Vikan


Vikan - 08.06.1939, Page 15

Vikan - 08.06.1939, Page 15
Nr. 23, 1939 VIKAN 15 r i Jolán Földes: Það, sem komið er af sög'unni: Barabás loðskinnaskraddari flytur búferlum frá Budapest til Parísar og hafnar með fjölskyldu flína, konu og þrjú böm, í Veiðikattarstræti. — Fyrsta fólkið, sem þessir nýju Parísarbúar kynn- ast, eru tveir útlendir flóttamenn, þeir Liiv og Bardichinov. Er annar Rússi, en hinn Júgoslavi. Þeir eru bamgóðir og rabbsamir karlar, er öllum vilja vel. — Ett kvöldið bætist grískur flóttamað- ur í hópinn, Papadakis að nafni. Síðar bætast tveir menn enn i hópinn, Vassja, sem öllum hjálp- ar, og Anna verður ástfangin af, og Fedor. — Vassja smitar alla af starfsgleði. — Anna þrá- biður pabba sinn og Bardichinov um að lofa sér að læra eitthvað. En skyndilega syrtir að. Vassja verður fyrir bílslysi og deyr. Þegar búið er að jarða Vassja, flytjast allir úr veitingahúsinu. Barabásfjölskyldan flytzt í aðra íbúð í Veiðikatt- arstræti. — Anna fékk ósk sína uppfyllta um að læra eitthvað. Hún er nú orðin útlærð sauma- kona. — István er Ungverji. Hann hefir ráð undir hverju rifi um að verða sér úti um atvinnuleysis- styrki og stundar það. — Hann býr að heita hjá Barabásfjölskyldunni og reynir að koma sér í mjúkinn hjá Önnu. — Nú koma alltaf nýir og nýir Ungverjar til Parísar. Þar á meðal er Peter Hallay, sem ætlar að setja upp næturskemmti- stað, og hefir István með sér í ráðum. — Jani verður fyrstur manna til að segja önnu, að ávís- anafölsun hafi komizt upp í einhverjum banka. Þeim líður illa. Þau vita, að þar hefir István ver- ið að verki. Nöfn eru ekki nefnd í blöðunum, fyrr on næsta dag. István hefir verið tekinn fastur. Feðginin, Anna og Barabás, fara til Suður-Ame- riku í von um betri kjör, en í fyrstu höfn er Barabás bitinn i fótinn af skaðlegri flugutegund. Hann leggst veikur. — Jani er orðinn ástfang- inn af stúlku, sem Albertine heitir og er fiðlu- leikari. — Barabás og Anna fara heim til París- ar. Anna fær vinnu aftur á saumastofunni. Nú er Barabásfjölskyldan hamingjusöm, þó að ekki sé nema svolitla stund. — Anna hittir Pia Monica stundum á saumastofunni, en þær eru alltaf jafn vandræðalegar, þegar þær tala saman. — Nú hefir Barabás líka fengið vinnu. — Loksins heimsækir Albertine Barabásfjölskylduna. — Nú streyma Þjóðverjar til Parísar. Cathrina kynnist einum þeirra Gunther Volkmar, docent. Hún býð- ur honum til Barabásfjölskyldunnar, eingöngu til að kynna hann og Önnu. — Hverskonar náungi er þetta, Anna? spyr Bardichinov ákafur. — Hann er ákaflega sætur og góður! Anna skrökvar þessu, en er ákveðin í mál- róminum til að ginna þá. Hún hefir tekið ákveðna afstöðu. Héðan í frá lítur hún svo á, að Cathrina og Volkmar séu ákveð- in hvort fyrir annað, og það ,er ekki hægt að gera við því. Hópurinn fer af stað til að athuga ná- ungann. Liiv finnst hann þolanlegur, Maura leiðinlegur og Bardichinov finnst hann skemmtilegur. Barabás skiptir sér alls ekkert af honum. En síðar láta þau hann, alltaf þegar þau geta, vera einan með Önnu og gæta þess, að þau séu látin í friði, eins og þegar hæna gætir kjúklinga sinna. Þetta er ákaflega óþægilegt. En síðan dó móðir Pia Monica, og þá gleyma allir Þjóðverjunum. Hin kuldalega, ljóshærða fegurðargyðja dó jafn tignarlega og hún hafði hfað. Hún lá aldrei á sjúkrahúsi. Hún vildi varla, að til sín kæmi læknir. Frá hennar hálfu var það í rauninni rólegt og lítið áberandi hungurverkfall. Hún hafði blátt áfram aldrei matarlyst. Þessari metorðagjörnu miðstéttarkonu leiddist þetta líf í útlönd- um. Henni var engin huggun í hinum gam- ansömu athugasemdum manns síns, að hér byggju einnig konungar, sem hefðu verið settir frá völdum. Hún hafði horazt eftir því sem árin liðu, síðan kom inflúenzufar- aldur eitt vorið, og þá var því lokið. 