Vikan


Vikan - 01.06.1939, Blaðsíða 11

Vikan - 01.06.1939, Blaðsíða 11
Nr. 22, 1939 VIKAN 11 Marietta, farið þér út með öll blómin nema fjólurnar þarna. Guilia Enrico beygði sig og greip löngum, grönnum fingrunum um ilmandi f jóluvönd og færði hann upp að vörum sér. Henni hafði jafnan þótt vænt um fjól- ur, frá því að hún var lítil og hljóp ber- fætt með þær um göturnar í Róm til að selja þær amerískum ferðamönnum. Fjól- ur minntu hana á stór, spurul og blíðleg bamsaugu. Öll önnur blóm gerðu hana órólega. Ilmur þeirra var of sterkur og litirnir of skjanna- legir. Marietta tók blómin og fór með þau út úr herberginu. Guilia gekk að glugganum og opnaði hann til að hleypa ilmin- um af hinum blómunum út. Nóttin lá björt, heiðskír og köld yfir hljóð- um götunum. Langt, langt í fjarska sló einhver klukka nokkur þung högg. Það var eins og titrandi hljómur frá gríðarmiklu strengjahljóðfæri. Guilia settist á stól við glugg- ann og strauk blíðlega silkimjúku blöðin. Skyndilega varð hún vör við bréf í þunnu umslagi á milli blómanna. Hún ætlaði að fara að leggja það hjá hinum bréfunum, sem hún las aldrei, því að henni þótti þau svo leiðinleg og andlaus —, en allt í einu varð hún hugsi. Hún opnaði bréfið, því að það var svo óvenjulega lát- laust og las það hægt og rólega: — Madame! Mér dettur ekki í hug að vona, að þessi litli fjólu- vöndur komist til yðar — og þar af leiðandi ekki bréf- ið heldur. En ef til vill er það einmitt það, sem gefur mér kjark til að þakka yður, ekki fyrir sönginn, því að ég hefi ekkert vit á söng, heldur blátt áfram fyrir það, að þér eruð til. Já, þetta er áreiðanlega kjánalegt, en samt ákaflega einfalt. Þér sjálfar, augu yðar og bros hefir ákaflega góð áhrif á mig. Ég verð svo rólegur og kátur, þegar ég sé yður — og mig langar til að þakka yður fyrir það. Sennilega fáið þér þetta aldrei, en ef . . Yðar einlægur Geo D. Howard Manison Square, London. Guilia las bréfið nokkrum sinnum, síð- an færði hún blómvöndinn upp að vörun- um, og tvö stór tár runnu niður eftir blóm- unum og sátu þar eins og titrandi daggar- dropar. — Nú myndi fólkið áreiðanlega gera gys að mér og segja, að ég væri svo við- kvæm, ef það sæi til mín núna, sagði hún við sjálfa sig. — En það er áreiðanlegt, að langt er síðan, að ég hefi verið eins ánægð og ég er nú út af fjólunum og bréfinu. Hún stóð upp, lét fjólumar í vatn og hringdi bjöllu. — Marietta, sagði hún við stúlkuna, sem kom inn, — vitið þér, hvort frænka er uppi í herberginu sínu og ef hún er þar, biðjið hana þá að finna mig. Fjólurnar. SMÁSAGA Stúlkan fór. Guilia gekk aftur að glugg- anum og horfði á skýin. Skömmu síðar opnuðust dyrnar, og madame Marcella Gambrino kom inn í út- saumuðum silkislopp, sem féll að þrekn- um líkamanum. — Jæja, frænka, sagði Guilia og sneri sér að henni. — Ég var hrædd um, að þú værir háttuð. — Nei, ég var að láta niður í töskurn- ar. Við förum snemma í fyrramálið. — Seztu, sagði Guilia stuttaralega um leið og hún settist sjálf. — Ég þarf að tala við þig. Madame Gambrino settist á stól og and- varpaði. Ég ætlaði bara að segja þér, sagði Guilia, — að ég verð kyrr hér í Lundún- um fyrst um sinn. Hin fyrirferðarmikla kona horfði með kolsvörtum, undrandi augum á frænku sína. — Jæja, góða mín. Hefuður gleymt söngleikunum, sem auglýstir hafa verið í París og Cannes? — Ég hefi engu gleymt. Það verður að hætta við söngleikana. Madame Gambrino mændi beint upp í loftið. — Þvílík forsmán! Hvað heldurðu, að þetta kosti þig? Madame Gambrino, fyrrver- andi veitingakona í hafnarhverfi Rómaborgar, en vegna verzlun- arhæfileika sinna núverandi ráð- gjafi og ferðafélagi hinnar frægu frænku sinnar, varð alveg steini lostin. — Mér stendur alveg á sama, sagði Guilia rólega. Hversvegna, góða mín, hversvegna? Ég hefi sagt þér það oftar en einu sinni, að þú ert aðeins ferða- félagi minn, sem færð þína borgun og annað ekki. — Ég ræð sjálf yfir hugsun- um mínum og gjörðum. — Og Markis de Cham- ont ætlaði að halda veizlu, þér til heiðurs, í París. Guilia hló hæðnislega. — Hann finnur áreiðan- lega aðra í minn stað. — Þvílík vitleysa, and- varpaði feita konan. — En ég verð þá kyrr líka . . . jj — Nei, greip Guilia stutt- aralega fram í fyrir henni. |— Mig langar einu sinni til að vera frjáls. Skilurðu ekki, að mig langi til að vera ég sjálf? I tuttugu ár hefi ég ferðast á milli bæja og verið til sýnis. Og til hvers ? Til að fylla vasa þína og söngleikahúsanna af peningum. Nú er ég feg- in að geta borgað það, sem þetta kostar mig. Jæja, það var ekkert meira. Farðu nú og haltu áfram að láta nið- ur í töskurnar. Góða nótt! Madame Gambrino var utan við sig af reiði, en hún þorði ekki að mótmæla, og án þess að segja eitt einasta orð, stóð hún upp og fór. Hún var ekki fyrr farin, en Guilia sett- ist við skrifborð sitt og skrifaði: Mr. Geo D. Howard. Ég þakka yður kærlega fyrir fjólurnar og bréfið. Þér skiljið líklega ekki, hvað það gladdi mig. En ég yrði enn ánægðri, ef þér vilduð drekka te með mér á Hótel Carl- ton kl. 4 á morgun. Yðar Framh. á bls. 20. Guilia Enric0-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.