Vikan


Vikan - 08.06.1939, Side 14

Vikan - 08.06.1939, Side 14
14 VIKAN Nr. 23, 1939 ífegurrf og I5ízka Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Halldóra Sigurðardóttir og hr. Þorgeir Amórs- son. Heimili ungu hjónanna er á Barónsstíg 14. (Sig. Guðm. ljósm.) Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Bergþóra Jóhannsdóttir og hr. Kristján Guð- mundsson, skógerðarmaður. Heimili ungu hjón- anna er á Grundarstíg 4. (Sig. Guðm. ljósm.) Hárið. Trúðu ekki öllu, sem þér er sagt. Segðu ekki allt, sem þú veizt. Gerðu ekki allt, sem þú getur. F. M. Klinger. * Enginn er ánægður með þann, sem aldrei er ánægður með neitt. Raspail. Notaðu augu og eyru og vertu þögull! Dæmdu sjaldan, en spurðu oft! August von Platen. Það er sagt, að hárið sé höfuð prýði konunnar. Sumir segja, ef til vill, að svo hafi það aðeins verið, á meðan fléttur voru í tízku, en það er misskiln- ingur. Hárið mun alltaf hafa meiri þýðingu fyrir útlitið en allt annað. Þess vegna verður að hirða það vel. Á kvöldin á að hrista hárið rækilega. Snúa höfðinu fram og aftur, stinga fingrunum inn í lokkana og hrista vel og vand- lega. Loftið verður að komast niður í hársvörðinn. Við þetta hverfur líka rykið úr hárinu. Að lokum á að nudda hársvörð- inn með fingurgómunum. Ef þér hafið þurrt hár, skul- uð þér bera í það olíu. Fáið yður feita jurtaolíu. Nuddið henni inn 1 hársvörðinn og sjáið um, Hér er mynd af nýtízku hárgreiðslu. Hárið er ekki eins strokið upp hnakk- ann og áður, svo að línumar verða mýkri, og hárið fer vel við andlitið. að hárið vökni allt. Bindið síðan handklæði, sem undið hefir verið upp úr sjóðandi vatni, um höfuðið. Leggið hið hlýja, vota stykki þannig, að það hylji allt hárið. Setjið þurr stykki utan um. Þegar hitinn minnkar, skiptið þá um stykki, en hársvörðurinn má ekki kólna á milli. Endurtakið þetta 4—5 sinnum, og látið síð- asta stykkið sitja á höfðinu í 10 mínútur. Ef þér viljið vanda þetta sérstaklega vel, skuluð þér þvo olíuna úr hárinu með sápu, skola það vand- lega, þurrka það og bera í það olíu á ný. Þegar þessu er lokið, verður hárið mjúkt og gljáandi. Ágætt er að nota eggjarauður í hárþvottinn. I stuttklippt hár nægja tvær, svo að það er ekkert dýrt. Hvítan er skilin frá rauðunni. Hárið er bleytt í volgu vatni, og eggjarauðunni nuddað inn í það eins og sápu. Hún freyðir ekkert fyrst. Hárið er skolað úr heitu vatni, helzt oft, og síðan er hinni eggjarauðunni nuddað inn í það. Nú freyðir hún eins og bezta sápa. Hárið verður að margskola úr heitu vatni, svo að eggjarauðan fari úr því. I síðasta skolvatnið er látin full skeið af ediki. Þessi þvottur er sérstaklega góður fjn-ir ljóst hár og skol- litað. Það skaðar auðvitað ekki, að hárið sé þvegið upp úr góðri sápu eða shampoo, þvert á móti. Tvílitur vorfrakki, svartur og hvítur með svröt- um snúrum á boðungum og vösum. Ákaflega klæðilegur. ( a

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.