1 verzluninni var boðskapnum tekið með samúðarkenndu handtaki. Öllum þótti vænt um Pia. Ósamkomulag hennar við Gretl hafði aðeins aukið hylli hennar. Anna skilur ekki enn þann dag í dag, hversvegna Gretl hataði hana. Ef til vill af því, að Gretl var frá Dalmatíu, en Pia frá ítalíu . . . Kynflokkunum er svo hræði- lega illa hvorum við annan, og aðrar þjóð- ir skilja það ekki. Verzlunin sendi þriggja manna sendinefnd til að vera við jarðar- förina. Þar á meðal var mademosielle Rose, sem var fíkin í að vera viðstödd jarðar- farir. Auðvitað gat Anna, sem er contre- maítresse á saumastofunni, ekki farið. Eitt kvöldið fer hún í veitingahúsið í Montparnasse. Hana langar svo til að taka í hendina á litla, dökka manninum. Hárið á Meneghetti er orðið hvítara. Hann er orðinn rólegri, en samt leiftrar lífið og skynsemin með logandi báli í svörtum aug- um hans. Hann gerir henni heimsóknina auðvelda: tekur þögull og innilega í hendi hennar, og fer síðan að tala við hana um einkisverð og hversdagsleg efni. Þau ætla að flytja sig í veitingahúsið, þar sem Bardichinov býr. Þau hefðu átt að vera flutt fyrir löngu, því að þau höfðu engin ráð á að búa í svo dýru húsnæði. En það var ómögulegt að flytja veiku koh- una í fátæklegra umhverfi. En hann og Pia . . . — Það verður þar að auki þægilegra fyrir mig, segir Pia. — Það verður styttra í verzlunina. — Þið getið líka fylgzt að, segir dökk- eygði maðurinn, og stúlkurnar horfa hálf- flóttalega hvor á aðra. Þau hafa flutt sig. — Bardichinov fer með Meneghetti í veitingahúsið á kvöldin. Það er Elárí að þakka, að Pia er boðin í Veiðikattarstræti við og við. Anna sam- þykkir það iðrandi. — Hún ætti að muna, að Pia situr alein heima, og það eru að- eins nokkrar vikur síðan móðir hennar dó. En hvað það er kynlegt, að það skuh vera Klárí, sem hugsar um þetta, Klárí, sem skipti sér áður aldrei af nokkrum manni. Hún virðist vera jafn kuldaleg og áður. . . . Hún virðist vera niðursokkin í vinnu sína. Hún les læknisfræði. Hún hefir mik- ið að gera. Hún kennir líka og hefir lít- inn frítíma. Samt sjá stóru, gráu augun hennar allt. Það er undrunarvert, hvað þau sjá mikið. Það eru tvö augu önnur, sem fylgja Önnu dyggilega. Þau fylgja Jani og Klárí jafn dyggilega. Það eru hin ástúðlegu, þreyttu, brúnu augu móður þeirra. Ef frú Barabás leysti frá skjóðunni einn góðan veðurdag, ef hún gæti sagt allt það, sem hún veit um börn sín, með orðum á sinn rólega, þunglyndislega hátt, — já, þá myndu börnin hennar verða undrandi. Þegar Anna situr við hliðina á Giinther í borðstofunni, sjá þreyttu, brúnu augun stundum inn um opnar eldhúsdyrnar, og fyrir aftan opnu dyrnar í stofunni við hlið- ina, líta stór, grá augu stundum upp úr bók. Cathrina situr oftast í eldhúsinu, en Jani sést hvergi. Jani er úti með stúlk- unni sinni, ef til vill eru þau á tónleikum, ef til vill hafa þau farið heim til Albertine. En Pia kemur oft og er í stað þriðja barns- ins við borðið. Brúnu og gráu augun horfa éinnig á hana. Brúnu og gráu augun hugsa það sama. Það er ekki mikið sagt af því. Cathrina hefir smitað þau, en því lengra sem líður, því vonlausara er það. Samt kemur Giinther á hverju kvöldi, og segir Önnu með djúpri, rólegri röddu ýmislegt fróð- legt. Hann hefir augun ekki af henni. — Giinther hefir bitið á öngulinn, það er allt í lagi með það. En Anna, — það er ekki allt í lagi með Önnu. Henni finnst þýzki docentinn ekki lengur leiðinlegur. Gunther er einn af þeim mönnum, sem maður verður að þekkja vel, áður en maður kemst að raun um, hve mikið þeir vita og hve skemmtilegir þeir eru. Önnu er það ljóst, og henni geðjast vel að Gúnther. Henni finnst hann vera nokkurskonar vinur sinn, en hann er langt í burtu og henni er sama um hann. Það er verra en henni væri illa við hann, hugsa frú Barabás og Klárí, og þykir miður. Það er heldur ekki allt í lagi með Pia eins og það ætti að vera, þó að það sé á annan hátt. Pia gleypir í sig hvert orð af vörum Þjóðverjans. Hún hlustar á hann, full eftirtektar. Litla, hjartalagaða and- litið hennar er hrifið og ákaft og með hálfluktum munni sogar hún að sér hina djúpu, karlmannlegu rödd. Cathrina ætl- aðist alls ekki til þessa, og Gúnther lang- aði heldur ekkert til þess. Honum þykir vænt um, þegar Pia kemur ekki, og hann getur verið einn með Önnu.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.