Vikan - 08.06.1939, Blaðsíða 18
18
VIKAN
Nr. 23, 1939
arinnar. Tíu ár skaltu dvelja í þessari
borg, ef þér fellur ekki þar, geturðu sezt
að í annarri borg, en í sama landi. Þú
skalt fara í gegnum París og bíða mín
þar. Þar skal ég tryggja þér sex þúsund
franka í viðbót, sem ég borga þér, þegar
þú kemur aftur, ef þú hefir haldið alla
skilmála. Þetta færðu fyrir að þegja yfir
því, sem þú átt að gera í kvöld. Og þú,
Rosalie, færð tíu þúsund franka á brúð-
kaupsdaginn þinn með því skilyrði, að þú
giftist Gorenflot, en ef þú vilt giftast, þá
verðurðu að þegja, eða — enga peninga.
— Rosalie, sagði Madame de Merret, —
vefðu upp á mér hárið.
Greifinn gekk rólegur fram og aftur,
og leit ýmist á dyrnar, múrarann eða
konu sína, en án þess að sýna nokkurn
móðgandi efa. Madame de Merret notaði
tækifærið, þegar múrarinn var að hlaða
múrsteinunum, og maðurinn hennar var í
hinum enda herbergisins, og hvíslaði að
Rosalie:
— Þúsund franka á ári, barnið mitt, ef
þú getur sagt Gorenflot að skilja eftir rifu
niður við gólfið. Því næst bætti hún við hátt
og rólega: — Farðu og hjálpaðu honum!
Hjónin voru bæði þögul á meðan Goren-
flot var að fylla upp dyrnar. Þessi þögn
var af greifans hálfu tilraun til þess að
gefa ekki greifafrúnni tækifæri til að segja
eitthvað, sem gæti haft tvíræða merkingu.
En madame de Merret þagði, annað hvort
af stærilæti eða varkárni. Þegar veggur-
inn var um það bil hálf hlaðinn upp, greip
múrarinn tækifærið, þegar greifinn sneri
að honum bakinu, og rak múrsleifina í
glerrúðuna á skáphurðinni. Þetta sann-
færði madame de Merret um, að Rosalie
hefði talað við Gorenflot.
Þau sáu nú öll þrjú, mannsandlit; það
var dökkt og skuggalegt, með svörtu hári
og eldlegum augum. Áður en maðurinn
hennar sneri sér við, fékk hún tíma til
þess að gefa manninum merki, sem þýddi:
— Von!
Klukkan fjögur, undir dögun, það var
í september, var verkinu lokið. Jean var
fenginn múrarinn til varðveizlu, og hjón-
in fóru að hátta í herbergi frúarinnar.
Þegar hann fór á fætur morguninn eftir,
sagði hann kæruleysislega:
— Hver skollinn! Ég verð að fara á
bæjarskrifstofuna til að sækja vegabréfið.
Hann setti hattinn á höfuðið, gekk þrjú
skref fram að dyrunum, en sneri svo við
og tók krossinn.
Konan hans titraði af fögnuði. — Hann
ætlar til Duvivier, hugsaði hún. Undir eins
og greifinn var farinn, hringdi madame
de Merret á Rosalie, og hrópaði í skelf-
ingu:
— Múrsleifina, múrsleifina! og flýttu
þér! Ég sá, hvernig Gorenflot gerði það,
við höfum tíma til þess að gera gat og
fylla það upp aftur.
Á augabragði kom Rosalie með einhvers-
konar haka handa húsmóður sinni, sem
byrjaði að brjóta niður vegginn með ofsa-
fengnum ákafa. Hún hafði þegar náð
nokkrum múrsteinum, og ætlaði að fara
að greiða stærra högg, þegar hún sá mon-
sieur de Merret fyrir aftan sig. Hún féll
í ómegin.
— Leggið madame í rúmið, sagði greif-
inn kuldalega. Hann hafði séð fyrir, hvað
ske mundi í fjarveru hans, og hann hafði
sett þessa gildru fyrir konu sína. Hann
hafði blátt áfram skrifað borgarstjóran-
um og sent eftir Duvivier. Gimsteinasal-
inn kom, þegar nýbúið var að koma her-
berginu í samt lag aftur.
— Duvivier, sagði greifinn, — keyptuð
þér þennan kross af Spánverja, sem hér
fór um?
— Nei, herra.
— Það er gott, þakka yður fyrir, sagði
hann og leit á konu sína eins og tígrisdýr.
— Jean, bætti hann við, — sjáðu um,
að maturinn minn sé framreiddur í her-
bergi greifafrúarinnar. Hún er veik, og ég
yfirgef hana ekki, fyrr en henni batnar.
Greifinn var hjá konu sinni í tuttugu
daga. I fyrstu, á meðan hljóð heyrðust
úr lokaða skotinu, og Josephine reyndi
með grátbænum að fá greifann til að
þyrma lífi ókunna mannsins, svaraði hann
alltaf:
— Þú hefir svarið við krossinn, að það
sé enginn þarna.
