Vikan


Vikan - 08.06.1939, Síða 16

Vikan - 08.06.1939, Síða 16
16 VIKAN Nr. 23, 1939 Þar að auki eru heimsóknir Pia hættu- legar, því að þá grípur Anna tækifærið, hleypur út í veitingahúsið og sezt á milli Bardichinovs og Meneghetti. — Rekið þið mig ekki í burtu! Pia og Giinther voru svo niðursokkin í vísinda- legar samræður, að mér var alveg ofaukið. Barabás hristir höfuðið, því að honum hefir verið sagt frá ráðagerð konu sinnar og Cathrina. Hver veit það ekki ? Cathrina getur ekki þagað í tvær mínútur. Cathrina er eins hreykin af hugmynd sinni og spör- fugl af ungum sínum, sem eru að byrja að fljúga. Þessvegna horfir Bardichinov líka á Önnu, hugsandi og undrandi. Maura horfir á hana með dularfullri sanngirni. Liiv brosir. Þeir eru flóttamenn og búa hér. Líf þeirra er aðeins blekking, vængja- laus skuggi þess lífs, sem þeir fæddust til. Á hverju ári eyðilegst eitthvert ríki og grefur nokkur þúsund eða nokkur hundruð þúsunda manna, grefur þá og dæmir til þessarar skuggatilveru, þessa lifandi dauða . . . Og nú eru þeir áhyggjufyllst- ir út af því, hvort Önnu lízt á háfætta Þjóðverjann eða ekki. Jæja, en henni lízt nú ekki á hann. En þetta gerir þeim ef til vill skuggatilveruna skemmtilegri. Hinsvegar hafa aðeins brúnu og gráu augun tekið eftir því, að Pia Monica er orðin ástfangin af Þjóðverjanum. Þau taka eftir þessu án óvildar, en líka án sanngirni. Frú Barabás viðurkennir aðeins stað- reyndir, hún gerir enga athugasemd við þær. Það er ákveðinn tími í lífi hverrar stúlku, þegar hún verður áreiðanlega ást- fangin, þó að hún hafi aldrei orðið það áður. Þessi stúlka með blóma-andlitið er tuttugu og fjögra ára gömul, þó að hún líti ekki út fyrir að vera meira en tuttugu ára. Ef til vill er hún á þessu takmarka- skeiði. Frú Barabás minnist æsku sinnar í Mezötur, þess skemmtilega tíma, þegar ungu stúlkurnar og mennirnir hittust, — sunnudaganna, þegar allt var fullt af ætt- ingjum, bræðrum og systrum ... Jæja, það var nú allt annað. Hér eru stúlkurn- ar næstum því villtar. Það var betra í Mezötur. Jæja, en það þýðir nú ekkert að vera að velta þessu fyrir sér. — Sögðuð þér nokkuð, góða mín ? segir hún og snýr sér að Cathrina, því að hún hefir ekkert skipt sér af henni í nokkrar mínútur. Klárí lítur á málið frá sjónarmiði Önnu. Anna elskaði Vassja, hún elskaði István, en hún kærir sig ekkert um Giinther. — Vassja var ekkert nema fjör og kátína. István var fullur af frekjulegri, hæðnis- legri glettni og nærgöngulli kæti. Það er Giinther ekki. Samt virðist það einmitt vera það, sem Anna vill. Ef til vill af því, að hún er svo róleg sjálf. Og Pia, hin heimska Pia . . . Það er einmitt það, að Pia er alls ekki heimsk lengur. Klárí minn- ist undrandi fyrsta fundar þeirra, þegar Pia gerði ekkert annað en að masa . . . En það er nú liðin tíð. Það er reyndar ekki langt síðan, að móðir hennar dó, en Klárí heldur, að breytingin sé meira ástinni að þakka en nokkru öðru. Ástin gerir hana að svo hljóðum og undirgefnum áheyr- anda, — þar sem allt er tóm ringulreið og sorg! Gráu augun leiftra óþolinmóð- lega og snúa sér aftur að þykku bókinni, sem liggur fyrir framan þau. 19. KAPlTULI. Nú er Jani orðin fullveðja. Hann er orð- inn tuttugu og eins árs — og meira að segja tuttugu og tveggja ára. Systur hans gáfu honum slifsi, Albertine gaf honum armbandsúr. Enginn minntist á, að nú væri kominn tími til að afsala sér frönsku borgararéttindunum. Barabás minntist einu sinni ekki á það. Hann var dálítið beygður um þessar mundir. Hann starði fram fyrir sig sljóum og flöktandi aug- um. Á kvöldin fór hann ekki í litla veit- ingahúsið, heldur ungverska veitingahúsið eða þá, að hann fór hvergi. Jú, föðurlands- ást hans og viljaþrek hafði beðið ósigur. En hvað gat hann gert? Eftir eitt eða tvö ár verður Jani verkfræðingur. Átti hann að verða til þess, að Jani fengi ekki stöðu? Auðvitað hefði hann getað haldið áfram að læra sem Ungverji. Nú hefðu þau líka getað hjálpað honum eitthvað, þar að auki fá erlendir stúdentar styrki. En hvað svo? Erlendir verkfræðingar fá ekkert að gera. Það var áður