Vikan - 08.06.1939, Page 22
22
VIKAN
Nr. 23, 1939
VÖRN OG VERJENDUR. Frh. af bls. 4.
er heldur ekki kyrr hjá hliðarlínunni sín
rnegin, en fer skemmstu leið fram fyrir
mark til þess að fylla skarðið fyrir mið-
framvörð — og hægri framvörður heldur
loks einn'g undan til að gæta vinstra inn-
1. mynd.
framherja og ef nauðsyn krefur einnig
vinstra útframherja. Að sjálfsögðu hefir
vinstri bakvörður, sem bilaði í vörninni,
sótt aftur eins fljótt og honum var auðið,
svo að hann megi koma að einhverju liði
hjá markinu.
Af þessu dæmi mun lesandinn skilja,
hvað fyrir mér vakir. Varnarsveitin verð-
ur fyrst og fremst að muna eftir því verk-
2. mynd.
efni sínu að hafa gát á mótherjunum, að
„dekka þá“, en jafnframt að vera hreyf-
anleg. Hún má undir engum kringumstæð-
um stirðna í gæzlustarfinu einu. En hún
má heldur ekki vera sein á sér eða víla
fyrir sér. Áður fyrr var það algengt, að
þeim leikmönnum var skipað til varnar,
sem ekki þóttu lengur hæfir til sóknar
vegna þess, að mesti asinn var af þeim far-
inn. Nú er það svo, að í góðu liði þykir það
sjálfsagt, að varnarsveitin sé skipuð skjót-
um og duglegum mönnum, sem geta tekið
erfiðustu knetti (1. mynd), hafa gott lag á
17. krossgáta
Vikunnar.
Lárétt:
1. Mætti gjaman skrifa um. — 15.
Átak. — 16. Öfús. — 17. Frumefnis-
tákn. — 18. Timabils. — 19. Æðri
vera. — 20. Bókstafur. — 21. Tón-
verk. — 23. Framkoma. — 24. Sam-
band. — 26. Tónn. — 27. Djúp. —
29. Keyr. — 31. Var settur dósent. —
32. Tala. — 34. Mannsnafn. — 36.
Bústaður. — 40. Ræður öllu. — 41.
Glitrar. — 42. Skítkokkur. — 43.
Safna. — 44. Þrír eins. — 45. Gefðu
eftir. — 48. Furðuleg. — 51. Guðs-
þjónusta. — 52. Stétt. —- 53. Goð. :—
55. Plantna. — 53. Frumefnistákn.
— 57. Beygingarending (latnesk). —
59. Líkamshluti. — 61. Fyrirtæki. —
62. Tónn. — 63. Tek með. — 65. Dýr.
— 67. Algeng sk.st. — 69. Dýrahljóð.
— 70. Kvenm.nafn, þolf. — 72. Félag.
— 73. Orka. — 76. Mannsnafn. — 78.
Er okkar lífakkeri.
LóSrétt:
1. Aulalegs. — 2. Vantrú. — 3. Velgju. — 4.
Drykkjustofa. — 5. Höfðingja. — 6. ílát. — 7.
Fyrirtæki. — 8. Félag. — 9. Nudda. — 10. Kjafta.
— 11. Basl. — 12. Hreyfing. — 13. Hljóðfæri. —
14. Handverksmenn. — 22. Aðgæta. — 23. Tónn.
— 25. Kunngjört. — 26. Störfunum. — 28. Ull.
— 30. Magnari. — 31. Litur. — 33. Hafnaði. —
35. Syngur. — 37. Dýpra. — 38. Fljót. ■— 39. For-
setning. — 40. Með tölu, eignarf. — 45. Bæjar-
nafn. — 46. Svífa. — 47. = 39. lóðrétt. — 48.
Mynni. — 49. Fylgja eftir. — 50. Drykkjubróður.
— 54. Blómskipan. — 58. Mikil umferðaræð (ill
danska). — 59. Drykkur. — 60. Tónn. — 61. Spil.
— 64. Gert gramt í geði. — 66. Veski. — 68.
— vísi. — 69. Hljóð. — 71. = 69. lárétt. — 72.
Starf. -— 74. Tveir eins. — 75. Dulnefni. — 76.
Greinir. — 77. Tveir eins.
knettinum með höfðlnu (2. mynd) og séu
um fram allt djarfir og harðskeyttir (3.
mjmd). Hvergi á vellinum krefst leikurinn
jafnmikils hugrekkis af leikmönnum og í
lokasennunni fyrir framan markið.
Reyndir áhugamenn munu nú ef til vill
segja, að ég hafi hvergi drepið á skyldu
3. mynd.
varnarsveitar til að stuðla að sókn. Ég
hefi gert það með vilja, að taka ekki þetta
verkefni varnarsveitar fyrr en nú til ör-
stuttrar athugunar. I þessari grein verður
hlutunum hvort sem er ekki gerð full skil
og efnið engan veginn tæmt. Aðalatriðið
er að setja það fram, sem mesta þýðingu
hefir. En aðalþýðing aftari sveitarinnar á
leikvellinum er vörnin. Eftir margra ára
reynslu hika ég ekki við að segja, að hvað
markvörð, bakverði og miðframvörð snert-
ir, þá sé hún einasta verkefni þeirra. Það
eru aðeins framverðirnir til hægri og
vinstri, oftast allf jarri markinu sjálfu, sem
geta hugsað um að „byggja upp“ leik, —
en því aðeins, að gæzlustarf þeirra leyfi.
Lýk ég þá máli mínu um þetta efni. Þó
að ég segði í fyrri grein minni, að mark-
vörður stæði í ábyrgðarmestu stöðunni á
vellinum, þá eru þó stöður annarra varn-
arleikmanna litlu auðveldari. Alltaf verða
mörkin skoruð, — og kappleikirnir um
meistaratitilinn í Reykjavík, sem nú eru
nýafstaðnir, sýndu það Ijóslega, að það
er vegna þess, að vörninni er áfátt. Þess
verður því krafizt af nútíma knattspyrnu-
hði, og það mikið frekar en áður þekktist,
að varnarsveitin sé sterk. —
Þróun aðferða og verkefni sóknarliðs-
ins mun verða tekið til athugunar í loka-
grein minni.
er þvottasápa nútímans.