MILLI TVEGGJA ELDA. Frh. af bls. 9.
skipti á æfinni. En ég varð svo hrædd.
Ertu mikið meiddur?
— Þú fórst þá ekk'i til Ames-Drury?
— Nei, auðvitað ekki. Mér datt það alls
ekki í hug. Ég fór til þín, af því að, af því
að . . .
— Af því að, hvað?
— Af því, að ég elska þig. Meiddist
hann líka?
— Nei, en nú verður hann særður
sári — —. Hann nær sér áreiðanlega
fljótt. Má ég?
Henni til mikillar undrunar, gekk hann
að símanum og bað um eitthvert númer.
Leonie horfði á hann. Hann virtist ekki
vera veikur.
— Eruð það þér, Ames-Drury? Það er
Lethington. Leonie er hér. Já-------hún
kom strax. Hvað segið þér? Á ég að skila
kveðju og segja henni eins og er. Ágætt!
Leonie spratt upp.
— Ég skil þetta ekki? sagði hún.
Hann þrýsti henni að sér.
— Þú mátt ekki reiðast. Ég vissi, að
þér þætti betra, að þér væri hjálpað. Ég
stakk því upp á því við Ames-Drury, að
við reyndum þetta. Hann samþykkti það
strax, því að hann var svo viss. En hann
tók óförunum eins og hetja. Hann sagðist
óska þér innilega til hamingju.
— En ég skil ekki. Ég —.
— Fyrirgefðu, elskan mín. En eitthvað
varð að gera. Þetta hafði svo mikla þýð-
ingu fyrir okkur öll. Þegar kona fær svona
fréttir eins og þú áðan, fer hún ósjálfrátt
— án þess að hugsa nokkuð um það —
beint til þess manns, sem hún elskar.
Skilurðu nú?
Leonie svaraði ekki. Nú var það dálítið
annað, sem hún skildi ekki. Hún gat ekki
skilið, að hún hefði nokkurntíma efast um
ást sína til Stephens. Hún hefði aldrei get-
að hfað án hans.
— Segðu, að þú elskir mig, sagði hann.
— Þú veizt það, Stephen. Ég elska þig,
og mér þykir svo vænt um að mega alltaf
vera hjá þér.
SVARTI SKOTTULÆKNIRINN —
Frh. af bls. 7.
ina á honum, en flaska í hina. Síðan á
sjúkdómurinn að fara yfir í kjúklinginn,
og ef hann er mikils háttar, fer það, sem
eftir er, í flöskuna. Að lokum sópar skottu-
læknirinn með litla sópinum síðustu leif-
um sjúkdómsins burtu úr líkama sjúklings-
ins. Athöfnin endar með því, að kjúklingn-
um er slátrað og fórnað. — og sjúkdóm-
urinn er þar með læknaður. Aðgerðin er
ekki laus við hughrif, en það getur verið,
að lyfið og nuddið hafi sínar verkanir.
Ef bíl er ekið með 80 km. hraða á
klukkustund, og öðrum bíl, sömu tegund-
ar, með 50 km. hraða, kemst sá fyrrnefndi
aðeins % af vegalengd hins síðarnefnda,
með sömu benzínnotkun, auk þess notar
hann sjö sinnum meiri olíu og shtur
gúmmhnu helmingi fyrr. — Akið þess
vegna með hæfilegum og sparneytnum
hraða.
*
Sá, sem fann Ameríku næstur á eftir
Leifi heppna, hét í raun og veru ekki
Columbus, eins og almennt er álitið. En
þegar hann lagði af stað í hina hættulegu
ferð frá Spáni, tók hann sér nafnið í var-
úðarskyni, því að alræmdasti sjóræningi
þeirra tíma hét Columbo, — nafn, sem
vakti skelfingu á öllum höfum. En Colum-
bus áleit, að aðrir sjóræningjar, sem kynnu
að verða á leið hans, mjmdu halda sig
fjærri honum, þegar það fréttist, að Col-
umbo sigldi vestur yfir hafið.
*
Þekktur, amerískur stjórnmálamaður
tók þátt í mikilvægri ráðstefnu í London,
og bjó á sama gistihúsi og japanskir full-
trúar, sem einnig tóku þátt í ráðstefnunni.
Þegar Ameríkumaðurinn hitti Japanana i
anddyrinu, er þeir lögðu af stað á ráð-
stefnuna, voru þeir prúðbúnir í „jaket“ og
með pípuhatt, en hann sjálfur í gráum
jakkafötum. Hann flýtti sér upp í herbergi
sitt og hafði fataskipti. En enginn getur
lýst undrun hans, þegar hann kom ofan
aftur og hitti Japanana — alla í gráum
jakkafötum.
*
Robert Battersby, sem er 72 ára að
aldri, getur eflaust með sanni kallað sig
elzta læknastúdent í heiminum. Hann tók
stúdentspróf í október 1937, og gengur
undir próf i fyrri hluta nú í júní.