fyrri, en nú er það allt ann- að. Átti hann að fara heim? Nú er út- flutningurinn frá Ungverjalandi orðinn strjálli, en þeir, sem koma, eru að kalla allir verkfræðingar og læknar, sem kvarta um atvinnuleysi. Blöðin að heiman kvarta einnig yfir því, blöðin, sem Barabás kaupir stundum. Til hvers leiddi það, ef hann minntist á þetta við drenginn, og drengurinn segði, að hann kærði sig ekkert um ungversk borgararéttindi ? Jani elskar franska stúlku. Hann hefði sagt það sjálfur, ef hann hefði viljað verða Ungverji á ný. Þá hefði það ef til vill verið skylda föðurins að ráða honum frá því. Það líða nokkrar vikur með áhyggjum, íhugunum og þögnum. Síðan virðast allir eftir þegjandi samkomulagi hafa gleymt þessum merkilega afmælisdegi. Sá eini, sem gleymdi honum í raun og veru, var Jani sjálfur. Hann hefir mikið að gera, og hann er ákaflega ástfanginn. — Fyrir honum var afmælisdagurinn að- eins armbandsúrið, sem Albertine gaf hon- um. — Erum við ekki nærgætin og athugul fjölskylda? spyr Klárí Önnu hlæjandi, þeg- ar hún er ein með henni. — Okkur kemur ekki til hugar að minnast á það, sem er óþægilegt fyrir eitthvert okkar. Það væri líklega skynsamlegast að tala við Jani um það? Anna hefir mikið að gera. Hausttízkan hefir náð hámarki sínu í verzluninni, sem er eitt haf af sægrænum, svörtum, heið- bláum og þó aðallega rauðbrúnum efnum. Rauðbrúnt . . . sama litbrigði og hin fall- andi blöð, er í ár aðaltízkukrafan. Anna er niðursokkin í að ráða hinar flóknu fyrir- myndir teiknara þeirra . . . Þenna „mos- quito“-klæðnað er blátt áfram ekki hægt að sauma . . . Enginn getur sniðið hann . . . Anna kippist við . . . — Varstu að hugsa um fæðingarrétt- inn? — Ég hefði getað verið að hugsa um hann, en ég var nú að hugsa um Albertine. Þetta getur ekki gengið með þau, og það er bezt, að Jani viti það sem allra fyrst. Anna hugsar. — Ég er nú ekki viss um þetta. Alber- tine þykir vænt um Jani, ef til vill vænna en honum þykir um hana. — Ég er ekki að segja, að Jani sækist meira eftir henni en hún eftir honum. Aumingja Albertine gerir eins vel og hún getur. Hún gerir sér allt far um að vera við okkur eins og manneskjur . . . — Þú ert ekki almennileg, Klárí. Þetta er ekki fyrsta hjónabandið á milli útlend- inga, og hvað útlendingum viðvíkur . . . þá veiztu, að okkur hefir komið ágætlega saman við Bardichinov, Liiv, Maura . . . Klárí fer að skellihlæja. Anna horfir undrandi á hana. — Er þér sama, þó að þú segir mér, að hverju þú ert að hlæja? — Varstu heima, þegar Jani kom með Albertine til pabba og mömmu? Mig grun- ar, að aumingja strákurinn hafi ætlað að gorta af Maura, prinsinum okkar. Sástu framan í Albertine? Hún var framúrskar- andi kurteis. Hún sagði fimm sinnum prins í hverri setningu, en það var auðséð, að henni fannst hann vera nokkurskonar óperettu-prins. Þessir útlendingar taka sér allskonar titla og trúa á þá að lokum. Auðvitað er höfðingi því aðeins ósvikinn, að hann sé Frakki. Og ef til viíl, ef hann er Englendingur. Lord og lady hafa hér áhrif, en annað. ekki. — En Spánverjar eru nágrannar þeirra. Ekki búa þeir í annarri heimsálfu, lengra í burtu en Austurríki eins og við, Ungverj- arnir. Og þeir eru líka af latneskum kyn- stofni. Frakkar vita, að prinsar eru til á Spáni og . . . — Þeir vita það, en trúa því ekki. Og þó að okkur komi vel saman við Bardich- inov, Liiv og Maura, er það þó ekki enn kátlegra, að þeim skuli koma vel saman? Sérðu ekki, að hvorki flokkur, stjórnmál eða sannfæring hefir neitt að segja gegn þeirri staðreynd, að þeir eru landflótta. Anna er þreytt, og hún er alltaf að hugsa um ,,mosquito“-klæðnaðinn undir niðri. — Það eru til hamingjusöm hjónabönd á meðal útlendinga. Ef til vill er hún að hugsa um Vassja, ef til vill langar hana- aðeins til að slíta samtalinu. — Það getur verið, að þú hafir rekizt á þau. Það hefi ég aldrei. Og þetta verður, að minnsta kosti, aldrei hamingjusamt hjónaband. Það eru ef til vill aðrir færari í þessum efnum en Jani. Sérhver hreyfing Albertine fer í taugarnar á honum.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.