar dó hann eftir miklar þjáningar. Hann var mjög gáfaður og elskulegur maður. Þetta hafði mikil áhrif á Turner. Hann hafði alltaf álitið vin litunum. En myndir hans eyðilögðust fljótlega vegna þess, hve ódýra liti hann notaði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.